Viðskipti

Nýjungar á Hótel Gríms­borgum

Hótel Grímsborgir er eitt fallegasta og skemmtilegasta hótel landsins. Það er einstaklega vel staðsett, í Grímsnesi við Gullna Hringinn, í kjarri vöxnu landi á bökkum Sogsins með fagra fjallasýn allt um kring.

Samstarf

Á­nægðari börn, for­eldrar og starfs­fólk og öflugt fagstarf

Hafnarfjarðarbær mun í haust innleiða breytingar á leikskóladegi barna sem gefa færi á styttri viðveru en um leið sömu umönnun og kennslu. Foreldrar geta lækkað leikskólagjöldin um allt að 30%. Enn sem fyrr geta þó foreldrar fengið pláss fyrir börnin sín fullan leikskóladag þurfi þeir þess.

Samstarf

Fyrsta ís­lenska grænkera osta­gerðin í hættu

Fjóla Einarsdóttir, einn eigenda fyrirtækisins Livefood, fyrstu íslensku grænkera ostagerðarinnar, segir fyrirtækið nú róa lífróður. Fyrirtækið hafði sett sér markmið um að selja ostana á smásölumarkaði á þessu ári. Fyrirtækið er með vilyrði frá Hagkaup og Krónunni um smásölu en eftir synjun úr Matvælasjóði er ólíklegt að það takist.

Viðskipti innlent

Skuldar þrota­búi föður síns fleiri milljarða

Jón Hilmar Karlsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi föður síns, Karls Wernerssonar, 2.652.753.000 krónur með dráttarvöxtum frá 19. janúar árið 2019. Með vöxtum er ekki óvarlegt að reikna með að heildargreiðsla nemi um fimm milljörðum króna.

Viðskipti innlent

Fleiri far­þegar og betri nýting

Flugfélagið Play flutti 146.692 farþega í maí 2024, sem er 14 prósent aukning frá maí á síðasta ári þegar Play flutti 128.847 farþega. Sætanýting hjá félaginu í nýliðnum maí var 86,4 prósent, samanborið við 84,8 prósent í maí í fyrra.

Viðskipti innlent

Gengu frá 135 milljarða samningi um endurfjármögnun skulda

Alvotech hefur gert samning um endurfjármögnun skulda við GoldenTree Asset Management, bandarískt eignastýringarfyrirtæki, sem fer fyrir hópi alþjóðlegra stofnanafjárfesta. Samningurinn er um lánafyrirgreiðslu að fjárhæð allt að 965 milljónir Bandaríkjadal, eða um 135 millj­arða ís­lenskra króna.

Viðskipti innlent

Lækkuðu stýrivexti í Evrópu í fyrsta sinn síðan 2019

Seðlabankinn í Evrópu lækkaði í dag stýrivexti bankans í fyrsta sinn síðan 2019. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ástæða lækkunar sé að verð hækki eins hratt og að þau séu á góðri leið að ná verðbólgumarkmiðum sínum sem eru tvö prósent. Bankinn lækkaði stýrivextina um 0,25 prósentustig í 3,75 prósent úr fjögur prósent en þeir höfðu verið fastir í fjögur prósent frá september 2023.

Viðskipti erlent

„Það sem þú greiðir niður, það kemur aldrei aftur“

Vaxtastuðningur upp að tvö hundruð þúsund krónum á mann stendur fólki nú til boða, til að bregðast við hækkandi vaxtabyrðum húsnæðislána. Fjármálaráðgjafi segir almennt best að ráðstafa fjármunum beint inn á höfðustól lána. Það sé þó ekki algilt.

Neytendur

Fjár­festa fyrir þrjá milljarða í Reykja­nes­bæ og Hafnar­firði

Reitir og Kjölur fasteignir hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á fasteignum að Njarðarvöllum 4 í Reykjanesbæ og Lónsbraut 1 í Hafnarfirði. Í tilkynningu kemur fram að húsið að Njarðarvöllum 4 var byggt 2008 og er 2.338 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir Nesvelli dagvöl aldraðra í Reykjanesbæ. Leigusamningur er við Reykjanesbæ til 2038.

Viðskipti innlent

Iðnaðar­maður ársins 2024 er fundinn

Gunnar Þór Reykdal, bifvélavirki er Iðnaðarmaður ársins 2024. Kosning hefur staðið yfir hér á Vísi og kusu lesendur milli sjö frambærilegra iðnaðarmanna sem höfðu staðist stíft auga dómnefndar X977 og Sindra.

Samstarf

Ein og hálf milljón far­þega á fyrstu fimm mánuðum ársins

Það sem af er ári hefur Icelandair flutt um það bil 1,5 milljón farþega. Er það tíu prósentum fleiri en í fyrra. Eftirspurn eftir ferðum Íslendinga til útlanda heldur áfram að vera sterk en farþegum til Íslands hefur fækkað vegna samkeppni við aðra áfangastaði auk þess sem enn gætir neikvæðra áhrifa alþjóðlegrar fjölmiðlaumfjöllunar um eldgos á Reykjanesi.

Viðskipti innlent

Þrír nýir stjórn­endur hjá Festi

Festi hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn á fjármála- og rekstrarsvið félagsins. Andri Kristinsson tók við starfi forstöðumanns innheimtu- og fjárstýringar, Gísli Heiðar Bjarnason tók við starfi forstöðumanns viðskiptagreindar og greininga, og Sandra Björk Björnsdóttir tók við starfi forstöðumanns reikningshalds og launavinnslu.

Viðskipti innlent

„Að fara í slag við þessa risa er nánast ó­mögu­legt“

Umhverfisstofnun hefur lagt fram lista yfir vöruflokka sem stofnunin ráðleggur neytendum að forðast að versla á verslunarrisanum Temu. Í þeim geti leynst skaðleg efni sem ógni öryggi neytenda. Þar á meðal eru vörur fyrir börn, textílvörur og raftæki. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir stofnunina lítið geta gert. 

Viðskipti innlent

Glæsi­legar í­búðir með frá­bæru út­sýni

Nú eru komnar í söluferli 28 glæsilegar íbúðir í vönduðu og vel skipulögðu lyftu fjölbýlishúsi á Álftanesi við Hestamýri 1. Íbúðirnar eru hannaðar að innan af Sæju innanhúshönnuði og stæði í bílageymslu fylgir þeim öllum. Stórar geymslur fylgja auk þess öllum íbúðum.

Samstarf

Bein út­sending: Fjórða flug­ferð Starship

Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Fyrstu tvær tilraunirnar með þetta risastóra geimfar og eldflaug enduðu með stórum sprengingum. Í þriðju tilraun heppnaðist geimskotið vel, geimfarið Starship fór út í geim og eldflaugin sneri við til jarðar. Áhugevert verður að sjá hvernig fer um geimferð þessa. 

Viðskipti erlent