Fjölmiðlamálið reynir á Framsókn 12. júlí 2004 00:01 Forysta Framsóknarflokksins segir að fjölmiðlamálið reyni á flokkinn. Hún gefur ekki mikið fyrir gagnrýni oddvita flokksins í Reykjavíkurlistanum og formaður flokksins segir honum frjálst eins og öðrum að gagnrýna flokkinn. Slíkt sé þó ekki endilega vísbending um að eitthvað sé að í flokknum. Þingflokkur Framsóknar fundaði í dag í skugga skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem staðsetur flokkinn sem minnsta flokk landsins. Í kjölfar hennar gagnrýndi Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, forystu flokksins sem hann segir fylgja Sjálfstæðisflokknum í blindni og hlusti ekki á almenna flokksmenn Framsóknar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir málfrelsi vera í flokknum og að forystan sé ekki alltaf ánægð með gagnrýni en hún verði að sjálfsögðu að þola hana. Halldór segir niðurstöðu skoðanakönnunarinnar og gagnrýni innan flokksins ekki endilega vera vísbendingu um að eitthvað sé bogið í flokknum.Hann segir neikvæða umræðu hafa t.d. verið um álverið á Reyðarfirði fyrir nokkrum árum en reyndin sé önnur núna. Hafi flokkurinn látið stjórnast af skoðanakönnunum á sínum tíma hefði ekki neitt orðið úr neinu í því máli. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir það vekja athygli að á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á dögunum, þar sem hafi ríkt mikil eindrægni og einlægni, hafi Alfreð Þorsteinsson setið en ekki tekið til máls. Hann segir málið hins vegar reyna á flokkinn. Fleiri þingmenn Framsóknar bentu fréttamanni á þögn Alfreðs á miðstjórnarfundinum. Einn kom honum þó til varnar og sagði þögn Alfreðs þar hafa verið afar eðlilega. Á þeim tímapunkti hafi bæði formaður flokksins og varaformaður verið búnir að lýsa því yfir að málið yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær raddir heyrast nú innan þingflokksins að mikill titringur sé í þeirra röðum vegna útreiðarinnar í skoðanakönnun helgarinnar og gagnrýni Alfreðs Þorsteinssonar og að á næstu dögum komi í ljós hvort gagnrýni fleiri áhrifamanna hafi áhrif á framvindu og örlög fjölmiðlafrumvarpsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Forysta Framsóknarflokksins segir að fjölmiðlamálið reyni á flokkinn. Hún gefur ekki mikið fyrir gagnrýni oddvita flokksins í Reykjavíkurlistanum og formaður flokksins segir honum frjálst eins og öðrum að gagnrýna flokkinn. Slíkt sé þó ekki endilega vísbending um að eitthvað sé að í flokknum. Þingflokkur Framsóknar fundaði í dag í skugga skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem staðsetur flokkinn sem minnsta flokk landsins. Í kjölfar hennar gagnrýndi Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, forystu flokksins sem hann segir fylgja Sjálfstæðisflokknum í blindni og hlusti ekki á almenna flokksmenn Framsóknar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir málfrelsi vera í flokknum og að forystan sé ekki alltaf ánægð með gagnrýni en hún verði að sjálfsögðu að þola hana. Halldór segir niðurstöðu skoðanakönnunarinnar og gagnrýni innan flokksins ekki endilega vera vísbendingu um að eitthvað sé bogið í flokknum.Hann segir neikvæða umræðu hafa t.d. verið um álverið á Reyðarfirði fyrir nokkrum árum en reyndin sé önnur núna. Hafi flokkurinn látið stjórnast af skoðanakönnunum á sínum tíma hefði ekki neitt orðið úr neinu í því máli. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir það vekja athygli að á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á dögunum, þar sem hafi ríkt mikil eindrægni og einlægni, hafi Alfreð Þorsteinsson setið en ekki tekið til máls. Hann segir málið hins vegar reyna á flokkinn. Fleiri þingmenn Framsóknar bentu fréttamanni á þögn Alfreðs á miðstjórnarfundinum. Einn kom honum þó til varnar og sagði þögn Alfreðs þar hafa verið afar eðlilega. Á þeim tímapunkti hafi bæði formaður flokksins og varaformaður verið búnir að lýsa því yfir að málið yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær raddir heyrast nú innan þingflokksins að mikill titringur sé í þeirra röðum vegna útreiðarinnar í skoðanakönnun helgarinnar og gagnrýni Alfreðs Þorsteinssonar og að á næstu dögum komi í ljós hvort gagnrýni fleiri áhrifamanna hafi áhrif á framvindu og örlög fjölmiðlafrumvarpsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira