Viðskipti

Ólöf og Omry selja Kryddhúsið

John Lindsay hf. hefur keypt Kryddhúsið af hjónunum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avraham. Þau stofnuðu fyrirtækið árið 2015 og framleiða í dag yfir 90 tegundir af kryddum og kryddblöndum. Með kaupunum verður framleiðsla og vörulager flutt í Klettagarða 23 úr Flatahrauni í Hafnarfirði.

Viðskipti innlent

Leita að fólki sem vill leigja dótið sitt til ó­kunnugra

Á vefsíðunni stoff.is, eða Stöff.is, er nú hægt að leigja út dótið sitt til ókunnugra. Síðan er nýkomin í loftið en þónokkuð af dóti er þegar komið inn. Til dæmis er hægt að leigja þar kajak, rafhjól, sous-vide tæki og allskonar tölvuleiki. Að síðunni standa þrír vinir sem kynntust í vinnu hjá Advania.

Viðskipti innlent

Sam­komu­lag í höfn um skil­­mála yfir­­töku­til­­boðs JBT í allt hluta­­fé í Marel

Marel hefur undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok.

Viðskipti innlent

Hækka láns­hæfis­mat bankanna

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hækkaði í dag lánshæfismat Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka úr BBB í BBB+. Efnahagslegt ójafnvægi er sagt hafa dvínað og eru horfur stöðugar.

Viðskipti innlent

Gervi­greind Amazon reyndist þúsund Ind­verjar

Verslunarrisinn Amazon hefur ákveðið að hætta notkun tæknilausnar í verslunum sínum, sem gerði viðskiptavinum kleift að taka hluti úr hillunum og einfaldlega labba út. Lausnin er sögð byggð á vinnu um eitt þúsund indverskra láglaunaverkamanna í stað gervigreindar.

Viðskipti erlent

Lækkar óverðtryggða en hækkar verðtryggða

Arion banki hefur breytt inn- og útlánavöxtum bankans frá og með deginum í dag. Óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 8,95 prósent og verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,25 prósentustig og verða 4,04 prósent.

Viðskipti innlent

Vildi aftur einn lækka vexti

Svo virðist sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sé á öndverðum meiði við aðra meðlimi peningastefnunefndar. Annan fund nefndarinnar í röð var hann sá eini sem greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum.

Viðskipti innlent