Viðskipti Vöruviðskipti óhagstæð um 23,3 milljarða í ágúst Fluttar voru vörur út fyrir 94 milljarða króna í ágúst og inn fyrir 117,3 milljarða króna. Vöruviðskipti Íslendinga voru því óhagstæð um 23,3 milljarða króna. Viðskipti innlent 7.9.2022 10:21 Ráðin nýr verkefnastjóri barnamenningar í Hörpu Ingibjörg Fríða Helgadóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri barnamenningar í Hörpu og mun stýra barna- og fjölskyldudagskrá Hljóðhimna, nýs upplifunarrýmis fyrir börn í Hörpu. Viðskipti innlent 7.9.2022 10:09 Júlía tekur við stöðunni af Margréti hjá Ölgerðinni Júlía Eyfjörð Jónsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Ölgerðarinnar. Viðskipti innlent 7.9.2022 09:24 Lilja kynnti Ísland fyrir Netflix Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix í Los Angeles í Bandaríkjunum á dögunum. Viðskipti innlent 7.9.2022 09:04 Gísli nýr framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabankans Gísli Óttarsson hefur tímabundið tekið við stöðu framkvæmdastjóra bankasviðs Seðlabanka Íslands. Hann tekur við stöðunni af Elmari Ásbjörnssyni sem hefur sagt starfi sínu lausu. Viðskipti innlent 7.9.2022 08:44 „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær“ „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær og hélt að öll fyrirtæki Íslands biðu spennt eftir að fá mig heim. En það varð ekki alveg raunin,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg í léttum dúr. Atvinnulíf 7.9.2022 08:00 Margrét hættir hjá Ölgerðinni Margrét Arnardóttir hefur óskað að láta af störfum sem framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Ölgerðarinnar og samið um starfslok sín. Viðskipti innlent 7.9.2022 07:48 Fjámagnsinnspýting til Truth Social á bið Samfélagsmiðill fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, Truth social, virðist vera í vanda staddur en fjárfesting upp á marga milljarða hafi ekki skilað sér vegna rannsóknar á henni. Áform um að færa móðurfélag Truth Social, Trump Media and Technology Group á opinberan markað séu því í hættu. Viðskipti erlent 6.9.2022 21:35 Gera ráð fyrir 6,2 milljónum í gegnum flugvöllinn á árinu Gert er ráð fyrir því að 6,2 milljónir farþega fari í gegnum Keflavíkurflugvöll í ár. Það er um hálfri milljón fleiri farþegar en farþegaspá Isavia frá því í maí gerði ráð fyrir. Viðskipti innlent 6.9.2022 16:27 Rúmlega hálf milljón farþega ferðaðist með Icelandair í ágúst Alls flutti Icelandair 514 þúsund farþega í ágústmánuði en sætanýting var 89 prósent. Farþegafjöldinn tæplega tvöfaldaðist en í ágúst í fyrra voru þeir 264 þúsund talsins. Viðskipti innlent 6.9.2022 16:09 Fyrsta borgin til að banna kjötauglýsingar Borgin Haarlem í Hollandi hefur ákveðið að bannað auglýsingar á kjötvörum í almannarýmum. Borgin er sú fyrsta í heiminum til að banna auglýsingarnar. Viðskipti erlent 6.9.2022 15:05 Til marks um hve mikilvægt Iceland-málið er talið vera Það að fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hlýði á munnlegan málflutning í deilu íslenskra yfirvaldra og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er talið til marks um hversu mikilvægt málið er talið vera. Vonast er til þess að niðurstaðan verði fordæmisgefandi. Viðskipti innlent 6.9.2022 14:15 Munu kynna verkefnin á fjárfestadegi StartUp SuperNova Tíu teymi sem þátt hafa tekið í viðskiptahraðli Startup SuperNova munu kynna verkefni sín á sérstökum fjárfestadegi næstkomandi föstudag. Viðskiptahraðalinn stendur yfir í fimm vikur og er markmiðið að hraða framgangi þeirra fyrirtækja sem taka þátt og gera þau fjárfestingarhæf að hraðlinum loknum. Viðskipti innlent 6.9.2022 12:28 Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. Viðskipti innlent 6.9.2022 11:02 Sigríður Júlía nýr kennslustjóri Lýðskólans á Flateyri Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur verið ráðin kennslustjóri Lýðskólans á Flateyri en hún er jafnframt forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Viðskipti innlent 6.9.2022 08:21 Hvorki laun né kjarasamningar hjá stafrænu vinnuafli Það eru hvorki laun né kjarasamningar sem þarf að huga að hjá stafrænu vinnuafli. Því já, þið lásuð rétt: Stafrænt vinnuafl er orðið að veruleika. Atvinnulíf 6.9.2022 07:00 Búast þurfi við sveiflum á eldsneytisverði eftir miklar lækkanir: „Það þarf ekki mikið til að breyta verðinu umtalsvert“ Bensínverð hefur lækkað hratt hér á landi undanfarna mánuði en lítið svigrúm er til frekari lækkana að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Lítið þurfi til að verð breytist umtalsvert og ólíklegt að tímabil óvissu renni sitt skeið í bráð. Orkukreppa í Evrópu og stríðið í Úkraínu spili áfram hlutverk og ómögulegt að segja til um hvenær verðþróun fer aftur í eðlilegt horf. Viðskipti innlent 5.9.2022 21:33 Ljósleiðarinn kaupir stofnnet Sýnar á þrjá milljarða króna Sýn og Ljósleiðarinn undirrituðu í dag samkomulag einkaviðræður og helstu skilmála samninga sem lúta annars vegar að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans og hins vegar að þjónustusamningi milli aðila til tíu ára. Kaupverðið er þrír milljarðar króna. Viðskipti innlent 5.9.2022 19:37 Halda sínu striki og stefna á að leysa úr athugasemdum FDA Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech tilkynnti í dag um samskipti við Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, sem varða úttekt á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins í Reykjavík, í kjölfar leyfisumsóknar Alvotech fyrir líftæknilyfjahliðstæðuna AVT02. Viðskipti innlent 5.9.2022 16:35 Eiríkur nýr samskiptastjóri Hugverkastofunnar Eiríkur Sigurðsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Hann var áður forstöðumaður samskiptasviðs Háskólans í Reykjavík. Eiríkur tekur við stöðu samskiptastjóra af Jóni Gunnarssyni sem hefur hafið störf við Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) í Alicante. Viðskipti innlent 5.9.2022 15:54 Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. Viðskipti innlent 5.9.2022 11:27 Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn. Viðskipti innlent 5.9.2022 10:53 Ráðinn forstjóri Skaginn 3X og BAADER Ísland Sigsteinn Grétarsson hefur verið ráðinn í stöðu forstjóra Skaginn 3X og BAADER Ísland. Viðskipti innlent 5.9.2022 10:46 Skýrslan um söluna á Íslandsbanka á lokametrunum Skýrsla ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka, er væntanleg innan tíðar. Mikil eftirvænting ríkir innan sem utan þings vegna skýrslunnar. Viðskipti innlent 5.9.2022 10:42 Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. Viðskipti innlent 5.9.2022 09:55 „Og þá var hætt að vera gaman í afmælinu“ „Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ tilkynnti mér eitt sinn að ég ætti Íslandsmet í að vinna til verðlauna í flestum íþróttagreinum,“ segir Valgeir Magnússon athafnamaður, öðru nafni Valli sport. Atvinnulíf 4.9.2022 08:00 Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. Neytendur 3.9.2022 20:33 Gestur tekur við af Rúnari hjá PCC BakkiSilicon Gestur Pétursson, fyrrverandi forstjóri Veitna og Elkem, hefur verið ráðinn nýr forstjóri PCC BakkiSilicon. Hann tekur við starfinu af Rúnari Sigurpálssyni sem mun halda áfram störfum fyrir PCC samstæðuna og einbeita sér að þróunarverkefnum á Íslandi. Viðskipti innlent 2.9.2022 14:36 Guðrún ráðin forseti Gray Line Worldwide Guðrún Þórisdóttir, sölu- og markaðsstjóri Gray Line á Íslandi, hefur verið ráðin í starf forseta Gray Line Worldwide. Viðskipti innlent 2.9.2022 13:55 Engar hópuppsagnir í ágúst Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í núliðnum ágústmánuði. Viðskipti innlent 2.9.2022 12:48 « ‹ 166 167 168 169 170 171 172 173 174 … 334 ›
Vöruviðskipti óhagstæð um 23,3 milljarða í ágúst Fluttar voru vörur út fyrir 94 milljarða króna í ágúst og inn fyrir 117,3 milljarða króna. Vöruviðskipti Íslendinga voru því óhagstæð um 23,3 milljarða króna. Viðskipti innlent 7.9.2022 10:21
Ráðin nýr verkefnastjóri barnamenningar í Hörpu Ingibjörg Fríða Helgadóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri barnamenningar í Hörpu og mun stýra barna- og fjölskyldudagskrá Hljóðhimna, nýs upplifunarrýmis fyrir börn í Hörpu. Viðskipti innlent 7.9.2022 10:09
Júlía tekur við stöðunni af Margréti hjá Ölgerðinni Júlía Eyfjörð Jónsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Ölgerðarinnar. Viðskipti innlent 7.9.2022 09:24
Lilja kynnti Ísland fyrir Netflix Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix í Los Angeles í Bandaríkjunum á dögunum. Viðskipti innlent 7.9.2022 09:04
Gísli nýr framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabankans Gísli Óttarsson hefur tímabundið tekið við stöðu framkvæmdastjóra bankasviðs Seðlabanka Íslands. Hann tekur við stöðunni af Elmari Ásbjörnssyni sem hefur sagt starfi sínu lausu. Viðskipti innlent 7.9.2022 08:44
„Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær“ „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær og hélt að öll fyrirtæki Íslands biðu spennt eftir að fá mig heim. En það varð ekki alveg raunin,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg í léttum dúr. Atvinnulíf 7.9.2022 08:00
Margrét hættir hjá Ölgerðinni Margrét Arnardóttir hefur óskað að láta af störfum sem framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Ölgerðarinnar og samið um starfslok sín. Viðskipti innlent 7.9.2022 07:48
Fjámagnsinnspýting til Truth Social á bið Samfélagsmiðill fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, Truth social, virðist vera í vanda staddur en fjárfesting upp á marga milljarða hafi ekki skilað sér vegna rannsóknar á henni. Áform um að færa móðurfélag Truth Social, Trump Media and Technology Group á opinberan markað séu því í hættu. Viðskipti erlent 6.9.2022 21:35
Gera ráð fyrir 6,2 milljónum í gegnum flugvöllinn á árinu Gert er ráð fyrir því að 6,2 milljónir farþega fari í gegnum Keflavíkurflugvöll í ár. Það er um hálfri milljón fleiri farþegar en farþegaspá Isavia frá því í maí gerði ráð fyrir. Viðskipti innlent 6.9.2022 16:27
Rúmlega hálf milljón farþega ferðaðist með Icelandair í ágúst Alls flutti Icelandair 514 þúsund farþega í ágústmánuði en sætanýting var 89 prósent. Farþegafjöldinn tæplega tvöfaldaðist en í ágúst í fyrra voru þeir 264 þúsund talsins. Viðskipti innlent 6.9.2022 16:09
Fyrsta borgin til að banna kjötauglýsingar Borgin Haarlem í Hollandi hefur ákveðið að bannað auglýsingar á kjötvörum í almannarýmum. Borgin er sú fyrsta í heiminum til að banna auglýsingarnar. Viðskipti erlent 6.9.2022 15:05
Til marks um hve mikilvægt Iceland-málið er talið vera Það að fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hlýði á munnlegan málflutning í deilu íslenskra yfirvaldra og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er talið til marks um hversu mikilvægt málið er talið vera. Vonast er til þess að niðurstaðan verði fordæmisgefandi. Viðskipti innlent 6.9.2022 14:15
Munu kynna verkefnin á fjárfestadegi StartUp SuperNova Tíu teymi sem þátt hafa tekið í viðskiptahraðli Startup SuperNova munu kynna verkefni sín á sérstökum fjárfestadegi næstkomandi föstudag. Viðskiptahraðalinn stendur yfir í fimm vikur og er markmiðið að hraða framgangi þeirra fyrirtækja sem taka þátt og gera þau fjárfestingarhæf að hraðlinum loknum. Viðskipti innlent 6.9.2022 12:28
Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. Viðskipti innlent 6.9.2022 11:02
Sigríður Júlía nýr kennslustjóri Lýðskólans á Flateyri Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur verið ráðin kennslustjóri Lýðskólans á Flateyri en hún er jafnframt forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Viðskipti innlent 6.9.2022 08:21
Hvorki laun né kjarasamningar hjá stafrænu vinnuafli Það eru hvorki laun né kjarasamningar sem þarf að huga að hjá stafrænu vinnuafli. Því já, þið lásuð rétt: Stafrænt vinnuafl er orðið að veruleika. Atvinnulíf 6.9.2022 07:00
Búast þurfi við sveiflum á eldsneytisverði eftir miklar lækkanir: „Það þarf ekki mikið til að breyta verðinu umtalsvert“ Bensínverð hefur lækkað hratt hér á landi undanfarna mánuði en lítið svigrúm er til frekari lækkana að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Lítið þurfi til að verð breytist umtalsvert og ólíklegt að tímabil óvissu renni sitt skeið í bráð. Orkukreppa í Evrópu og stríðið í Úkraínu spili áfram hlutverk og ómögulegt að segja til um hvenær verðþróun fer aftur í eðlilegt horf. Viðskipti innlent 5.9.2022 21:33
Ljósleiðarinn kaupir stofnnet Sýnar á þrjá milljarða króna Sýn og Ljósleiðarinn undirrituðu í dag samkomulag einkaviðræður og helstu skilmála samninga sem lúta annars vegar að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans og hins vegar að þjónustusamningi milli aðila til tíu ára. Kaupverðið er þrír milljarðar króna. Viðskipti innlent 5.9.2022 19:37
Halda sínu striki og stefna á að leysa úr athugasemdum FDA Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech tilkynnti í dag um samskipti við Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, sem varða úttekt á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins í Reykjavík, í kjölfar leyfisumsóknar Alvotech fyrir líftæknilyfjahliðstæðuna AVT02. Viðskipti innlent 5.9.2022 16:35
Eiríkur nýr samskiptastjóri Hugverkastofunnar Eiríkur Sigurðsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Hann var áður forstöðumaður samskiptasviðs Háskólans í Reykjavík. Eiríkur tekur við stöðu samskiptastjóra af Jóni Gunnarssyni sem hefur hafið störf við Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) í Alicante. Viðskipti innlent 5.9.2022 15:54
Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. Viðskipti innlent 5.9.2022 11:27
Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn. Viðskipti innlent 5.9.2022 10:53
Ráðinn forstjóri Skaginn 3X og BAADER Ísland Sigsteinn Grétarsson hefur verið ráðinn í stöðu forstjóra Skaginn 3X og BAADER Ísland. Viðskipti innlent 5.9.2022 10:46
Skýrslan um söluna á Íslandsbanka á lokametrunum Skýrsla ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka, er væntanleg innan tíðar. Mikil eftirvænting ríkir innan sem utan þings vegna skýrslunnar. Viðskipti innlent 5.9.2022 10:42
Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. Viðskipti innlent 5.9.2022 09:55
„Og þá var hætt að vera gaman í afmælinu“ „Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ tilkynnti mér eitt sinn að ég ætti Íslandsmet í að vinna til verðlauna í flestum íþróttagreinum,“ segir Valgeir Magnússon athafnamaður, öðru nafni Valli sport. Atvinnulíf 4.9.2022 08:00
Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. Neytendur 3.9.2022 20:33
Gestur tekur við af Rúnari hjá PCC BakkiSilicon Gestur Pétursson, fyrrverandi forstjóri Veitna og Elkem, hefur verið ráðinn nýr forstjóri PCC BakkiSilicon. Hann tekur við starfinu af Rúnari Sigurpálssyni sem mun halda áfram störfum fyrir PCC samstæðuna og einbeita sér að þróunarverkefnum á Íslandi. Viðskipti innlent 2.9.2022 14:36
Guðrún ráðin forseti Gray Line Worldwide Guðrún Þórisdóttir, sölu- og markaðsstjóri Gray Line á Íslandi, hefur verið ráðin í starf forseta Gray Line Worldwide. Viðskipti innlent 2.9.2022 13:55
Engar hópuppsagnir í ágúst Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í núliðnum ágústmánuði. Viðskipti innlent 2.9.2022 12:48