Innlent

Framsókn gekk af fundi

Ráðherrar Framsóknarflokksins gengu af ríkisstjórnarfundi eftir aðeins fimmtán mínútur. Rætt var um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlamálið og drög að frumvarpi þar um. Engin sátt er í málinu. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu enn á fundi í Stjórnarráðinu fyrir stundu. Ríkisstjórnarfundurinn átti upphaflega að hefjast klukkan hálfellefu í morgun en honum var óvænt frestað til klukkan 14 þar sem drög að frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslu voru ekki tilbúin. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins vildi fyrir stundu ekki segja að ágreiningur væri um málið. Hins vegar hefði engin sátt náðst enn milli stjórnarflokkanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×