Viðskipti innlent

Lítið sem ekkert svigrúm til hækkana

Svigrúm flestra ferðaþjónustufyrirtækja til launahækkana er lítið sem ekkert og geta óábyrgir kjarasamningar haft mjög alvarleg áhrif á rekstrarforsendur þeirra. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Viðskipti innlent

Ólafur Jóhann reiknar ekki með fleiri stórum fjölmiðlasamrunum

Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner segist ekki reikna með frekari samrunum á milli stórra fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja á næstunni eftir stórar sameiningar sem hafa gengið í gegn á síðustu mánuðum. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner fyrr á þessu ári en er enn búsettur vestanhafs.

Viðskipti innlent

Sala CCP viðurkenning fyrir íslenskt hugvit

Álitsgjafar Markaðarins segja söluna á CCP til Pearl Abyss fela í sér viðurkenningu á því uppbyggingarstarfi sem hafi verið unnið innan fyrirtækisins. Salan sé engin tilviljun. Um er að ræða stærstu sölu á íslensku tæknifyrirtæki frá upphafi.

Viðskipti innlent

2018 versta árið á mörkuðum í áratug

Þúsundir milljarða dala gufuðu upp á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum á árinu. Heimsvísitala hlutabréfa féll í fyrsta sinn í áratug um tveggja stafa prósentutölu. Ríkisskuldabréf lækkuðu víðast hvar í verði. Fjárfestar óttast verðhækkanir á næsta ári.

Viðskipti innlent

Uppsagnir og sala á rútum hjá Gray Line vegna samdráttar í ferðaþjónustu

Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, hefur ráðist í endurskipulagningu á rekstri á síðustu mánuðum með því að fækka starfsmönnum um þrjátíu og tvo og selja átta rútur. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu því kaupmáttur erlendra ferðamanna á Íslandi hafi minnkað vegna styrkingar íslensku krónunnar.

Viðskipti innlent

Verðhrun á olíu lengi að skila sér til neytenda

Olíuverð hefur hrunið að undanförnu og stendur tunnan af Brent-hráolíu núna í 55 dollurum. Verðið hefur lækkað um 35 prósent frá því í byrjun október þegar tunnan kostaði 85 dollara. Að sögn séfræðings hjá Íslandsbanka tekur dálítinn tíma fyrir lækkunina að skila sér í lægra bensínverði hjá neytendum.

Viðskipti innlent

Vísað frá dómi

Hæstiréttur staðfesti í gær að vísa frá máli Gísla Reynissonar, eins fjórmenninganna sem ákærðir voru í Aserta-málinu svonefnda, gegn ríkissaksóknara.

Viðskipti innlent