Erlent

Evrópudómstólinn ógildir ákvörðun

Evrópudómstóllinn hefur ógilt ákvörðun fjármálaráðherra Evrópusambandsins sem frestuðu aðgerðum gegn Þjóðverjum og Frökkum vegna fjárlagahalla en hann var talinn ógna stöðguleika ESB. Segir dómurinn í úrskurði sínum nú fyrir stundu að ráðherraráð ESB hafi í nóvember síðastliðnum bæði brotið reglur Stöðugleikasáttmálans og reglugerð sem ráðið setti sjálft. Samkvæmt sáttmálanum má fjárlagahalli á evrusvæðinu ekki fara yfir 3% af landsframleiðslu en nú stefnir í að Frakkland og Þýskaland brjóti þetta ákvæði þriðja árið í röð. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hugðist sekta ríkin fyrir þetta brot en ráðherraráðið frestaði aðgerðum og sagði regluna of stranga. Þá vísaði framkvæmdastjórnin málinu til Evrópudómstólsins sem hefur nú úrskurðað að ríkin skuli sektuð í samræmi við gildandi regur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×