Viðskipti erlent Dýrasti hundur sögunnar keyptur á 70 milljónir Hundur af tíbetsku kyni með nafnið Yangtze Fljótið Númer Tvö hefur verið seldur konu í Shaanxi héraði í Kína fyrir rúmar 70 milljónir kr. Er hann því dýrasti hundur sögunnar. Viðskipti erlent 11.9.2009 11:31 Auðugustu Danirnir hafa tapað 4.000 milljörðum Fimmtíu auðugustu fjölskyldur og einstaklingar í Danmörku hafa tapað tæpum 170 milljörðum danskra kr. eða um 4.000 milljörðum kr. á einu ári. Verst hefur árið verið fyrir Mærsk fjölskylduna sem hefur tapað hátt í þriðjungi heildarupphæðarinnar. Viðskipti erlent 11.9.2009 09:08 Klámhundur selur svikin kreditkort á netinu Vefsíðan MitMaster í Danmörku býður upp á Mastercard kreditkort með heimild upp á 600.000 kr. og þarf aðeins að greiða rúmar 20.000 kr. fyrir herlegheitin. En síðan er svik og þekktir svikahrappar standa á bakvið hana, þar á meðal klámmyndaframleiðandi sem áður hefur komist í sviðsljós danskra fjölmiðla. Viðskipti erlent 10.9.2009 15:32 Viðskiptafélagi Exista í lögreglurannsókn á Bretlandi Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á Bretlandi (Serious Fraud Office) hefur hafið rannsókn á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista tæplega 30% hlut saman í JJB Sports. Viðskipti erlent 10.9.2009 14:24 Atvinnurekendur í Evrópu aðeins hóflega bjartsýnir Þrátt fyrir að vísbendingar séu farnar að sjást í Evrópu um að kreppunni þar kunni brátt að ljúka eru evrópskir atvinnurekendur aðeins hóflega bjartsýnir á framtíðina. Áætlað er að efnahagur landa ESB dragist saman að meðaltali um 3,9% á þessu ári og hagvöxtur verði aðeins 0,7% á því næsta. Viðskipti erlent 10.9.2009 11:59 Danskir bankamenn aðstoða skuldsetta í sjálfboðavinnu Danskir bankamenn munu aðstoða skuldsetta Dani við að koma skikki á fjármál sín í sjálfboðavinnu og viðkomandi að kostnaðarlausu. Verkefni þetta fer af stað um miðjan þennan mánuð og munu 36 starfandi bankamenn standa að ráðgjöfinni í þremur borgum Danmerkur. Viðskipti erlent 10.9.2009 10:17 Þúsundir Dana á höggstokknum vegna skulda Fjöldi þeirra Dana sem lendir í vanskilum með lánin sín vex hröðum skrefum og samkvæmt könnun munu um 150.000 Daanir verða komnir á vanskilaskrá fyrir áramótin. Í augnablikinu eru þeir um 125.000. Viðskipti erlent 10.9.2009 08:44 House of Fraser skilar góðum hagnaði Tískuvöruverslunarkeðjan House of Fraser skilaði góðum hagnaði á fyrri helmingi ársins eða 16% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Þá hefur keðjan náð að minnka skuldir sínar á tímabilinu um 21 milljón punda eða ríflega 4 milljarða kr. Viðskipti erlent 9.9.2009 15:51 T-Rex eðlan Samson sett á uppboð Reiknað er með að beinagrind af Tyrannosaurus Rex eðlu muni fara á tæpar 5 milljónir dollara eða rúmlega 600 milljónir kr. á uppboði í Las Vegas í næsta mánuði. Viðskipti erlent 9.9.2009 14:06 Kínverjar hafa áhyggjur af peningaprentun vestan hafs Kínverjar hafa miklar áhyggjur af peningaprentun Bandaríkjamanna. Sameinuðu þjóðirnar telja að draga verði úr vægi Bandaríkjadals í heimsviðskiptunum. Viðskipti erlent 9.9.2009 12:22 Danskir bankar fyrir utan FIH fá högg frá Moody's Lánshæfisfyrirtækið Moody' s lækkaði lánshæfiseinkunnir og mat á fjárhagslegum styrk til lengri tíma hjá fjölda af dönskum bönkum í morgun. Athygli vekur að FIH bankinn, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, heldur sinni einkunn í Baa3 með stöðugum langtímahorfum. Viðskipti erlent 9.9.2009 08:38 Hlutir í Royal Unibrew hækka um 500% frá botnverðinu Hlutir í dönsku bruggverðsmiðjunum Royal Unibrew hafa hækkað um tæp 500% frá því að botninum á verðinu var náð í mars s.l. Þeir eiga þó töluvert í land með að ná hámarkinu um mitt ár 2007 þegar hluturinn komst í 785 kr. danskar. Viðskipti erlent 8.9.2009 13:36 Ein fegursta ofursnekkja heims er til sölu Hin rúmlega 100 metra langa ofursnekkja Corsair Nero er án efa ein sú fegursta í heimi. Hún er núna til sölu og verðmiðinn hljóðar upp á 105 milljónir dollara eða rúmlega 13 milljarða kr. Viðskipti erlent 8.9.2009 13:14 KPMG hættir störfum fyrir dótturfélag Baugs í Danmörku Endurskoðendafyrirtækið KPMG hefur hætt störfum fyrir BG Denmark, dótturfélag Baugs þar í landi, skömmu áður en birta á ársreikninga félagsins. Viðskiptablaðið Börsen greinir frá þessu í dag og segir jafnframt að þetta dótturfélag geti orðið bitbein í uppgjörinu á þrotabúi Baugs. Viðskipti erlent 8.9.2009 08:50 Viðskipti með Össur hf. tæpar 50 milljónir í Kaupmannahöfn Viðskipti með hluti í Össur hf. í kauphöllinni í Kaupmannahöfn náðu tæpum 50 milljónum kr. í dag frá því að viðskiptin hófust s.l. föstudag. Viðskipti erlent 7.9.2009 15:09 Nú er hægt að kaupa sér vini á Facebook Markaðsfyrirtæki í Astralíu býður nú viðskiptavinum sínum upp á þann mörguleika að kaupa sér vini á Facebook. Stjórnendur þessarar vinsælu netsíðu líta uppátækið með hornauga. Viðskipti erlent 7.9.2009 14:45 Bankastjóri FIH: 50 danskir bankar hverfa á 2 árum Henrik Sjøgreen bankastjóri FIH bankans í Danmörku segir að reikna megi með að 50 bankar hverfi sem sjálfstæðar stofnanir á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í viðtali við Sjøgreen í Ökonomisk Ugebrev. Viðskipti erlent 7.9.2009 12:23 Aðeins lítill hluti Pólverja snýr heim þrátt fyrir kreppu Aðeins lítill hluti þeirra Pólverja sem á síðustu árum hafa freistað gæfunnar í vinnu á evrópska efnahagssvæðinu hafa snúið heim það sem af er ári þrátt fyrir aukið atvinnuleysi í flestum löndum Evrópu. Viðskipti erlent 7.9.2009 10:59 Cadbury hafnar risatilboði frá Kraft Breski sælgætisframleiðandinn Cadbury hefur hafnað risavöxnu yfirtilboði bandaríska matvælarisans Kraft. Kraft var tilbúið að leggja 10,2 milljarða punda eða vel yfir 2000 milljarða kr. á borðið en stjórn Cadbury sagði nei takk. Viðskipti erlent 7.9.2009 10:32 Stórt tap á Nýja Sjálandi vegna hruns íslensku bankanna Það fer að verða vandfundið land í heiminum sem ekki hefur orðið fyrir barðinu á hruni íslensku bankanna s.l. haust. Nú er ljóst að um 1.600 aðilar sem fjárfestu í Credit Sails á Nýja Sjálandi hafa tapað yfir 90 milljónum dollara eða um 11,5 milljörðum kr. Tapið má að mestu rekja til íslensku bankanna. Viðskipti erlent 7.9.2009 09:06 Þriðja hvert hótel í Danmörku í gjaldþrotshættu Þriðja hvert hótel í Danmörku er nú í hættu á að verða gjaldþrota á næstu árum. Þetta kemur fram í greiningu hjá greiðslumatsfyrirtækinu Solidietet sem fyrirtækið vann fyrir blaðið Berlingske Tidende. Viðskipti erlent 7.9.2009 08:43 Evrópuleiðtogar vilja reglur gegn risabónusum í bönkunum Leiðtogar Evrópubandalagsins vilja setja nýjar og strangari reglur til að draga úr risabónusgreiðslum til starfsmanna bankanna innan ESB og víðar. Þau Angela Merkel kanslari Þýsklands, Nicolas Sarkozy forseti Frakkalands og Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands standa saman um alþjóðlegar aðgerðir sem eiga að minnka þessar greiðslur. Viðskipti erlent 4.9.2009 13:37 Víða erlendis meiri samdráttur en í íslenska hagkerfinu Í þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem heimurinn hefur verið að takast á við undanfarið hafa ýmis önnur hagkerfi verið að dragast mun meira saman en hið íslenska. Má nefna að í Litháen var samdrátturinn 20,4% á öðrum ársfjórðungi þessa árs og 18,2% í Lettlandi. Viðskipti erlent 4.9.2009 11:11 Kínverjar kaupa nú mest af lúxusvörum í London Auðugir Kínverjar eru í auknum mæli að koma í staðinn fyrir Rússa og Araba sem mestu viðskiptavinir og lúxus- og merkjavörum í fínustu verslunarhverfum London. Það er einkum veiking pundsins gagnvart yuan sen veldur þessu kaupæði meðal Kínverjanna. Viðskipti erlent 4.9.2009 10:48 Hátt heimsmarkaðsverð á gulli veldur áhyggjum Heimsmarkaðsverð á gulli er nú að ná því hámarki sem það náði í fyrra um það bil sem efnahagur heimsins hrundi. Verðið er nú rétt við 1.000 dollara fyrir únsuna og náði raunar 997,2 dollurum um tíma á markaðinum síðdegis í gær. Viðskipti erlent 4.9.2009 08:58 Íslensk brunaútsala markar botninn á danska fasteignamarkaðinum Þetta er fyrirsögn á grein í danska viðskiptablaðinu Börsen í dag um hinn aðþrengda fasteignamarkað í Danmörku. Nú eru hinsvegar teikn á lofti um að botninum á þeim markaði sé náð og uppsveiflan hefjist á ný með sölu eignasafns Atlas Ejendomme sem var í eigu Landic Property þegar það félag komst í þrot fyrr í ár. Viðskipti erlent 4.9.2009 08:20 Hún tapaði 525 milljörðum í kreppunni Þýskur milljarðamæringur hefur tapað öllum auðæfum sínum á fjármálakreppunni, samtals 525 milljörðum kr. Sú sem hér um ræðir er hin 65 ára gamla Madeleine Schickedanz, erfingi Quelle og stór hluthafi í Karstadt-keðjunni. Viðskipti erlent 3.9.2009 14:30 OECD bjartsýnna á horfur í stærstu hagkerfunum OECD er í nýrri spá öllu bjartsýnna á hagþróun stærstu hagkerfa heims það sem eftir lifir árs en stofnunin var í síðustu spá sinni í júní síðastliðnum. Sér í lagi telur hún að samdráttur í Japan og stærstu löndum evrusvæðis verði minni en áður var talið. Viðskipti erlent 3.9.2009 12:11 Gjaldeyrir flæðir til Dana, varasjóðurinn yfir 9.000 milljarðar Gjaldeyrir streymir inn til Danmerkur þessa daganna og segir í dönskum fjölmiðlum að seðlabanki landsins þyrfi að stækka gjaldeyrisforðageymslur sínar af þessum sökum. Gjaldeyrisvarasjóður Danmerkur hefur aldrei verið meiri, nemur nú rúmlega 374 milljörðum danskra kr. eða yfir 9.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 3.9.2009 09:32 West Ham tapaði 7,7 milljörðum í fyrra Enska útvalsdeildarliðið West Ham tapaði 37 milljónum punda eða 7,7 milljörðum kr. Í fyrra. Ársuppgjörið er áfall fyrir liðið og segir Nick Igoe fjármálasstjóri liðsins að viðskiptastefna hinna íslensku eigenda West Ham hafi reynst…”gölluð í grundvallaratriðum”. Viðskipti erlent 3.9.2009 08:39 « ‹ 291 292 293 294 295 296 297 298 299 … 334 ›
Dýrasti hundur sögunnar keyptur á 70 milljónir Hundur af tíbetsku kyni með nafnið Yangtze Fljótið Númer Tvö hefur verið seldur konu í Shaanxi héraði í Kína fyrir rúmar 70 milljónir kr. Er hann því dýrasti hundur sögunnar. Viðskipti erlent 11.9.2009 11:31
Auðugustu Danirnir hafa tapað 4.000 milljörðum Fimmtíu auðugustu fjölskyldur og einstaklingar í Danmörku hafa tapað tæpum 170 milljörðum danskra kr. eða um 4.000 milljörðum kr. á einu ári. Verst hefur árið verið fyrir Mærsk fjölskylduna sem hefur tapað hátt í þriðjungi heildarupphæðarinnar. Viðskipti erlent 11.9.2009 09:08
Klámhundur selur svikin kreditkort á netinu Vefsíðan MitMaster í Danmörku býður upp á Mastercard kreditkort með heimild upp á 600.000 kr. og þarf aðeins að greiða rúmar 20.000 kr. fyrir herlegheitin. En síðan er svik og þekktir svikahrappar standa á bakvið hana, þar á meðal klámmyndaframleiðandi sem áður hefur komist í sviðsljós danskra fjölmiðla. Viðskipti erlent 10.9.2009 15:32
Viðskiptafélagi Exista í lögreglurannsókn á Bretlandi Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á Bretlandi (Serious Fraud Office) hefur hafið rannsókn á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista tæplega 30% hlut saman í JJB Sports. Viðskipti erlent 10.9.2009 14:24
Atvinnurekendur í Evrópu aðeins hóflega bjartsýnir Þrátt fyrir að vísbendingar séu farnar að sjást í Evrópu um að kreppunni þar kunni brátt að ljúka eru evrópskir atvinnurekendur aðeins hóflega bjartsýnir á framtíðina. Áætlað er að efnahagur landa ESB dragist saman að meðaltali um 3,9% á þessu ári og hagvöxtur verði aðeins 0,7% á því næsta. Viðskipti erlent 10.9.2009 11:59
Danskir bankamenn aðstoða skuldsetta í sjálfboðavinnu Danskir bankamenn munu aðstoða skuldsetta Dani við að koma skikki á fjármál sín í sjálfboðavinnu og viðkomandi að kostnaðarlausu. Verkefni þetta fer af stað um miðjan þennan mánuð og munu 36 starfandi bankamenn standa að ráðgjöfinni í þremur borgum Danmerkur. Viðskipti erlent 10.9.2009 10:17
Þúsundir Dana á höggstokknum vegna skulda Fjöldi þeirra Dana sem lendir í vanskilum með lánin sín vex hröðum skrefum og samkvæmt könnun munu um 150.000 Daanir verða komnir á vanskilaskrá fyrir áramótin. Í augnablikinu eru þeir um 125.000. Viðskipti erlent 10.9.2009 08:44
House of Fraser skilar góðum hagnaði Tískuvöruverslunarkeðjan House of Fraser skilaði góðum hagnaði á fyrri helmingi ársins eða 16% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Þá hefur keðjan náð að minnka skuldir sínar á tímabilinu um 21 milljón punda eða ríflega 4 milljarða kr. Viðskipti erlent 9.9.2009 15:51
T-Rex eðlan Samson sett á uppboð Reiknað er með að beinagrind af Tyrannosaurus Rex eðlu muni fara á tæpar 5 milljónir dollara eða rúmlega 600 milljónir kr. á uppboði í Las Vegas í næsta mánuði. Viðskipti erlent 9.9.2009 14:06
Kínverjar hafa áhyggjur af peningaprentun vestan hafs Kínverjar hafa miklar áhyggjur af peningaprentun Bandaríkjamanna. Sameinuðu þjóðirnar telja að draga verði úr vægi Bandaríkjadals í heimsviðskiptunum. Viðskipti erlent 9.9.2009 12:22
Danskir bankar fyrir utan FIH fá högg frá Moody's Lánshæfisfyrirtækið Moody' s lækkaði lánshæfiseinkunnir og mat á fjárhagslegum styrk til lengri tíma hjá fjölda af dönskum bönkum í morgun. Athygli vekur að FIH bankinn, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, heldur sinni einkunn í Baa3 með stöðugum langtímahorfum. Viðskipti erlent 9.9.2009 08:38
Hlutir í Royal Unibrew hækka um 500% frá botnverðinu Hlutir í dönsku bruggverðsmiðjunum Royal Unibrew hafa hækkað um tæp 500% frá því að botninum á verðinu var náð í mars s.l. Þeir eiga þó töluvert í land með að ná hámarkinu um mitt ár 2007 þegar hluturinn komst í 785 kr. danskar. Viðskipti erlent 8.9.2009 13:36
Ein fegursta ofursnekkja heims er til sölu Hin rúmlega 100 metra langa ofursnekkja Corsair Nero er án efa ein sú fegursta í heimi. Hún er núna til sölu og verðmiðinn hljóðar upp á 105 milljónir dollara eða rúmlega 13 milljarða kr. Viðskipti erlent 8.9.2009 13:14
KPMG hættir störfum fyrir dótturfélag Baugs í Danmörku Endurskoðendafyrirtækið KPMG hefur hætt störfum fyrir BG Denmark, dótturfélag Baugs þar í landi, skömmu áður en birta á ársreikninga félagsins. Viðskiptablaðið Börsen greinir frá þessu í dag og segir jafnframt að þetta dótturfélag geti orðið bitbein í uppgjörinu á þrotabúi Baugs. Viðskipti erlent 8.9.2009 08:50
Viðskipti með Össur hf. tæpar 50 milljónir í Kaupmannahöfn Viðskipti með hluti í Össur hf. í kauphöllinni í Kaupmannahöfn náðu tæpum 50 milljónum kr. í dag frá því að viðskiptin hófust s.l. föstudag. Viðskipti erlent 7.9.2009 15:09
Nú er hægt að kaupa sér vini á Facebook Markaðsfyrirtæki í Astralíu býður nú viðskiptavinum sínum upp á þann mörguleika að kaupa sér vini á Facebook. Stjórnendur þessarar vinsælu netsíðu líta uppátækið með hornauga. Viðskipti erlent 7.9.2009 14:45
Bankastjóri FIH: 50 danskir bankar hverfa á 2 árum Henrik Sjøgreen bankastjóri FIH bankans í Danmörku segir að reikna megi með að 50 bankar hverfi sem sjálfstæðar stofnanir á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í viðtali við Sjøgreen í Ökonomisk Ugebrev. Viðskipti erlent 7.9.2009 12:23
Aðeins lítill hluti Pólverja snýr heim þrátt fyrir kreppu Aðeins lítill hluti þeirra Pólverja sem á síðustu árum hafa freistað gæfunnar í vinnu á evrópska efnahagssvæðinu hafa snúið heim það sem af er ári þrátt fyrir aukið atvinnuleysi í flestum löndum Evrópu. Viðskipti erlent 7.9.2009 10:59
Cadbury hafnar risatilboði frá Kraft Breski sælgætisframleiðandinn Cadbury hefur hafnað risavöxnu yfirtilboði bandaríska matvælarisans Kraft. Kraft var tilbúið að leggja 10,2 milljarða punda eða vel yfir 2000 milljarða kr. á borðið en stjórn Cadbury sagði nei takk. Viðskipti erlent 7.9.2009 10:32
Stórt tap á Nýja Sjálandi vegna hruns íslensku bankanna Það fer að verða vandfundið land í heiminum sem ekki hefur orðið fyrir barðinu á hruni íslensku bankanna s.l. haust. Nú er ljóst að um 1.600 aðilar sem fjárfestu í Credit Sails á Nýja Sjálandi hafa tapað yfir 90 milljónum dollara eða um 11,5 milljörðum kr. Tapið má að mestu rekja til íslensku bankanna. Viðskipti erlent 7.9.2009 09:06
Þriðja hvert hótel í Danmörku í gjaldþrotshættu Þriðja hvert hótel í Danmörku er nú í hættu á að verða gjaldþrota á næstu árum. Þetta kemur fram í greiningu hjá greiðslumatsfyrirtækinu Solidietet sem fyrirtækið vann fyrir blaðið Berlingske Tidende. Viðskipti erlent 7.9.2009 08:43
Evrópuleiðtogar vilja reglur gegn risabónusum í bönkunum Leiðtogar Evrópubandalagsins vilja setja nýjar og strangari reglur til að draga úr risabónusgreiðslum til starfsmanna bankanna innan ESB og víðar. Þau Angela Merkel kanslari Þýsklands, Nicolas Sarkozy forseti Frakkalands og Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands standa saman um alþjóðlegar aðgerðir sem eiga að minnka þessar greiðslur. Viðskipti erlent 4.9.2009 13:37
Víða erlendis meiri samdráttur en í íslenska hagkerfinu Í þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem heimurinn hefur verið að takast á við undanfarið hafa ýmis önnur hagkerfi verið að dragast mun meira saman en hið íslenska. Má nefna að í Litháen var samdrátturinn 20,4% á öðrum ársfjórðungi þessa árs og 18,2% í Lettlandi. Viðskipti erlent 4.9.2009 11:11
Kínverjar kaupa nú mest af lúxusvörum í London Auðugir Kínverjar eru í auknum mæli að koma í staðinn fyrir Rússa og Araba sem mestu viðskiptavinir og lúxus- og merkjavörum í fínustu verslunarhverfum London. Það er einkum veiking pundsins gagnvart yuan sen veldur þessu kaupæði meðal Kínverjanna. Viðskipti erlent 4.9.2009 10:48
Hátt heimsmarkaðsverð á gulli veldur áhyggjum Heimsmarkaðsverð á gulli er nú að ná því hámarki sem það náði í fyrra um það bil sem efnahagur heimsins hrundi. Verðið er nú rétt við 1.000 dollara fyrir únsuna og náði raunar 997,2 dollurum um tíma á markaðinum síðdegis í gær. Viðskipti erlent 4.9.2009 08:58
Íslensk brunaútsala markar botninn á danska fasteignamarkaðinum Þetta er fyrirsögn á grein í danska viðskiptablaðinu Börsen í dag um hinn aðþrengda fasteignamarkað í Danmörku. Nú eru hinsvegar teikn á lofti um að botninum á þeim markaði sé náð og uppsveiflan hefjist á ný með sölu eignasafns Atlas Ejendomme sem var í eigu Landic Property þegar það félag komst í þrot fyrr í ár. Viðskipti erlent 4.9.2009 08:20
Hún tapaði 525 milljörðum í kreppunni Þýskur milljarðamæringur hefur tapað öllum auðæfum sínum á fjármálakreppunni, samtals 525 milljörðum kr. Sú sem hér um ræðir er hin 65 ára gamla Madeleine Schickedanz, erfingi Quelle og stór hluthafi í Karstadt-keðjunni. Viðskipti erlent 3.9.2009 14:30
OECD bjartsýnna á horfur í stærstu hagkerfunum OECD er í nýrri spá öllu bjartsýnna á hagþróun stærstu hagkerfa heims það sem eftir lifir árs en stofnunin var í síðustu spá sinni í júní síðastliðnum. Sér í lagi telur hún að samdráttur í Japan og stærstu löndum evrusvæðis verði minni en áður var talið. Viðskipti erlent 3.9.2009 12:11
Gjaldeyrir flæðir til Dana, varasjóðurinn yfir 9.000 milljarðar Gjaldeyrir streymir inn til Danmerkur þessa daganna og segir í dönskum fjölmiðlum að seðlabanki landsins þyrfi að stækka gjaldeyrisforðageymslur sínar af þessum sökum. Gjaldeyrisvarasjóður Danmerkur hefur aldrei verið meiri, nemur nú rúmlega 374 milljörðum danskra kr. eða yfir 9.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 3.9.2009 09:32
West Ham tapaði 7,7 milljörðum í fyrra Enska útvalsdeildarliðið West Ham tapaði 37 milljónum punda eða 7,7 milljörðum kr. Í fyrra. Ársuppgjörið er áfall fyrir liðið og segir Nick Igoe fjármálasstjóri liðsins að viðskiptastefna hinna íslensku eigenda West Ham hafi reynst…”gölluð í grundvallaratriðum”. Viðskipti erlent 3.9.2009 08:39