Stundin hagnaðist um tíu milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2019 10:01 Útgáfufélagið Stundin ehf. hagnaðist um rúmlega tíu milljónir króna á árinu 2018. Það er aukning um fjórar milljónir frá árinu 2017. Þá var ný stjórn kjörin á aðalfundi útgáfufélagsins. Í tilkynningu frá Stundinni segir að afkoman sé í samræmi við markmið félagsins að forðast hallarekstur og skuldsetningu til að viðhalda sjálfstæði ritstjórnar. „Helsta markmið félagsins er starfræksla óháðrar fjölmiðlaritstjórnar og forsenda þess er sjálfbær rekstur. Í því skyni verður haldið áfram að leggja höfuðáherslu á rekstur án halla eða skuldsetningar og mun umfang starfseminnar helst stýrast af stuðningi almennings með kaupum á áskrift,“ segir í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi Stundarinnar.Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, stærstu eigendur og ritstjórar Stundarinnar.Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og annar ritstjóra hennar, segir að meirihluti tekna Stundarinnar sé vegna áskrifta. „Við erum þakklát fyrir að stærsti hluti rekstrartekna Stundarinnar spretti frá almennum borgurum sem hafa kosið að gerast áskrifendur. Þetta tryggir að rekstrarlegir hagsmunir Stundarinnar eru sem mest í samhengi við hagsmuni almennings.“ Stundin er í dreifðu eignarhaldi og eru stærstu eigendur ritstjórarnir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, vefhönnuðurinn Jón Ingi Stefánsson, sölustjórinn Heiða B. Heiðarsdóttir, fyrrverandi ritstjórinn Reynir Traustason og svo Snæbjörn Björnsson Birnir og Höskuldur Höskuldsson, með rúmlega 12 prósenta hlut hvert. Í fráfarandi stjórn sátu Heiða B. Heiðarsdóttir, Jón Ingi Stefánsson og Reynir Traustason. Ný stjórn er skipuð tveimur af eigendum, sem þó eru ekki starfsmenn félagsins, og svo óháðum stjórnarformanni. Nýr stjórnarformaður, Elín G. Ragnarsdóttir, hefur meðal annars rekið bókaútgáfu og stýrt fjölmiðlafyrirtæki. Stjórnarmaðurinn Höskuldur Höskuldsson hefur á undanförnum árum rekið innflutningsfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. Stjórnarmaðurinn Egill Sigurðarson er stærðfræðingur og forritari, búsettur í London, menntaður frá Háskólanum í Reykjavík og Oxford-háskóla. Fjölmiðlar Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Útgáfufélagið Stundin ehf. hagnaðist um rúmlega tíu milljónir króna á árinu 2018. Það er aukning um fjórar milljónir frá árinu 2017. Þá var ný stjórn kjörin á aðalfundi útgáfufélagsins. Í tilkynningu frá Stundinni segir að afkoman sé í samræmi við markmið félagsins að forðast hallarekstur og skuldsetningu til að viðhalda sjálfstæði ritstjórnar. „Helsta markmið félagsins er starfræksla óháðrar fjölmiðlaritstjórnar og forsenda þess er sjálfbær rekstur. Í því skyni verður haldið áfram að leggja höfuðáherslu á rekstur án halla eða skuldsetningar og mun umfang starfseminnar helst stýrast af stuðningi almennings með kaupum á áskrift,“ segir í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi Stundarinnar.Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, stærstu eigendur og ritstjórar Stundarinnar.Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og annar ritstjóra hennar, segir að meirihluti tekna Stundarinnar sé vegna áskrifta. „Við erum þakklát fyrir að stærsti hluti rekstrartekna Stundarinnar spretti frá almennum borgurum sem hafa kosið að gerast áskrifendur. Þetta tryggir að rekstrarlegir hagsmunir Stundarinnar eru sem mest í samhengi við hagsmuni almennings.“ Stundin er í dreifðu eignarhaldi og eru stærstu eigendur ritstjórarnir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, vefhönnuðurinn Jón Ingi Stefánsson, sölustjórinn Heiða B. Heiðarsdóttir, fyrrverandi ritstjórinn Reynir Traustason og svo Snæbjörn Björnsson Birnir og Höskuldur Höskuldsson, með rúmlega 12 prósenta hlut hvert. Í fráfarandi stjórn sátu Heiða B. Heiðarsdóttir, Jón Ingi Stefánsson og Reynir Traustason. Ný stjórn er skipuð tveimur af eigendum, sem þó eru ekki starfsmenn félagsins, og svo óháðum stjórnarformanni. Nýr stjórnarformaður, Elín G. Ragnarsdóttir, hefur meðal annars rekið bókaútgáfu og stýrt fjölmiðlafyrirtæki. Stjórnarmaðurinn Höskuldur Höskuldsson hefur á undanförnum árum rekið innflutningsfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. Stjórnarmaðurinn Egill Sigurðarson er stærðfræðingur og forritari, búsettur í London, menntaður frá Háskólanum í Reykjavík og Oxford-háskóla.
Fjölmiðlar Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira