Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2025 12:50 Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Sögulegar hækkanir hafa orðið á hlutabréfamörkuðum eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að bíða með ofurtollahækkanir á öll lönd nema Kína í gær. . Hagfræðiprófessor telur að mögulega sé ákvörðunin hluti af fléttu forsetans eða viðbrögð við miklum lækkunum á öllum mörkuðum vestanhafs síðustu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í síðdegis í gær að íslenskum tíma um frestun boðaðra tollahækkanna á öll lönd nema Kína um 90 daga. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Mögulega hluti af fléttu forsetans Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands segir að mögulega sé ákvörðunin í gær hluti af fyrir fram ákveðnum leik forsetans. „Það er erfitt að átta sig á hvort þetta sé útspil í lengri fléttu sem endar með samningum við þau lönd sem áttu að fá á sig mun hærri tolla. Kannski var þetta bara til að hræða löndin til að koma og semja. Það eru tugir landa sem eru að koma núna og semja um tolla og milliríkjaviðskipti við Bandaríkin,“ segir Gylfi. Og eða viðbrögð Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Hlutabréfamarkaðir höfðu hrapað og erlendir bandamenn virtust við það að grípa til gagnaðgerða. Gylfi segir að það geti einnig verið hluti af skýringunni. „Hin mögulega skýringin á frestuninni er að skuldabréfamarkaður lækkaði í Bandaríkjunum í gær meðan vextir á bandarískum skuldabréfum hækkuðu. Það er auðvitað alvarlegt þegar vextir á ríkisbréfum hækka því ríkissjóður skuldar mjög mikið. Það er mjög óvanalegt og hættumerki þegar bæði hlutabréfamarkaður og skuldabréfamarkaður fara niður á sama tíma. Þá lækkaði dollarinn við fyrirætlanirnar um tollahækkanirnar sem hefði heldur ekki átt að gerast. Þannig að mögulega er ákvörðunin í gær einhver samblanda af þessu tvennu sem ég hef nefnt,“ segir Gylfi. Aðspurður um hvort hann vilji spá fyrir um hvað Bandaríkjaforseti gerir eftir 90 daga svarar Gylfi: „Nei ég held að það viti það engin. Ekki heldur sjálfur Bandaríkjaforseti eða nokkrir aðrir.“ Eftir miklar lækkanir á hlutabréfum í kauphöllum vítt og breitt urðu sögulegar hækkanir vestanhafs í gær og í morgun hafa hlutabréfamarkaðir tekið vel við sér í Evrópu og Asíu. Hér heima hefur úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hækkað um tæp fimm prósent það sem af er degi. Skattar og tollar Bandaríkin Donald Trump Alþingi Viðskiptaþvinganir Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í síðdegis í gær að íslenskum tíma um frestun boðaðra tollahækkanna á öll lönd nema Kína um 90 daga. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Mögulega hluti af fléttu forsetans Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands segir að mögulega sé ákvörðunin í gær hluti af fyrir fram ákveðnum leik forsetans. „Það er erfitt að átta sig á hvort þetta sé útspil í lengri fléttu sem endar með samningum við þau lönd sem áttu að fá á sig mun hærri tolla. Kannski var þetta bara til að hræða löndin til að koma og semja. Það eru tugir landa sem eru að koma núna og semja um tolla og milliríkjaviðskipti við Bandaríkin,“ segir Gylfi. Og eða viðbrögð Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Hlutabréfamarkaðir höfðu hrapað og erlendir bandamenn virtust við það að grípa til gagnaðgerða. Gylfi segir að það geti einnig verið hluti af skýringunni. „Hin mögulega skýringin á frestuninni er að skuldabréfamarkaður lækkaði í Bandaríkjunum í gær meðan vextir á bandarískum skuldabréfum hækkuðu. Það er auðvitað alvarlegt þegar vextir á ríkisbréfum hækka því ríkissjóður skuldar mjög mikið. Það er mjög óvanalegt og hættumerki þegar bæði hlutabréfamarkaður og skuldabréfamarkaður fara niður á sama tíma. Þá lækkaði dollarinn við fyrirætlanirnar um tollahækkanirnar sem hefði heldur ekki átt að gerast. Þannig að mögulega er ákvörðunin í gær einhver samblanda af þessu tvennu sem ég hef nefnt,“ segir Gylfi. Aðspurður um hvort hann vilji spá fyrir um hvað Bandaríkjaforseti gerir eftir 90 daga svarar Gylfi: „Nei ég held að það viti það engin. Ekki heldur sjálfur Bandaríkjaforseti eða nokkrir aðrir.“ Eftir miklar lækkanir á hlutabréfum í kauphöllum vítt og breitt urðu sögulegar hækkanir vestanhafs í gær og í morgun hafa hlutabréfamarkaðir tekið vel við sér í Evrópu og Asíu. Hér heima hefur úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hækkað um tæp fimm prósent það sem af er degi.
Skattar og tollar Bandaríkin Donald Trump Alþingi Viðskiptaþvinganir Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira