Erlent

Óæskileg áhrif Berlusconis hindruð

Ítalska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp sem er ætlað að girða fyrir óæskileg áhrif forsætisráðherrans, Silvio Berlusconis, sem á einnig um helming í fjölmiðlum landsins. Andstæðingar frumvarpsins telja það ekki taka nægilega á þeirri hættu sem felst í því að Berlusconi sé svo valdamikill í stjórnkerfinu og í viðskiptalífinu. Mið- og hægrisinnaður meirihluti Berlusconis samþykkti frumvarpið í atkvæðagreiðslu í neðri deild þingsins en nú eru næstum þrjú ári liðin frá því að frumvarpið var fyrst lagt fram. Meðfylgjandi mynd var tekin af Berlusconi í dag í opinberri heimsókn hans í Bretlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×