Hvað er greiðslustöðvun? Árni Sæberg skrifar 9. nóvember 2023 14:21 Árni Oddur Þórðarson hefur fengið heimild til greiðslustöðvunar. Marel Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun? „Greiðslustöðvun er mikilsvert úrræði sem skuldarar geta notað til að koma fjármálum sínum í rétt horf,“ væri ásættanlegt svar við spurningu kennara í kröfuréttartíma í lagadeildum háskóla landsins. Með öðrum orðum gefur greiðslustöðvun skuldara tímabundið skjól fyrir kröfuhöfum sínum. Í tilkynningu frá Árna Oddi sem barst fjölmiðlum í gærkvöldi sagði að fyrir liggi að eignir hans séu vel umfram skuldbindingar, þrátt fyrir lækkun á markaðsverði hlutabréfa Marel að undanförnu. „Ég hef nú fengið samþykkta greiðslustöðvun til að fá tíma og rúm til að vinna að farsælli og sanngjarnri lausn.“ Héraðsdómur þarf að gefa leyfi Líkt og áður segir er greiðslustöðvun mikilsvert úrræði skuldara, þeirra sem skulda peninga, og því er það í höndum dómstóla að veita heimild til hennar. Í lögum um gjaldþrotaskipti og fleira segir að í beiðni um heimild til greiðslustöðvunar skuli koma fram ítarleg greinargerð skuldarans um hvað valdi verulegum fjárhagsörðugleikum hans, í hverju þeir felist, hvernig hann hyggist leysa úr þeim með heimild til greiðslustöðvunar og hvern hann hafi ráðið sér til aðstoðar. Tafarlaust eftir að beiðni um heimild til greiðslustöðvunar hefur borist skuli héraðsdómari ákveða hvenær hún verði tekin fyrir á dómþingi, en þinghald í því skyni skuli háð svo fljótt sem verða megi. Þegar beiðni um heimild til greiðslustöðvunar er fyrst tekin fyrir og mætt er af hálfu skuldarans skuli héraðsdómari leita svara við sérhverju því sem hann telur óljóst eða ónógar upplýsingar komnar fram um og getur haft þýðingu við mat á því hvort orðið verði við beiðninni. Héraðsdómara beri að hafna beiðni um greiðslustöðvun af ástæðum sem tíundaðar eru í lögunum. Þar segir til að mynda að hafna skuli beiðni ef krafa um gjaldþrotaskipti á búi skuldarans hefur komið fram, skuldarinn hafi fengi áður farið í greiðslustöðvun sem lokið hefur innan þriggja ára fyrir frestdag og að skuldaranum sé sýnilega þegar orðið skylt að krefjast gjaldþrotaskipta á búi sínu. Má fátt gera án leyfis aðstoðarmannsins Skuldara sem fer fram á greiðslustöðvun er skylt að ráða til sín aðstoðarmann til þess að koma fjármálum hans á réttan kjöl. Aðstoðarmaðurinn þarf annað hvort að vera lögmaður eða löggiltur endurskoðandi. Það er ekki aðeins tekið út með sældinni að vera í greiðslustöðvun enda fylgja skjóli frá kröfuhöfum hinar ýmsu kvaðir. Meðan á greiðslustöðvun stendur er skuldaranum óheimilt að ráðstafa eignum sínum eða réttindum og stofna til skuldbindinga á hendur sér, nema aðstoðarmaður hans veiti fyrir fram samþykki sitt til þess hverju sinni og heimild standi til slíkrar aðgerðar í lögum um gjaldþrotaskipti og fleira. Aðstoðarmanni er þó heimilt að veita skuldaranum skriflega fyrir fram almennt samþykki til að verja fjármunum innan tiltekinna marka til að afla sér og fjölskyldu sinni daglegra nauðsynja eða til að standa straum af reglubundnum eða nauðsynlegum útgjöldum til að halda áfram rekstri sínum, en skuldaranum ber að gera aðstoðarmanninum grein fyrir ráðstöfunum í skjóli slíks samþykkis með reglulegu millibili eftir ákvörðun aðstoðarmannsins og er samþykkið afturtækt án fyrirvara. Engin hætta á veðkalli Vernd skuldara gagnvart kröfuhöfum er margþætt. Meðan á greiðslustöðvun stendur er óheimilt að taka bú skuldarans til gjaldþrotaskipta eða kyrrsetja eignir hans, taka þær í löggeymslu, gera fjárnám í þeim eða ráðstafa þeim með nauðungarsölu. Þá taka ákvæði í samningum eða réttarreglum um afleiðingar vanefnda ekki gildi gagnvart skuldaranum á þeim tíma sem greiðslustöðvun stendur yfir, að öðru leyti en því að krefjast má dráttarvaxta, dagsekta eða févítis vegna