Viðskipti

Aug­lýsinga­tekjur renna ó­skiptar til Grind­víkinga

Kvennalið Grindavíkur í körfubolta spilar við Þór frá Akureyri klukkan 14 í dag og karlaliðið mætir Hamri klukkan 17. Leikirnir fara fram í Smáranum og verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport og í opinni dagskrá. Sölutekjur Stöðvar 2 vegna auglýsinga á leikjunum renna óskiptar til Grindvíkinga.

Samstarf

Aug­lýs­endur á­hyggju­fullir vegna um­mæla Musks og gyðingahaturs

Forsvarsmenn IBM, sem er einn af stærri auglýsendum á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), hættu öllum auglýsingum þar. Það var eftir að auðjöfurinn Elon Musk, sem keypti Twitter í fyrra, lýsti á miðvikudaginn yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks.

Viðskipti erlent

Allt grænt í Kaup­höllinni

Hlutabréf allra skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni nema tveggja hækkuðu í verði í dag. Þrjú þeirra hækkuðu um meira en sex prósent og hlutabréf Icelandair hækkuðu mest, eða um 6,45 prósent.

Viðskipti innlent

Pink Iceland verð­launuð í annað skipti

Pink Iceland hlaut Nýsköpunarverðlaun og Skriðuklaustur í Fljótsdal Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023. Verðlaunin voru afhent á 25 ára afmælisráðstefnu samtakanna á Hilton Reykjavík Nordica í gær.

Viðskipti innlent

Atli, Sól­rún og Tinna ráðin til Motus

Innheimtufyrirtækið Motus hefur ráðið til starfa þau Atla Hjaltested, Sólrúnu Dröfn Björnsdóttur og Tinnu Björk Bryde. Atli er nýr viðskiptastjóri, Sólrún er nýr vörustjóri innheimtu og Tinna nýr viðskiptaþróunarstjóri.

Viðskipti innlent