Viðskipti Fimmtán sagt upp hjá Alvotech Líftæknifyrirtækið Alvotech sagði upp fimmtán starfsmönnum í gær. Viðskipti innlent 31.1.2024 12:37 Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á miðju ári Spáð er 1,9 prósent hagvexti á árinu 2024 í þjóðhagsspá Íslandsbanka. Markar þetta hagsveifluskil og er tiltölulega hægur vöxtur í sögulegu tilliti. Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á miðju ári. Viðskipti innlent 31.1.2024 09:14 Líka lausn að ráða erlenda sérfræðinga í fjarvinnu erlendis frá „Það myndi ekki duga til þótt við legðum allt í að efla skólastigið hér þannig að fleiri gætu farið í tæknitengt nám. Sérstaklega með tilliti til þess sem er að gerast í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Þar sem við erum að sjá gríðarlega áhugaverðar og spennandi lausnir í þróun,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi. Atvinnulíf 31.1.2024 07:01 Segir ekki tengsl milli bónusa Skattsins og hverju starfsmenn skila í kassann Ríkisskattstjóri segist skilja áhyggjur þeirra sem telja að viðbótarlaun til starfsmanna Skattsins kunni að grafa undan hlutleysi þeirra og gera það að verkum að þeir sæki mál harðar en ella. Hann bendir á að á sama tíma og 260 milljónir króna hafi verið greiddar í slík laun hafi heildarlaunakostnaður skattsins verið um 25 milljarðar. Viðskipti innlent 30.1.2024 23:43 Musk sjö og hálfri billjón króna fátækari Auðjöfurinn Elon Musk mátti ekki fá 55 milljarða dala greiðslu frá fyrirtæki sínu Tesla, í formi kaupréttar árið 2018. Dómari í Delaware í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir í kvöld, fimm árum eftir að hluthafar í fyrirtækinu höfðuðu mál vegna greiðslunnar, sem gerði Musk að einum ríkasta manni heims. Viðskipti erlent 30.1.2024 23:21 Verktakar sjá fram á metár í útboðum Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum. Viðskipti innlent 30.1.2024 20:20 Kalla inn Nóa Kropp vegna hnetusmits Ákveðið hefur verið að kalla inn 200 gramma pakkningar af Nóa Kroppi. Ástæðan er blöndun sem átti sér stað við pökkun sælgætisins, sem veldur því að heslihnetur komust í kroppið. Neytendur 30.1.2024 18:43 Steinunn Hlíf samdi um starfslok Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. Viðskipti innlent 30.1.2024 15:35 Kristján hættir sem framkvæmdastjóri Hér&Nú Kristján Hjálmarsson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hér og Nú. Hann hyggst einbeita sér að almannatengslum og mun meðal annars áfram vinna náið með viðskiptavinum stofunnar. Viðskipti innlent 30.1.2024 13:13 Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. Viðskipti innlent 30.1.2024 13:01 Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag. Viðskipti innlent 30.1.2024 13:01 Verkís leiðir milljarðaverkefni Íslenska verkfræðistofan Verkís leiðir verkefnið GAMMA, sem styrkt er af Evrópusambandinu og er ætlað að gera vísindamönnum kleift að þróa tæknilausir og breyta ítölsku flutningsskipi til að nýta rafeldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Viðskipti innlent 30.1.2024 11:32 Tengifarþegar geta nú sjálfir bókað ferð með stuttri viðdvöl á Íslandi Flugfélagið Play býður nú tengifarþegum sínum að bóka sjálfir dvöl á Íslandi án aukakostnaðar þegar þeir fljúga á milli Norður Ameríku og Evrópu. Með nýju viðmóti á vef flugfélagsins geta farþegarnir sjálfir klárað slíka bókun og þar með dvalið á Íslandi í allt að tíu daga áður en þeir halda för sinni áfram yfir Atlantshafið. Viðskipti innlent 30.1.2024 10:41 Bónusar hjá Skattinum „skelfilegt fordæmi“ Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, segir bónuskerfi Skattsins siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Skatturinn greiddi 260 milljónir í bónusa á síðustu fjórum árum. Viðskipti innlent 30.1.2024 09:56 Verðbólga komin niður í 6,7 prósent Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,16 prósent í janúar frá mánuðinum á undan. Vísitalan án húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,5 prósent frá desembermánuði. Verðbólga síðastliðna tólf mánuði er nú komin niður í 6,7 prósent, en stóð í 7,7 prósentum í desember. Viðskipti innlent 30.1.2024 09:17 Hagnaður Össurar nam um átta milljörðum króna á síðasta ári Tekjur Össurar á fjórða ársfjórðungi 2023 námu 210 milljónum Bandaríkjadala, eða 29,2 milljörðum íslenskra króna, sem samsvarar níu prósenta innri vexti. Tekjur á nýliðnu áru námu því 786 milljónum Bandaríkjadala, eða 109,1 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 30.1.2024 07:44 Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi „Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush. Atvinnulíf 30.1.2024 07:00 Laun hækkað um tíu prósent en kaupmáttur aðeins eitt Launavísitala hækkaði um 9,8 prósent á milli áranna 2022 og 2023 en kaupmáttur launa jókst um eitt prósent á sama tíma. Síðustu ár hafa laun sölu- og afgreiðslufólks hækkað mest en laun stjórnenda og sérfræðinga minnst. Viðskipti innlent 29.1.2024 18:25 Snýr aftur eftir stutt stopp hjá Laufinu Íslandsbanki hefur ráðið Brynjólf Bjarnason í stöðu forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar bankans. Brynjólfur, sem hefur áratugareynslu af störfum í fjármálageiranum, kemur nú aftur til liðs við Íslandsbanka eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra hjá Laufinu frá því í fyrra. Viðskipti innlent 29.1.2024 17:42 Verð á brauði frá Myllunni hækkaði mest Verð á brauði, kexi og kökum hækkaði á bilinu 0-7% frá októberlokum til janúarloka í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Verð hækkuðu ekki í Extra og Bónus, en hækkuðu um 7% í Iceland. Þar munaði mestu um Finn Crisp vörur, sem hækkuðu um fjórðung í Iceland á þessum þremur mánuðum. Neytendur 29.1.2024 16:04 Amazon hættir við kaup á framleiðanda Roomba Amazon hefur hætt við kaup á snjallryksuguframleiðandanum iRobot. Ákvörðunin liggur fyrir örfáum dögum eftir að fréttir bárust af því að Evrópusambandið hygðist ekki veita fyrirtækinu leyfi fyrir kaupunum. Viðskipti erlent 29.1.2024 15:19 Framkvæmdir á nýrri landtengingu á Miðbakka hafin Framkvæmdir eru hafnar á nýrri landtengingu í Reykjavíkurhöfn þar sem lagnir úr dreifistöð rafmagns á Faxagarði verða lagðar að nýjum tengipunkti landtengingar á Miðbakka. Viðskipti innlent 29.1.2024 13:47 Kristín Ýr ráðin kynningar- og markaðsstjóri Barnaheilla Kristín Ýr Gunnarsdóttir mun hefja störf sem kynningar- og markaðsstjóri hjá Barnaheillum 1. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barnaheillum. Viðskipti innlent 29.1.2024 12:29 Ryanair til í að kaupa afpantaðar Boeing þotur Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair segist vera reiðubúið til þess að kaupa Boeing farþegaþotur af gerðinni Max 10 sem afpantaðar hafa verið af bandarískum flugfélögum, á réttu verði. Viðskipti erlent 29.1.2024 11:15 Heimahjúkrun á Akureyri – kraftmikill og metnaðarfullur vinnustaður Heimahjúkrun á Akureyri er metnaðarfullur vinnustaður staðsettur í hjarta Akureyrar. Þar vinnur fjölbreyttur hópur starfsfólks sem brennur fyrir málefni heimahjúkrunar og sinnir að jafnaði 350 skjólstæðingum á Akureyri og í nágrenni Akureyrar. Samstarf 29.1.2024 10:14 Ráðin markaðsstjóri Fastus Ástrós Kristinsdóttir hefur verið ráðin markaðstjóri Fastus ehf. Hlutverk henner verður að móta og leiða markaðsmál félagsins og endurmörkun þriggja vörumerkja auk stefnumótunar í kynningarmálum sem og innri og ytri markaðssetningu. Viðskipti innlent 29.1.2024 09:46 Héðinn kaupir tvö félög Véltæknifyrirtækið Héðinn hf. gekk nýlega frá samningum um kaup á rekstri félaganna El-Rún ehf. og Hind ehf. Viðskipti innlent 29.1.2024 08:50 Færeyingar vonast eftir hlutdeild í olíuvinnslu Færeyingar sjá tækifæri til að fá hlutdeild í gríðarmiklum umsvifum sem fylgja munu fyrirhugaðri olíu- og gasvinnslu á breska Rosebank-svæðinu. Svæðið er um 130 kílómetra norðvestur af Hjaltlandseyjum en aðeins fimmtán kílómetra austan við lögsögumörk Færeyja. Mun styttra er á svæðið frá Færeyjum heldur en frá Aberdeen, helstu olíuþjónustumiðstöð Bretlandseyja. Viðskipti erlent 28.1.2024 07:07 Fagnar áfanga með Google og hlær að umtöluðustu mynd ársins Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri og eigandi Dineout, hefur fyrir hönd fyrirtækisins náð samningum við bandaríska tæknirisann Google. Hún segir nóg að gera og segir fréttaflutning af einni umtöluðustu mynd ársins fara inn um eitt eyra og út um hitt. Viðskipti innlent 27.1.2024 20:01 Styttri leið úr IKEA einungis tímabundin Glöggir viðskiptavinir IKEA hafa tekið eftir að leiðin að afgreiðslukassa verslunarinnar og út er talsvert styttri en vanalega. Þó er ekki um að ræða langtímabreytingu heldur einungis tímabundna lausn til þess að standast reglur um eldvarnir meðan á framkvæmdum stendur. Neytendur 27.1.2024 14:59 « ‹ 59 60 61 62 63 64 65 66 67 … 334 ›
Fimmtán sagt upp hjá Alvotech Líftæknifyrirtækið Alvotech sagði upp fimmtán starfsmönnum í gær. Viðskipti innlent 31.1.2024 12:37
Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á miðju ári Spáð er 1,9 prósent hagvexti á árinu 2024 í þjóðhagsspá Íslandsbanka. Markar þetta hagsveifluskil og er tiltölulega hægur vöxtur í sögulegu tilliti. Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á miðju ári. Viðskipti innlent 31.1.2024 09:14
Líka lausn að ráða erlenda sérfræðinga í fjarvinnu erlendis frá „Það myndi ekki duga til þótt við legðum allt í að efla skólastigið hér þannig að fleiri gætu farið í tæknitengt nám. Sérstaklega með tilliti til þess sem er að gerast í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Þar sem við erum að sjá gríðarlega áhugaverðar og spennandi lausnir í þróun,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi. Atvinnulíf 31.1.2024 07:01
Segir ekki tengsl milli bónusa Skattsins og hverju starfsmenn skila í kassann Ríkisskattstjóri segist skilja áhyggjur þeirra sem telja að viðbótarlaun til starfsmanna Skattsins kunni að grafa undan hlutleysi þeirra og gera það að verkum að þeir sæki mál harðar en ella. Hann bendir á að á sama tíma og 260 milljónir króna hafi verið greiddar í slík laun hafi heildarlaunakostnaður skattsins verið um 25 milljarðar. Viðskipti innlent 30.1.2024 23:43
Musk sjö og hálfri billjón króna fátækari Auðjöfurinn Elon Musk mátti ekki fá 55 milljarða dala greiðslu frá fyrirtæki sínu Tesla, í formi kaupréttar árið 2018. Dómari í Delaware í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir í kvöld, fimm árum eftir að hluthafar í fyrirtækinu höfðuðu mál vegna greiðslunnar, sem gerði Musk að einum ríkasta manni heims. Viðskipti erlent 30.1.2024 23:21
Verktakar sjá fram á metár í útboðum Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum. Viðskipti innlent 30.1.2024 20:20
Kalla inn Nóa Kropp vegna hnetusmits Ákveðið hefur verið að kalla inn 200 gramma pakkningar af Nóa Kroppi. Ástæðan er blöndun sem átti sér stað við pökkun sælgætisins, sem veldur því að heslihnetur komust í kroppið. Neytendur 30.1.2024 18:43
Steinunn Hlíf samdi um starfslok Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. Viðskipti innlent 30.1.2024 15:35
Kristján hættir sem framkvæmdastjóri Hér&Nú Kristján Hjálmarsson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hér og Nú. Hann hyggst einbeita sér að almannatengslum og mun meðal annars áfram vinna náið með viðskiptavinum stofunnar. Viðskipti innlent 30.1.2024 13:13
Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. Viðskipti innlent 30.1.2024 13:01
Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag. Viðskipti innlent 30.1.2024 13:01
Verkís leiðir milljarðaverkefni Íslenska verkfræðistofan Verkís leiðir verkefnið GAMMA, sem styrkt er af Evrópusambandinu og er ætlað að gera vísindamönnum kleift að þróa tæknilausir og breyta ítölsku flutningsskipi til að nýta rafeldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Viðskipti innlent 30.1.2024 11:32
Tengifarþegar geta nú sjálfir bókað ferð með stuttri viðdvöl á Íslandi Flugfélagið Play býður nú tengifarþegum sínum að bóka sjálfir dvöl á Íslandi án aukakostnaðar þegar þeir fljúga á milli Norður Ameríku og Evrópu. Með nýju viðmóti á vef flugfélagsins geta farþegarnir sjálfir klárað slíka bókun og þar með dvalið á Íslandi í allt að tíu daga áður en þeir halda för sinni áfram yfir Atlantshafið. Viðskipti innlent 30.1.2024 10:41
Bónusar hjá Skattinum „skelfilegt fordæmi“ Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, segir bónuskerfi Skattsins siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Skatturinn greiddi 260 milljónir í bónusa á síðustu fjórum árum. Viðskipti innlent 30.1.2024 09:56
Verðbólga komin niður í 6,7 prósent Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,16 prósent í janúar frá mánuðinum á undan. Vísitalan án húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,5 prósent frá desembermánuði. Verðbólga síðastliðna tólf mánuði er nú komin niður í 6,7 prósent, en stóð í 7,7 prósentum í desember. Viðskipti innlent 30.1.2024 09:17
Hagnaður Össurar nam um átta milljörðum króna á síðasta ári Tekjur Össurar á fjórða ársfjórðungi 2023 námu 210 milljónum Bandaríkjadala, eða 29,2 milljörðum íslenskra króna, sem samsvarar níu prósenta innri vexti. Tekjur á nýliðnu áru námu því 786 milljónum Bandaríkjadala, eða 109,1 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 30.1.2024 07:44
Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi „Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush. Atvinnulíf 30.1.2024 07:00
Laun hækkað um tíu prósent en kaupmáttur aðeins eitt Launavísitala hækkaði um 9,8 prósent á milli áranna 2022 og 2023 en kaupmáttur launa jókst um eitt prósent á sama tíma. Síðustu ár hafa laun sölu- og afgreiðslufólks hækkað mest en laun stjórnenda og sérfræðinga minnst. Viðskipti innlent 29.1.2024 18:25
Snýr aftur eftir stutt stopp hjá Laufinu Íslandsbanki hefur ráðið Brynjólf Bjarnason í stöðu forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar bankans. Brynjólfur, sem hefur áratugareynslu af störfum í fjármálageiranum, kemur nú aftur til liðs við Íslandsbanka eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra hjá Laufinu frá því í fyrra. Viðskipti innlent 29.1.2024 17:42
Verð á brauði frá Myllunni hækkaði mest Verð á brauði, kexi og kökum hækkaði á bilinu 0-7% frá októberlokum til janúarloka í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Verð hækkuðu ekki í Extra og Bónus, en hækkuðu um 7% í Iceland. Þar munaði mestu um Finn Crisp vörur, sem hækkuðu um fjórðung í Iceland á þessum þremur mánuðum. Neytendur 29.1.2024 16:04
Amazon hættir við kaup á framleiðanda Roomba Amazon hefur hætt við kaup á snjallryksuguframleiðandanum iRobot. Ákvörðunin liggur fyrir örfáum dögum eftir að fréttir bárust af því að Evrópusambandið hygðist ekki veita fyrirtækinu leyfi fyrir kaupunum. Viðskipti erlent 29.1.2024 15:19
Framkvæmdir á nýrri landtengingu á Miðbakka hafin Framkvæmdir eru hafnar á nýrri landtengingu í Reykjavíkurhöfn þar sem lagnir úr dreifistöð rafmagns á Faxagarði verða lagðar að nýjum tengipunkti landtengingar á Miðbakka. Viðskipti innlent 29.1.2024 13:47
Kristín Ýr ráðin kynningar- og markaðsstjóri Barnaheilla Kristín Ýr Gunnarsdóttir mun hefja störf sem kynningar- og markaðsstjóri hjá Barnaheillum 1. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barnaheillum. Viðskipti innlent 29.1.2024 12:29
Ryanair til í að kaupa afpantaðar Boeing þotur Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair segist vera reiðubúið til þess að kaupa Boeing farþegaþotur af gerðinni Max 10 sem afpantaðar hafa verið af bandarískum flugfélögum, á réttu verði. Viðskipti erlent 29.1.2024 11:15
Heimahjúkrun á Akureyri – kraftmikill og metnaðarfullur vinnustaður Heimahjúkrun á Akureyri er metnaðarfullur vinnustaður staðsettur í hjarta Akureyrar. Þar vinnur fjölbreyttur hópur starfsfólks sem brennur fyrir málefni heimahjúkrunar og sinnir að jafnaði 350 skjólstæðingum á Akureyri og í nágrenni Akureyrar. Samstarf 29.1.2024 10:14
Ráðin markaðsstjóri Fastus Ástrós Kristinsdóttir hefur verið ráðin markaðstjóri Fastus ehf. Hlutverk henner verður að móta og leiða markaðsmál félagsins og endurmörkun þriggja vörumerkja auk stefnumótunar í kynningarmálum sem og innri og ytri markaðssetningu. Viðskipti innlent 29.1.2024 09:46
Héðinn kaupir tvö félög Véltæknifyrirtækið Héðinn hf. gekk nýlega frá samningum um kaup á rekstri félaganna El-Rún ehf. og Hind ehf. Viðskipti innlent 29.1.2024 08:50
Færeyingar vonast eftir hlutdeild í olíuvinnslu Færeyingar sjá tækifæri til að fá hlutdeild í gríðarmiklum umsvifum sem fylgja munu fyrirhugaðri olíu- og gasvinnslu á breska Rosebank-svæðinu. Svæðið er um 130 kílómetra norðvestur af Hjaltlandseyjum en aðeins fimmtán kílómetra austan við lögsögumörk Færeyja. Mun styttra er á svæðið frá Færeyjum heldur en frá Aberdeen, helstu olíuþjónustumiðstöð Bretlandseyja. Viðskipti erlent 28.1.2024 07:07
Fagnar áfanga með Google og hlær að umtöluðustu mynd ársins Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri og eigandi Dineout, hefur fyrir hönd fyrirtækisins náð samningum við bandaríska tæknirisann Google. Hún segir nóg að gera og segir fréttaflutning af einni umtöluðustu mynd ársins fara inn um eitt eyra og út um hitt. Viðskipti innlent 27.1.2024 20:01
Styttri leið úr IKEA einungis tímabundin Glöggir viðskiptavinir IKEA hafa tekið eftir að leiðin að afgreiðslukassa verslunarinnar og út er talsvert styttri en vanalega. Þó er ekki um að ræða langtímabreytingu heldur einungis tímabundna lausn til þess að standast reglur um eldvarnir meðan á framkvæmdum stendur. Neytendur 27.1.2024 14:59