Erlent

Írakar komnir með völdin

Írakar eru nú sjálfs síns herrar eftir að þeim voru fengin völdin í landinu í morgun, tveimur dögum fyrr en til stóð. Í morgun kvisaðist út að til stæði að flýta valdaskiptunum og að yfirlýsingar væri að vænta. Nú hefur hins vegar verið staðfest að Paul Bremer, landsstjóri Íraks, fékk nýjum, írökskum yfirvöldum valdaskiptapappíra í hendur í morgun í látlausri athöfn í höfuðstöðvum Bandaríkjahers í Bagdad. Þetta er meðal annars gert til að fyrirbyggja árásir hryðjuverkamanna á valdaskiptaathafnir og þykir írökskum yfirvöldum þetta jafnframt sýna að þau hafi verið reiðubúin að takast á við þetta verkefni fyrr en til stóð. Fréttaskýrendur segja aftur á móti með öllu óljóst hver áhrif þessa verða og hverju valdaskiptin breyta fyrir ástandið og óbreytta borgara í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×