Saga fjölmiðlamálsins 20. júlí 2004 00:01 Það var fyrir réttum þremur mánuðum, 20. apríl í vor, sem frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var kynnt í ríkisstjórn. Daginn eftir las Páll Magnússon inngang að frétt á Stöð 2 um að forsætisráðherra hafi kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, þótt skýrsla um sama efni hafi ekki enn verið gerð opinber. Strax þá fór málið í harðan hnút. Gagnrýnt var að skýrsla fjölmiðlanefndar hefði ekki fyrst verið gerð opinber og rædd í þinginu, og að nefndin hefði ekki verið beðin um að gera drög að lagafrumvarpi, fyrir hönd menntamálaráðherra. Þá var og gagnrýnt hve frumvarpið gekk langt í því að takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Sem dæmi var fyrirtækjum sem teljast markaðsráðandi, óheimilt með öllu að eiga nokkurn hlut í ljósvakamiðlum. Stjórnarandstaðan brást hin versta við og upp spruttu einnig deilur um að gengið væri gróflega gegn tjáningarfrelsinu, sem er meðal annars varið í stjórnarskrá. Þegar frumvarpið kom fyrir þingnefnd reyndist yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem gáfu álit sitt vera á móti frumvarpinu. Þá var því breytt lítillega, en síðan hófst langt orðaskak á Alþingi, þannig að þingstörf töfðust um tvær vikur. Strax á þessum tíma urðu raddir háværar um að forseti Íslands gæti synjað lögunum staðfestingar. Stjórnarliðar töldu það afar ólíklegt, þar sem þeir töldu málskotsrétt forseta í raun ekki til staðar, enda honum aldrei beitt til þessa. Forseti gaf tóninn þegar hann kom óvænt heim frá Mexíkó og sleppti því að vera viðstaddur konunglegt brúðkaup í Danmörku. Forsætisráðherra sagðist ekkert botna í forsetanum, enda hefði ekki staðið til að afgreiða frumvarpið á þeim tíma. Eftir mikið málþóf á Alþingi og andstöðu hagsmunasamtaka var frumvarpið svo samþykkt sem lög frá Alþingi 24. maí. 32 þingmenn greiddu atkvæði með, 30 á móti, einn stjórnarliði sat hjá. Þá tók við önnur lota andspyrnuhreyfinga, því Fjölmiðlasambandið hvatti almenning til að fara fram á við forseta Íslands, að hann synjaði lögunum staðfestingar. Yfir 30 þúsund manns skráðu sig á slíka undirskrifalista. Annan júní boðaði Ólafur Ragnar Grímsson svo til blaðamannafundar á Bessastöðum og var ljóst að stóra bomban var við það að springa. Forseti hélt ávarp þar sem hann varði ákvörðun sína, lögin skyldu lögð undir dóm þjóðarinnar. Ekki var málið svo einfalt, því engin lög eru til um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Sett var á laggirnar nefnd vísra lögmanna, sem skyldi leggja til hvernig atkvæðagreiðslan færi fram. Nefndin skilaði af sér, en stjórnarflokkarnir deildu hart um hvort og þá hvert ætti að vera lágmark atkvæðisbærra manna til að fella lögin í atkvæðagreiðslu. Flokkarnir gátu ekki með nokkru móti komið sér saman um þetta ákvæði og málið var enn og aftur komið í hnút. Það var svo að kvöldi 4. júlí, að Davíð Oddsson gaf fyrst til kynna, að engin yrði þjóðaratkvæðagreiðslan. Þá hafði ríkisstjórnin samið nýtt frumvarp, sem felldi fyrri lögin úr gildi. Varla þarf að rifja upp hin mörgu lögfræðiálit, sem hafa verið gefin síðustu daga og vikur, um það hvort heimilt sé að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú spurning stendur raunar enn, jafnvel þótt nú hafi lögin verið felld úr gildi og frumvarpið dregið til baka. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Það var fyrir réttum þremur mánuðum, 20. apríl í vor, sem frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var kynnt í ríkisstjórn. Daginn eftir las Páll Magnússon inngang að frétt á Stöð 2 um að forsætisráðherra hafi kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, þótt skýrsla um sama efni hafi ekki enn verið gerð opinber. Strax þá fór málið í harðan hnút. Gagnrýnt var að skýrsla fjölmiðlanefndar hefði ekki fyrst verið gerð opinber og rædd í þinginu, og að nefndin hefði ekki verið beðin um að gera drög að lagafrumvarpi, fyrir hönd menntamálaráðherra. Þá var og gagnrýnt hve frumvarpið gekk langt í því að takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Sem dæmi var fyrirtækjum sem teljast markaðsráðandi, óheimilt með öllu að eiga nokkurn hlut í ljósvakamiðlum. Stjórnarandstaðan brást hin versta við og upp spruttu einnig deilur um að gengið væri gróflega gegn tjáningarfrelsinu, sem er meðal annars varið í stjórnarskrá. Þegar frumvarpið kom fyrir þingnefnd reyndist yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem gáfu álit sitt vera á móti frumvarpinu. Þá var því breytt lítillega, en síðan hófst langt orðaskak á Alþingi, þannig að þingstörf töfðust um tvær vikur. Strax á þessum tíma urðu raddir háværar um að forseti Íslands gæti synjað lögunum staðfestingar. Stjórnarliðar töldu það afar ólíklegt, þar sem þeir töldu málskotsrétt forseta í raun ekki til staðar, enda honum aldrei beitt til þessa. Forseti gaf tóninn þegar hann kom óvænt heim frá Mexíkó og sleppti því að vera viðstaddur konunglegt brúðkaup í Danmörku. Forsætisráðherra sagðist ekkert botna í forsetanum, enda hefði ekki staðið til að afgreiða frumvarpið á þeim tíma. Eftir mikið málþóf á Alþingi og andstöðu hagsmunasamtaka var frumvarpið svo samþykkt sem lög frá Alþingi 24. maí. 32 þingmenn greiddu atkvæði með, 30 á móti, einn stjórnarliði sat hjá. Þá tók við önnur lota andspyrnuhreyfinga, því Fjölmiðlasambandið hvatti almenning til að fara fram á við forseta Íslands, að hann synjaði lögunum staðfestingar. Yfir 30 þúsund manns skráðu sig á slíka undirskrifalista. Annan júní boðaði Ólafur Ragnar Grímsson svo til blaðamannafundar á Bessastöðum og var ljóst að stóra bomban var við það að springa. Forseti hélt ávarp þar sem hann varði ákvörðun sína, lögin skyldu lögð undir dóm þjóðarinnar. Ekki var málið svo einfalt, því engin lög eru til um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Sett var á laggirnar nefnd vísra lögmanna, sem skyldi leggja til hvernig atkvæðagreiðslan færi fram. Nefndin skilaði af sér, en stjórnarflokkarnir deildu hart um hvort og þá hvert ætti að vera lágmark atkvæðisbærra manna til að fella lögin í atkvæðagreiðslu. Flokkarnir gátu ekki með nokkru móti komið sér saman um þetta ákvæði og málið var enn og aftur komið í hnút. Það var svo að kvöldi 4. júlí, að Davíð Oddsson gaf fyrst til kynna, að engin yrði þjóðaratkvæðagreiðslan. Þá hafði ríkisstjórnin samið nýtt frumvarp, sem felldi fyrri lögin úr gildi. Varla þarf að rifja upp hin mörgu lögfræðiálit, sem hafa verið gefin síðustu daga og vikur, um það hvort heimilt sé að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú spurning stendur raunar enn, jafnvel þótt nú hafi lögin verið felld úr gildi og frumvarpið dregið til baka.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira