Viðskipti erlent Kreppan heldur hjónaböndum gangandi vestan hafs Þegar garðurinn er auður slást hestarnir og kreppur eru sem regla tímar skilnaða. Hinsvegar hefur fjármálakreppan að þessu sinni haft þau áhrif að bandarísk hjónabönd halda lengur en áður. Kannski sökum þess að hjón hafa ekki lengur efni á að skilja. Viðskipti erlent 2.11.2009 10:08 Gjaldþrot Roskilde Bank kostar hvern Dana 50.000 krónur Hneykslið í kringum gjaldþrot Roskilde Bank er að breytast í verstu hugsanlegu martröðina fyrir danska ríkissjóðinn og þar með skattgreiðendur landsins. Þegar upp er staðið mun gjaldþrotið kosta hvern Dana 2000 danskar kr. eða um 50.000 kr. Viðskipti erlent 2.11.2009 08:58 Bankagjaldþrot í Bandaríkjunum orðin 115 talsins í ár Bankagjaldþrot í Bandaríkjunum eru orðin 115 talsins í ár og um helgina óskaði bandaríski stórbankinn CIT Group eftir greiðslustöðvun. Reiknað er með að fjárhagsvandamál bankans muni kosta bandaríska skattgreiðendur 2,5 milljarða dollara eða um 320 milljarða kr. Viðskipti erlent 2.11.2009 08:40 Stærstu bankar heims hagnast á klasasprengjum Stærstu bankar heims hafa hagnast mjög á því að fjármagna framleiðslu klasasprengna. Lán til sprengjuframleiðenda nema hátt í tvö þúsund og fimm hundruð milljörðum króna, enda þótt vaxandi þrýstingur sé á alþjóðavettvangi um að banna þessi vopn. Viðskipti erlent 1.11.2009 19:00 Tesco vildi Tony sem andlit sitt Tony Blair átti í viðræðum við verslunarkeðjuna Tesco um að hjálpa þeim að opna kjörbúðir í mið-austur löndum, í staðinn fengi hann um eina milljón punda. Talið er að viðræðurnar á milli fyrrum forsætisráðherrans, sem nú er friðarerindreki á svæðinu, og verslunarkeðjunnar hafi endað eftir að samkomulag náðist ekki. Viðskipti erlent 1.11.2009 14:16 Keypti Möltufálkann á átta milljarða Hin gríska Elena Ambrosiadou hefur keypt Möltufálkann, eina flottustu lúxusnekkju veraldar, á um átta milljarða. Elena, sem er vogunarsjóðssstjóri, vinnur sextán tíma á dag, sjö daga vikunnar samkvæmt Sunday Times og hefur því ekki mikinn tíma til að dvelja á snekkjunni. Viðskipti erlent 1.11.2009 07:45 Væntanlegur stór hluthafi í MP banka sakaður um mútur Norðmaðurinn Endre Rösjö sem verður að öllum líkindum næststærsti hluthafi MP banka er sakaður um að hafa hótað blaðamanni hjá norska dagblaðinu Dagens Næringsliv og borið á hann fé. Viðskipti erlent 31.10.2009 12:04 Aukin skattheimta á flugfélög til að hjálpa bönkunum Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands hefur viðurkennt að hærri skattar á flugfélög séu settir á til þess að hjálpa bönkunum. Opinbera skýringin fyrir sköttunum er sú að þetta séu svokallaður umhverfisskattar. Darling er hinsvegar heiðarlegur í blöðunum í dag og segir þessa skattheimtu hafa verið nauðsynlega til þess að brúa bilið í ríkisfjármálunum. Viðskipti erlent 31.10.2009 10:46 Elsta auglýsingamynd Danmerkur á 25 ára afmæli Auglýsingamyndin fyrir Tuborgs Julebryg, eða jólaölið frá Tuborg bruggverksmiðjunum, þar sem að jólasveinninn hittir ölbíl frá Tuborg er án efa langlífasta auglýsing Danmerkur en hún hefur verið tekin til sýninga á hverju ári undanfarin 25 ár. Fyrir fjölmarga Dani markar hún upphafið að jólaönnunum. Viðskipti erlent 30.10.2009 15:16 Fer í mál við framleiðenda Lynx vegna kvennmannsleysis Óheppinn indverskur „rómeó" , Vaibhav Bedi að nafni, hefur höfðað mál gegn framleiðendum Lynx snyrtivaranna þar sem honum hefur ekki tekist að krækja í einn einasta kvennmann öll þau sjö ár sem hann hefur notað Lynx Viðskipti erlent 30.10.2009 13:47 SFO með Tchenguiz í sigtinu vegna lána frá Kaupþingi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), er nú að íhuga að hefja opinbera rannsókn á tengslum þriggja breskra auðjöfra við íslensku bankana. Þeir sem hér um ræðir eru Robert Tchenguiz, Mike Ashley og Chris Ronnie. Viðskipti erlent 30.10.2009 08:56 Bandaríkin sigla út úr kreppunni, hagvöxtur á ný Landsframleiðslan í Bandaríkjunum jókst um 3,5% á ársgrundvelli á þriðja ársfjórðungi samkvæmt áætlun þarlenda viðskiptaráðuneytisins. Um er að ræða breytingu frá öðrum til þriðja fjórðungs en sambærileg tala fyrir annan ársfjórðung var samdráttur um 0,7%. Viðskipti erlent 30.10.2009 07:55 Minnkandi eftirspurn eftir olíuborpöllum í Noregi Minnkandi eftirspurn er nú eftir olíuborpöllum og skipum í Noregi og heldur sú þróun áfram það sem eftir er ársins að mati hagstofu Noregs. Samhliða þessu hafa norskar skipasmíðastöðvar neyðst til að lækka verð sín á olíuborpöllum og skipum. Viðskipti erlent 29.10.2009 15:17 Auðmaðurinn Karsten Ree til bjargar Amagerbanken Danskir vefmiðlar flytja fréttir í dag um að auðmaðurinn Karsten Ree ætli að koma Amagerbanken til bjargar með hálfan milljarð danskra kr. í nýju fjárframlagi til bankans. Viðskipti erlent 29.10.2009 10:34 Atvinnuleysi eykst hraðar í Danmörku en spáð var Atvinnuleysi í Danmörku jókst úr 3,7% og í 4,1% milli ágúst og september. Er þetta meiri aukning á atvinnuleysi en spáð hafði verið. Flestir reiknuðu með að það myndi aukast í 3,9%. Viðskipti erlent 29.10.2009 09:02 Tískuhúsið Versace í verulegum fjárhagsvandræðum Hið þekkta tískuhús Versace á nú í verulegum fjárhagsvandræðum og neyðist nú til þess að segja upp fjórðungi af starfsfólki sínu á heimsvísu. Tískuhúsið hefur greint frá því að alls hafa 350 af 1.360 starfsmenn fengið uppsagnarbréf. Viðskipti erlent 28.10.2009 15:04 Norski seðlabankinn sá fyrsti sem hækkar stýrivexti Norski seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína í dag og varð þar með fyrsti seðlabankinn í Evrópu til að gera slíkt frá því að fjármálakreppan skall á í fyrra. Hækkunin nam 0,25 prósentustigum og fóru vextirnir við það í 1,5%. Viðskipti erlent 28.10.2009 14:06 Rússneskur auðmaður í tugmilljarða skilnaði Rússneski auðmaðurinn Boris Berezovsky stendur nú í skilnaðarmáli við eiginkonu sína Galinu þótt að þau hafi ekki búið saman í 10 ár. Galina gæti fengið allt að 100 milljónir punda, eða ríflega 20 milljarða kr., út úr skilnaðinum við Berezovsky. Viðskipti erlent 28.10.2009 11:32 Ráðgjöf um íslensku bankana gagnrýnd á breska þinginu Breskir þingmenn hafa gagnrýnt hve eftirlitsstofnanir með fjármálafyrirtækjum í Bretlandi hafa verið tregar til að rannsaka þá ráðgjöf sem bresk bæjar-og sveitarfélög fengu í tengslum við fjárfestingar sínar hjá íslensku bönkunum áður en þeir komust í þrot í fyrra. Viðskipti erlent 28.10.2009 09:33 Sarkozy mokar 120 milljörðum í franska bændur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tilkynnti í dag efnahagsaðstoð upp á 650 milljónir evra eða um 120 milljarða kr. til handa frönskum bændum. Fyrir utan þessa aðstoð standa bændunum til boða ódýr lán upp á um 185 milljarða kr. í viðbót. Viðskipti erlent 27.10.2009 14:20 Sports Direct ætlar í mál við Kaupþing í Bretlandi Íþróttavörukeðjan Sports Direct ætlar í mál við stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. Málið er höfðað vegna yfirtöku á eignarhlutum Sports Direct í verslunarkeðjunum Blacks Leisure og JD Sports Fashion. Viðskipti erlent 27.10.2009 12:19 Kaupþing yfirtekur stærstu hlutabréfaeign Sports Direct Reiknað er með að Sports Direct tapi stærstu hlutabréfaeign sinni í framhaldi af því að stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi yfirtaki hana í dag. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Retailweek. Viðskipti erlent 27.10.2009 10:15 Vaxtakostnaður almennings í Danmörku lækkar töluvert Vaxtakostnaður almennings í Danmörku hefur lækkað töluvert frá því í fyrra. Vextir sem Danir greiða lánastofnunum sínum hafa þannig minnkað um 2,1 milljarð danskra kr., eða um 50 milljarða kr., milli mánaðanna nóvember í fyrra og september í ár. Viðskipti erlent 27.10.2009 09:34 Álverðið fór yfir 2.000 dollara í London í morgun Heimsmarkaðsverð á áli fór yfir 2.000 dollara á markaðinum í London í morgun og stendur nú í 2.010 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra í ár síðan í sumar þegar það fór yfir 2.000 dollara í skamman tíma. Viðskipti erlent 27.10.2009 08:01 Apple gæti átt von á tugmilljarða reikningi frá Nokia Það gæti kostað Apple gífurlegar upphæðir ef Nokia vinnur dómsmál sem farsímarisinn hefur höfað á hendur Apple fyrir ólögleg not af tækni Nokia sem enn er varin með einkaréttarákvæðum. Málshöfðunin beinist að notkun Apple á þessari tækni í iPhone símum sínum. Viðskipti erlent 26.10.2009 11:31 Hinir ríkustu gætu þróast yfir í aðra manntegund Ríkustu íbúar jarðarinnar gætu þróast yfir í aðra manntegund í framtíðinni vegna framfara í líftækni og hönnun vélmenna. Þetta segir bandaríski framtíðarfræðingurinn Paul Soffo. Viðskipti erlent 26.10.2009 10:44 Vogunarsjóður á Guernsey tapar á Glitni Vogunarsjóðurinn Close Enhanced Commodities Fund, sem staðsettur í á Guernsey gæti tapað allt að 17,5 milljónum punda eða um 3,5 milljörðum kr. á lánatryggingum sem veittar voru Glitni fyrir bankahrunið s.l. haust. Viðskipti erlent 26.10.2009 09:58 Finnar búa við mesta velmegun heimsbúa Finnland er það land í heiminum þar sem íbúarnir búa við mesta velmegun. Ekki bara í efnahagslegum skilningi heldur einnig hvað varðar lýðræði og stjórnkerfi. Þetta kemur fram í nýjum lista frá Legatum Prosperity Index sem birtur verður í þessari viku. Viðskipti erlent 26.10.2009 09:26 Lánshæfismat Rússlands orðið svipað og Íslands Lánshæfismat Rússlands er nú á svipuðum slóðum og Íslands, það er skammt frá svokölluðum „rusl-flokki." Þetta kemur hinsvegar ekki í veg fyrir gríðarlegan áhuga á ríkisskuldabréfaútboði upp á 18 milljarða dollara sem rússnesk stjórnvöld áforma á næsta ári. Viðskipti erlent 26.10.2009 08:43 Rannsaka ásakanir um peningaþvætti Þeir sem rannsaka bankahrunið skoða nú á nýjan leik hvort ásakanir um að íslensku bankarnir hafi tengst peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Times. Viðskipti erlent 25.10.2009 09:54 « ‹ 284 285 286 287 288 289 290 291 292 … 334 ›
Kreppan heldur hjónaböndum gangandi vestan hafs Þegar garðurinn er auður slást hestarnir og kreppur eru sem regla tímar skilnaða. Hinsvegar hefur fjármálakreppan að þessu sinni haft þau áhrif að bandarísk hjónabönd halda lengur en áður. Kannski sökum þess að hjón hafa ekki lengur efni á að skilja. Viðskipti erlent 2.11.2009 10:08
Gjaldþrot Roskilde Bank kostar hvern Dana 50.000 krónur Hneykslið í kringum gjaldþrot Roskilde Bank er að breytast í verstu hugsanlegu martröðina fyrir danska ríkissjóðinn og þar með skattgreiðendur landsins. Þegar upp er staðið mun gjaldþrotið kosta hvern Dana 2000 danskar kr. eða um 50.000 kr. Viðskipti erlent 2.11.2009 08:58
Bankagjaldþrot í Bandaríkjunum orðin 115 talsins í ár Bankagjaldþrot í Bandaríkjunum eru orðin 115 talsins í ár og um helgina óskaði bandaríski stórbankinn CIT Group eftir greiðslustöðvun. Reiknað er með að fjárhagsvandamál bankans muni kosta bandaríska skattgreiðendur 2,5 milljarða dollara eða um 320 milljarða kr. Viðskipti erlent 2.11.2009 08:40
Stærstu bankar heims hagnast á klasasprengjum Stærstu bankar heims hafa hagnast mjög á því að fjármagna framleiðslu klasasprengna. Lán til sprengjuframleiðenda nema hátt í tvö þúsund og fimm hundruð milljörðum króna, enda þótt vaxandi þrýstingur sé á alþjóðavettvangi um að banna þessi vopn. Viðskipti erlent 1.11.2009 19:00
Tesco vildi Tony sem andlit sitt Tony Blair átti í viðræðum við verslunarkeðjuna Tesco um að hjálpa þeim að opna kjörbúðir í mið-austur löndum, í staðinn fengi hann um eina milljón punda. Talið er að viðræðurnar á milli fyrrum forsætisráðherrans, sem nú er friðarerindreki á svæðinu, og verslunarkeðjunnar hafi endað eftir að samkomulag náðist ekki. Viðskipti erlent 1.11.2009 14:16
Keypti Möltufálkann á átta milljarða Hin gríska Elena Ambrosiadou hefur keypt Möltufálkann, eina flottustu lúxusnekkju veraldar, á um átta milljarða. Elena, sem er vogunarsjóðssstjóri, vinnur sextán tíma á dag, sjö daga vikunnar samkvæmt Sunday Times og hefur því ekki mikinn tíma til að dvelja á snekkjunni. Viðskipti erlent 1.11.2009 07:45
Væntanlegur stór hluthafi í MP banka sakaður um mútur Norðmaðurinn Endre Rösjö sem verður að öllum líkindum næststærsti hluthafi MP banka er sakaður um að hafa hótað blaðamanni hjá norska dagblaðinu Dagens Næringsliv og borið á hann fé. Viðskipti erlent 31.10.2009 12:04
Aukin skattheimta á flugfélög til að hjálpa bönkunum Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands hefur viðurkennt að hærri skattar á flugfélög séu settir á til þess að hjálpa bönkunum. Opinbera skýringin fyrir sköttunum er sú að þetta séu svokallaður umhverfisskattar. Darling er hinsvegar heiðarlegur í blöðunum í dag og segir þessa skattheimtu hafa verið nauðsynlega til þess að brúa bilið í ríkisfjármálunum. Viðskipti erlent 31.10.2009 10:46
Elsta auglýsingamynd Danmerkur á 25 ára afmæli Auglýsingamyndin fyrir Tuborgs Julebryg, eða jólaölið frá Tuborg bruggverksmiðjunum, þar sem að jólasveinninn hittir ölbíl frá Tuborg er án efa langlífasta auglýsing Danmerkur en hún hefur verið tekin til sýninga á hverju ári undanfarin 25 ár. Fyrir fjölmarga Dani markar hún upphafið að jólaönnunum. Viðskipti erlent 30.10.2009 15:16
Fer í mál við framleiðenda Lynx vegna kvennmannsleysis Óheppinn indverskur „rómeó" , Vaibhav Bedi að nafni, hefur höfðað mál gegn framleiðendum Lynx snyrtivaranna þar sem honum hefur ekki tekist að krækja í einn einasta kvennmann öll þau sjö ár sem hann hefur notað Lynx Viðskipti erlent 30.10.2009 13:47
SFO með Tchenguiz í sigtinu vegna lána frá Kaupþingi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), er nú að íhuga að hefja opinbera rannsókn á tengslum þriggja breskra auðjöfra við íslensku bankana. Þeir sem hér um ræðir eru Robert Tchenguiz, Mike Ashley og Chris Ronnie. Viðskipti erlent 30.10.2009 08:56
Bandaríkin sigla út úr kreppunni, hagvöxtur á ný Landsframleiðslan í Bandaríkjunum jókst um 3,5% á ársgrundvelli á þriðja ársfjórðungi samkvæmt áætlun þarlenda viðskiptaráðuneytisins. Um er að ræða breytingu frá öðrum til þriðja fjórðungs en sambærileg tala fyrir annan ársfjórðung var samdráttur um 0,7%. Viðskipti erlent 30.10.2009 07:55
Minnkandi eftirspurn eftir olíuborpöllum í Noregi Minnkandi eftirspurn er nú eftir olíuborpöllum og skipum í Noregi og heldur sú þróun áfram það sem eftir er ársins að mati hagstofu Noregs. Samhliða þessu hafa norskar skipasmíðastöðvar neyðst til að lækka verð sín á olíuborpöllum og skipum. Viðskipti erlent 29.10.2009 15:17
Auðmaðurinn Karsten Ree til bjargar Amagerbanken Danskir vefmiðlar flytja fréttir í dag um að auðmaðurinn Karsten Ree ætli að koma Amagerbanken til bjargar með hálfan milljarð danskra kr. í nýju fjárframlagi til bankans. Viðskipti erlent 29.10.2009 10:34
Atvinnuleysi eykst hraðar í Danmörku en spáð var Atvinnuleysi í Danmörku jókst úr 3,7% og í 4,1% milli ágúst og september. Er þetta meiri aukning á atvinnuleysi en spáð hafði verið. Flestir reiknuðu með að það myndi aukast í 3,9%. Viðskipti erlent 29.10.2009 09:02
Tískuhúsið Versace í verulegum fjárhagsvandræðum Hið þekkta tískuhús Versace á nú í verulegum fjárhagsvandræðum og neyðist nú til þess að segja upp fjórðungi af starfsfólki sínu á heimsvísu. Tískuhúsið hefur greint frá því að alls hafa 350 af 1.360 starfsmenn fengið uppsagnarbréf. Viðskipti erlent 28.10.2009 15:04
Norski seðlabankinn sá fyrsti sem hækkar stýrivexti Norski seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína í dag og varð þar með fyrsti seðlabankinn í Evrópu til að gera slíkt frá því að fjármálakreppan skall á í fyrra. Hækkunin nam 0,25 prósentustigum og fóru vextirnir við það í 1,5%. Viðskipti erlent 28.10.2009 14:06
Rússneskur auðmaður í tugmilljarða skilnaði Rússneski auðmaðurinn Boris Berezovsky stendur nú í skilnaðarmáli við eiginkonu sína Galinu þótt að þau hafi ekki búið saman í 10 ár. Galina gæti fengið allt að 100 milljónir punda, eða ríflega 20 milljarða kr., út úr skilnaðinum við Berezovsky. Viðskipti erlent 28.10.2009 11:32
Ráðgjöf um íslensku bankana gagnrýnd á breska þinginu Breskir þingmenn hafa gagnrýnt hve eftirlitsstofnanir með fjármálafyrirtækjum í Bretlandi hafa verið tregar til að rannsaka þá ráðgjöf sem bresk bæjar-og sveitarfélög fengu í tengslum við fjárfestingar sínar hjá íslensku bönkunum áður en þeir komust í þrot í fyrra. Viðskipti erlent 28.10.2009 09:33
Sarkozy mokar 120 milljörðum í franska bændur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tilkynnti í dag efnahagsaðstoð upp á 650 milljónir evra eða um 120 milljarða kr. til handa frönskum bændum. Fyrir utan þessa aðstoð standa bændunum til boða ódýr lán upp á um 185 milljarða kr. í viðbót. Viðskipti erlent 27.10.2009 14:20
Sports Direct ætlar í mál við Kaupþing í Bretlandi Íþróttavörukeðjan Sports Direct ætlar í mál við stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. Málið er höfðað vegna yfirtöku á eignarhlutum Sports Direct í verslunarkeðjunum Blacks Leisure og JD Sports Fashion. Viðskipti erlent 27.10.2009 12:19
Kaupþing yfirtekur stærstu hlutabréfaeign Sports Direct Reiknað er með að Sports Direct tapi stærstu hlutabréfaeign sinni í framhaldi af því að stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi yfirtaki hana í dag. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Retailweek. Viðskipti erlent 27.10.2009 10:15
Vaxtakostnaður almennings í Danmörku lækkar töluvert Vaxtakostnaður almennings í Danmörku hefur lækkað töluvert frá því í fyrra. Vextir sem Danir greiða lánastofnunum sínum hafa þannig minnkað um 2,1 milljarð danskra kr., eða um 50 milljarða kr., milli mánaðanna nóvember í fyrra og september í ár. Viðskipti erlent 27.10.2009 09:34
Álverðið fór yfir 2.000 dollara í London í morgun Heimsmarkaðsverð á áli fór yfir 2.000 dollara á markaðinum í London í morgun og stendur nú í 2.010 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra í ár síðan í sumar þegar það fór yfir 2.000 dollara í skamman tíma. Viðskipti erlent 27.10.2009 08:01
Apple gæti átt von á tugmilljarða reikningi frá Nokia Það gæti kostað Apple gífurlegar upphæðir ef Nokia vinnur dómsmál sem farsímarisinn hefur höfað á hendur Apple fyrir ólögleg not af tækni Nokia sem enn er varin með einkaréttarákvæðum. Málshöfðunin beinist að notkun Apple á þessari tækni í iPhone símum sínum. Viðskipti erlent 26.10.2009 11:31
Hinir ríkustu gætu þróast yfir í aðra manntegund Ríkustu íbúar jarðarinnar gætu þróast yfir í aðra manntegund í framtíðinni vegna framfara í líftækni og hönnun vélmenna. Þetta segir bandaríski framtíðarfræðingurinn Paul Soffo. Viðskipti erlent 26.10.2009 10:44
Vogunarsjóður á Guernsey tapar á Glitni Vogunarsjóðurinn Close Enhanced Commodities Fund, sem staðsettur í á Guernsey gæti tapað allt að 17,5 milljónum punda eða um 3,5 milljörðum kr. á lánatryggingum sem veittar voru Glitni fyrir bankahrunið s.l. haust. Viðskipti erlent 26.10.2009 09:58
Finnar búa við mesta velmegun heimsbúa Finnland er það land í heiminum þar sem íbúarnir búa við mesta velmegun. Ekki bara í efnahagslegum skilningi heldur einnig hvað varðar lýðræði og stjórnkerfi. Þetta kemur fram í nýjum lista frá Legatum Prosperity Index sem birtur verður í þessari viku. Viðskipti erlent 26.10.2009 09:26
Lánshæfismat Rússlands orðið svipað og Íslands Lánshæfismat Rússlands er nú á svipuðum slóðum og Íslands, það er skammt frá svokölluðum „rusl-flokki." Þetta kemur hinsvegar ekki í veg fyrir gríðarlegan áhuga á ríkisskuldabréfaútboði upp á 18 milljarða dollara sem rússnesk stjórnvöld áforma á næsta ári. Viðskipti erlent 26.10.2009 08:43
Rannsaka ásakanir um peningaþvætti Þeir sem rannsaka bankahrunið skoða nú á nýjan leik hvort ásakanir um að íslensku bankarnir hafi tengst peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Times. Viðskipti erlent 25.10.2009 09:54