Viðskipti erlent

Vogunarsjóðir og bankar undirbúa árás á evruna

Æðstu stjórnendur nokkurra stórra vogunarsjóða og banka renna nú á lyktina af blóði og gulli. Þeir hafa haldið fjölda óformlegra „hugmynda-funda" þar sem umræðuefnið er hvernig veikja megi evruna ennfrekar og græða stjarnfræðilegar upphæðir í leiðinni.

Viðskipti erlent

Batman hasarblað sló Superman út í verðmæti

Sjaldgæft eintak af Batman hasarblaði frá árinu 1939 var selt á uppboði fyrir yfir eina milljón dollara. Þar með sló það verðmet Superman en nýlega seldist fyrsta útgefna hasarblaðið með Superman á eina milljón dollara eins og greint var frá hér á síðunni í gærdag.

Viðskipti erlent

Um 700 bandarískir bankar í gjaldþrotahættu

Samkvæmt upplýsingum sem Innistæðutryggingasjóður Bandaríkjanna (FDIC) hefur sent frá sér eru nú um 700 banka í Bandaríkjunum í hættu á að lenda í gjaldþroti. Hefur fjöldi banka sem stendur svo tæpt ekki verið meiri í landinu síðan 1993.

Viðskipti erlent

Vilja losunargjöld á beljufreti í Danmörku

Danskir kúabændur standa nú frammi fyrir því að þurfa að borga losunargjöld af metanfretunum frá nautgripum sínum. Þetta er nauðsynlegt til að Danmörk nái markmiðum sínum um losun gróðurhúsalofttegunda (CO2) fyrir árið 2020.

Viðskipti erlent

John Kay um Icesave: „Við ættum að skammast okkar“

Hinn virti breski hagfræðingur John Kay, sem skrifar vikulega pistla í blaðið The Financial Times, tekur upp hanskann fyrir Íslendinga í Icesave-málinu í nýjasta pistli sínum sem birtist í dag. Í grein sinni sakar hann Breta og Hollendinga um að fara með fantaskap gegn lítilli þjóð sem fáránlegt sé að ætlast til af að standi skil á skuldum gráðugra bankamanna. Kay bendir á að tryggingakerfi Evrópska efnahagssvæðisins hafi algerlega brugðist og að við því verði að bregðast, en ekki með þessum hætti.

Viðskipti erlent

Fasteignaverð upp á næsta ári

Niðursveifla á fasteignamarkaði í borgarríkinu Dúbaí er að ná botni og mun fasteignaverð leita upp á við í byrjun næsta árs. Þetta er mat Markus Giebel, forstjóra Deyaar Development, eins af umsvifamestu verktakafyrirtækjum ríkisins.

Viðskipti erlent

Rússneskir peningar að baki kaupanna á Saab

Nú er komið í ljós að það voru peningar frá Rússanum Vladimir Antonov sem voru að baki kaupunum á Saab í síðasta mánuði. Antonov er grunaður er um náin tengsl við rússnesku mafíuna og talið var að sænsk stjórnvöld ásamt bandarísku alríkislögreglunni FBI hefðu komið í veg fyrir aðkomu hans að kaupunum á Saab.

Viðskipti erlent

Eignarhlutur Straums í Royal Unibrew 2 milljarðar

Straumur hefur selt nokkuð af hlutum sínum í dönsku brugverksmiðjunum Royal Unibrew. Samkvæmt tilkynningu um málið heldur Straumur áfram 4,99% eða tæplega 560.000 hlutum. Markaðsverð á hlut er nú 153 danskar kr. þannig að verðmæti eignar Straums í Royal Unibrew nemur um 2 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

House of Fraser biður Glitni að slaka á lánakjörum sínum

Breska verslunarkeðjan House of Fraser hefur beðið lánadrottna að slaka á lánakjörum sínum þannig að keðjan geti notað lausafé sitt til að kaupa nýjar vörubirgðir. Stærstu lánadrottnar House of Fraser eru Glitnir og Lloyds Banking Group. Þar fyrir utan heldur Landsbankinn um 33% eignarhlut í keðjunni.

Viðskipti erlent