vanefnda skuldarans á skyldum sínum án tillits til greiðslustöðvunar. Í tilfelli Árna Odds þýðir það meðal annars að hann þarf ekki að óttast að aðrir lánardrottnar hans leysi til sín hluta hlutabréfa hans í Eyri Invest, stærsta hluthafans í Marel, meðan á greiðslustöðvun stendur. Loks veitir greiðslustöðvun einnig vernd gegn hinu opinbera. Meðan á greiðslustöðvun stendur er stjórnvöldum óheimilt að neyta þvingunarúrræða í garð skuldarans vegna vanefnda hans á skuldbindingum sínum við þau. Veiting heimildar til greiðslustöðvunar raskar þó ekki ástandi sem stjórnvald hefur komið á fyrir þann tíma með slíku úrræði. Dramatískasta veðkall síðari ára Tilefni þessarar fréttaskýringar er einmitt veðkall, sem kallað hefur verið dramatískasta veðkall síðari ára. Eftir lokun markaðar í fyrradag sendi Árni Oddur frá sér fréttatilkynningu þess efnis að hann hefði látið af störfum sem forstjóri Marel. Það sagðist hann gera vegna lagalegrar óvissu sem skapað hafðist eftir að Arion banki beitti veðkalli í lánasamningi sínum við Árna Odd og leysti til sín hlutabréf Árna Odds í Eyri Invest. Árni Oddur segir að lögmenn hans hafi þegar tilkynnt fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands um aðgerðir bankans og að hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Því hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri, til að lágmarka líkur á því að áðurnefnd staða skaði Marel. Árni Oddur var stjórnarformaður Marel í átta ár áður en hann varð forstjóri en því starfi sinnti hann í tíu ár. Á þeim tíma var hann ítrekað útnefndur viðskiptamaður ársins. Annar Árni, Árni Sigurðsson, tók við störfum sem starfandi forstjóri Marel. Síðan markaðir opnuðu í gærmorgun hefur gengi hlutabréfa í Marel dalað verulega. Í gær lækkaði gengið um 6,42 prósent í Kauphöllinni og um tíu prósent í kauphöllinni í Amsterdam í Hollandi. Í dag hefur gengið lækkað um fjögur prósent í þeirri íslensku og 3,9 prósent í þeirri hollensku. Getur ekki varað lengur en í sex mánuði og þrjár vikur Þegar dómari hefur fallist á að veita heimild til greiðslustöðvunar skal hann tiltaka í úrskurði þess efnis að heimildin sé veitt til ákveðins dags og stundar innan þriggja vikna frá uppkvaðningu úrskurðarins þegar þing verður háð til að taka málefnið fyrir á ný. Dugi sá tími ekki til að koma reiðu á fjármál skuldarans getur hann skilað skriflegri beiðni til héraðsdóms. Ef skuldarinn leggur fram beiðni framlengist greiðslustöðvun sjálfkrafa þar til héraðsdómari hefur tekið afstöðu til hennar í úrskurði, þó aldrei lengur en í sjö sólarhringa. Telji héraðsdómari skilyrði til að fallast á beiðni skuldarans um áframhaldandi greiðslustöðvun skal ákveðið í úrskurði að heimildin sé framlengd til tiltekins dags og stundar þegar þing verður háð til að taka málefnið fyrir á ný innan þriggja mánaða eftir að beiðnin var lögð fram á dómþingi. Framlengja má greiðslustöðvun oftar en tvívegis en þó þó þannig að héraðsdómari getur aldrei heimilað skuldaranum greiðslustöðvun í lengri tíma en alls sex mánuði talið frá þinghaldi samkvæmt upphaflegum úrskurði um greiðslustöðvun. Því getur greiðslustöðvun lengst varað í sex mánuði og þrjár vikur. Fáheyrt úrræði Sem áður segir er afar sjaldgæft að skuldarar fái heimild til greiðslustöðvunar. Raunar er fáheyrt að skuldarar óski yfir höfuð eftir heimild til hennar. Á vef Dómstólasýslunnar er haldið utan um upplýsingar um fjölda og afgreiðslu mála við héraðsdómstóla landsins. Þar segir að á árunum 2012 til 2021 hafi héraðsdómum borist 28 beiðnir um greiðslustöðvun. Til samanburðar bárust dómstólum 22.481 beiðni um gjaldþrotaskipti á sama tímabili. Flestar bárust covidárið 2020, en lögaðilar á borð við fyrirtæki, sem börðust þá í bökkum, geta einnig farið í greiðslustöðvun. Einungis ein beiðni barst á ári árin 2016, 2017 og 2019. Fjármálamarkaðir Dómsmál Marel Arion banki Fréttaskýringar Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Greiðslustöðvun er mikilsvert úrræði sem skuldarar geta notað til að koma fjármálum sínum í rétt horf,“ væri ásættanlegt svar við spurningu kennara í kröfuréttartíma í lagadeildum háskóla landsins. Með öðrum orðum gefur greiðslustöðvun skuldara tímabundið skjól fyrir kröfuhöfum sínum. Í tilkynningu frá Árna Oddi sem barst fjölmiðlum í gærkvöldi sagði að fyrir liggi að eignir hans séu vel umfram skuldbindingar, þrátt fyrir lækkun á markaðsverði hlutabréfa Marel að undanförnu. „Ég hef nú fengið samþykkta greiðslustöðvun til að fá tíma og rúm til að vinna að farsælli og sanngjarnri lausn.“ Héraðsdómur þarf að gefa leyfi Líkt og áður segir er greiðslustöðvun mikilsvert úrræði skuldara, þeirra sem skulda peninga, og því er það í höndum dómstóla að veita heimild til hennar. Í lögum um gjaldþrotaskipti og fleira segir að í beiðni um heimild til greiðslustöðvunar skuli koma fram ítarleg greinargerð skuldarans um hvað valdi verulegum fjárhagsörðugleikum hans, í hverju þeir felist, hvernig hann hyggist leysa úr þeim með heimild til greiðslustöðvunar og hvern hann hafi ráðið sér til aðstoðar. Tafarlaust eftir að beiðni um heimild til greiðslustöðvunar hefur borist skuli héraðsdómari ákveða hvenær hún verði tekin fyrir á dómþingi, en þinghald í því skyni skuli háð svo fljótt sem verða megi. Þegar beiðni um heimild til greiðslustöðvunar er fyrst tekin fyrir og mætt er af hálfu skuldarans skuli héraðsdómari leita svara við sérhverju því sem hann telur óljóst eða ónógar upplýsingar komnar fram um og getur haft þýðingu við mat á því hvort orðið verði við beiðninni. Héraðsdómara beri að hafna beiðni um greiðslustöðvun af ástæðum sem tíundaðar eru í lögunum. Þar segir til að mynda að hafna skuli beiðni ef krafa um gjaldþrotaskipti á búi skuldarans hefur komið fram, skuldarinn hafi fengi áður farið í greiðslustöðvun sem lokið hefur innan þriggja ára fyrir frestdag og að skuldaranum sé sýnilega þegar orðið skylt að krefjast gjaldþrotaskipta á búi sínu. Má fátt gera án leyfis aðstoðarmannsins Skuldara sem fer fram á greiðslustöðvun er skylt að ráða til sín aðstoðarmann til þess að koma fjármálum hans á réttan kjöl. Aðstoðarmaðurinn þarf annað hvort að vera lögmaður eða löggiltur endurskoðandi. Það er ekki aðeins tekið út með sældinni að vera í greiðslustöðvun enda fylgja skjóli frá kröfuhöfum hinar ýmsu kvaðir. Meðan á greiðslustöðvun stendur er skuldaranum óheimilt að ráðstafa eignum sínum eða réttindum og stofna til skuldbindinga á hendur sér, nema aðstoðarmaður hans veiti fyrir fram samþykki sitt til þess hverju sinni og heimild standi til slíkrar aðgerðar í lögum um gjaldþrotaskipti og fleira. Aðstoðarmanni er þó heimilt að veita skuldaranum skriflega fyrir fram almennt samþykki til að verja fjármunum innan tiltekinna marka til að afla sér og fjölskyldu sinni daglegra nauðsynja eða til að standa straum af reglubundnum eða nauðsynlegum útgjöldum til að halda áfram rekstri sínum, en skuldaranum ber að gera aðstoðarmanninum grein fyrir ráðstöfunum í skjóli slíks samþykkis með reglulegu millibili eftir ákvörðun aðstoðarmannsins og er samþykkið afturtækt án fyrirvara. Engin hætta á veðkalli Vernd skuldara gagnvart kröfuhöfum er margþætt. Meðan á greiðslustöðvun stendur er óheimilt að taka bú skuldarans til gjaldþrotaskipta eða kyrrsetja eignir hans, taka þær í löggeymslu, gera fjárnám í þeim eða ráðstafa þeim með nauðungarsölu. Þá taka ákvæði í samningum eða réttarreglum um afleiðingar vanefnda ekki gildi gagnvart skuldaranum á þeim tíma sem greiðslustöðvun stendur yfir, að öðru leyti en því að krefjast má dráttarvaxta, dagsekta eða févítis vegna vanefnda skuldarans á skyldum sínum án tillits til greiðslustöðvunar. Í tilfelli Árna Odds þýðir það meðal annars að hann þarf ekki að óttast að aðrir lánardrottnar hans leysi til sín hluta hlutabréfa hans í Eyri Invest, stærsta hluthafans í Marel, meðan á greiðslustöðvun stendur. Loks veitir greiðslustöðvun einnig vernd gegn hinu opinbera. Meðan á greiðslustöðvun stendur er stjórnvöldum óheimilt að neyta þvingunarúrræða í garð skuldarans vegna vanefnda hans á skuldbindingum sínum við þau. Veiting heimildar til greiðslustöðvunar raskar þó ekki ástandi sem stjórnvald hefur komið á fyrir þann tíma með slíku úrræði. Dramatískasta veðkall síðari ára Tilefni þessarar fréttaskýringar er einmitt veðkall, sem kallað hefur verið dramatískasta veðkall síðari ára. Eftir lokun markaðar í fyrradag sendi Árni Oddur frá sér fréttatilkynningu þess efnis að hann hefði látið af störfum sem forstjóri Marel. Það sagðist hann gera vegna lagalegrar óvissu sem skapað hafðist eftir að Arion banki beitti veðkalli í lánasamningi sínum við Árna Odd og leysti til sín hlutabréf Árna Odds í Eyri Invest. Árni Oddur segir að lögmenn hans hafi þegar tilkynnt fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands um aðgerðir bankans og að hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Því hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri, til að lágmarka líkur á því að áðurnefnd staða skaði Marel. Árni Oddur var stjórnarformaður Marel í átta ár áður en hann varð forstjóri en því starfi sinnti hann í tíu ár. Á þeim tíma var hann ítrekað útnefndur viðskiptamaður ársins. Annar Árni, Árni Sigurðsson, tók við störfum sem starfandi forstjóri Marel. Síðan markaðir opnuðu í gærmorgun hefur gengi hlutabréfa í Marel dalað verulega. Í gær lækkaði gengið um 6,42 prósent í Kauphöllinni og um tíu prósent í kauphöllinni í Amsterdam í Hollandi. Í dag hefur gengið lækkað um fjögur prósent í þeirri íslensku og 3,9 prósent í þeirri hollensku. Getur ekki varað lengur en í sex mánuði og þrjár vikur Þegar dómari hefur fallist á að veita heimild til greiðslustöðvunar skal hann tiltaka í úrskurði þess efnis að heimildin sé veitt til ákveðins dags og stundar innan þriggja vikna frá uppkvaðningu úrskurðarins þegar þing verður háð til að taka málefnið fyrir á ný. Dugi sá tími ekki til að koma reiðu á fjármál skuldarans getur hann skilað skriflegri beiðni til héraðsdóms. Ef skuldarinn leggur fram beiðni framlengist greiðslustöðvun sjálfkrafa þar til héraðsdómari hefur tekið afstöðu til hennar í úrskurði, þó aldrei lengur en í sjö sólarhringa. Telji héraðsdómari skilyrði til að fallast á beiðni skuldarans um áframhaldandi greiðslustöðvun skal ákveðið í úrskurði að heimildin sé framlengd til tiltekins dags og stundar þegar þing verður háð til að taka málefnið fyrir á ný innan þriggja mánaða eftir að beiðnin var lögð fram á dómþingi. Framlengja má greiðslustöðvun oftar en tvívegis en þó þó þannig að héraðsdómari getur aldrei heimilað skuldaranum greiðslustöðvun í lengri tíma en alls sex mánuði talið frá þinghaldi samkvæmt upphaflegum úrskurði um greiðslustöðvun. Því getur greiðslustöðvun lengst varað í sex mánuði og þrjár vikur. Fáheyrt úrræði Sem áður segir er afar sjaldgæft að skuldarar fái heimild til greiðslustöðvunar. Raunar er fáheyrt að skuldarar óski yfir höfuð eftir heimild til hennar. Á vef Dómstólasýslunnar er haldið utan um upplýsingar um fjölda og afgreiðslu mála við héraðsdómstóla landsins. Þar segir að á árunum 2012 til 2021 hafi héraðsdómum borist 28 beiðnir um greiðslustöðvun. Til samanburðar bárust dómstólum 22.481 beiðni um gjaldþrotaskipti á sama tímabili. Flestar bárust covidárið 2020, en lögaðilar á borð við fyrirtæki, sem börðust þá í bökkum, geta einnig farið í greiðslustöðvun. Einungis ein beiðni barst á ári árin 2016, 2017 og 2019.
Fjármálamarkaðir Dómsmál Marel Arion banki Fréttaskýringar Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira