Góður í íslenskur Smári Jósepsson skrifar 5. júlí 2004 00:01 Áður en ég byrjaði að vinna hjá Fréttablaðinu var ég orðinn mjög heyrnarlaus gagnvart íslensku, hvort sem það var í töluðu eða rituðu máli. Það breyttist þó fljótlega við nýja starfið og hefur verið ofarlega í huganum allar götur síðan. Það sem mér blöskraði mest yfir var hversu margar slettur ég var farinn að nota. Og ég þurfti oftar en ekki að rembast við að þýða af ensku yfir á íslensku, ef til vandræða kom með eitthvað orð. Ætli ég hafi ekki verið 17 ára þegar ég lagði hlustir við viðtal þar sem þekkt íslensk rokkhljómsveit var á ferð. Í viðtalinu greindi hljómsveitin frá því að hún hefði neyðst til að "cancella" tónleikum. Man enn þann dag í dag hversu mikið þetta skar í eyrun. Mér ofbauð yfir uppátækinu en átti eftir að standa sjálfan mig af þessu þótt síðar yrði. En það ætti sennilega ekki að koma manni á óvart að íslenskukunnáttu manns hafi hrakað með jöfnu millibili. Slettur, sem áður þóttu hallærislegar, eru orðnar fólki eðlilegar í dag. "Kemur til með að" er mjög gott dæmi. Velti þessum hlutum fyrir mér með góðum félaga um daginn. Honum hitnaði í hamsi yfir stöðunni, enda íslenskumaður mikill og greinilega ekki á eitt sáttur um framvindu mála. "Það eru blessuðu amerísku áhrifin sem hafa þessi áhrif, hvort sem það er í gegnum tónlist eða bíómyndir. Svo gerum við grín að þjóðverjum og ítölum hversu lélegir í ensku þeir eru, talsetja allt erlent myndefni og innlend tónlist er í hávegum höfð á lagalistum útvarpsstöðvanna. Eru þeir bjánar eða við?". Nokkuð góður punktur. Erum við betur sett með að leyfa amerískum áhrifum að ná rótfestu hér eða gætum við gert betur í að vera við sjálf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Áður en ég byrjaði að vinna hjá Fréttablaðinu var ég orðinn mjög heyrnarlaus gagnvart íslensku, hvort sem það var í töluðu eða rituðu máli. Það breyttist þó fljótlega við nýja starfið og hefur verið ofarlega í huganum allar götur síðan. Það sem mér blöskraði mest yfir var hversu margar slettur ég var farinn að nota. Og ég þurfti oftar en ekki að rembast við að þýða af ensku yfir á íslensku, ef til vandræða kom með eitthvað orð. Ætli ég hafi ekki verið 17 ára þegar ég lagði hlustir við viðtal þar sem þekkt íslensk rokkhljómsveit var á ferð. Í viðtalinu greindi hljómsveitin frá því að hún hefði neyðst til að "cancella" tónleikum. Man enn þann dag í dag hversu mikið þetta skar í eyrun. Mér ofbauð yfir uppátækinu en átti eftir að standa sjálfan mig af þessu þótt síðar yrði. En það ætti sennilega ekki að koma manni á óvart að íslenskukunnáttu manns hafi hrakað með jöfnu millibili. Slettur, sem áður þóttu hallærislegar, eru orðnar fólki eðlilegar í dag. "Kemur til með að" er mjög gott dæmi. Velti þessum hlutum fyrir mér með góðum félaga um daginn. Honum hitnaði í hamsi yfir stöðunni, enda íslenskumaður mikill og greinilega ekki á eitt sáttur um framvindu mála. "Það eru blessuðu amerísku áhrifin sem hafa þessi áhrif, hvort sem það er í gegnum tónlist eða bíómyndir. Svo gerum við grín að þjóðverjum og ítölum hversu lélegir í ensku þeir eru, talsetja allt erlent myndefni og innlend tónlist er í hávegum höfð á lagalistum útvarpsstöðvanna. Eru þeir bjánar eða við?". Nokkuð góður punktur. Erum við betur sett með að leyfa amerískum áhrifum að ná rótfestu hér eða gætum við gert betur í að vera við sjálf?
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar