Innlent

Hefði viljað kosningar

Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, sem barist hefur gegn fjölmiðlalögunum, segist telja að lögin séu ekki á hendi Alþingis og að þjóðin hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þess að greiða um þau atkvæði. Hann segir það hins vegar bót í máli fyrir andstæðinga frumvarpsins að málið sé komið aftur fyrir byrjunarreit og bendir á að eins og málum eigi að hátta nú sé fyrst og fremst verið að brjóta á stuðningsmönnum frumvarpsins. Hann segir að þróunin á síðustu vikum hafi haft nokkra ávinninga í för með. Hann segir ljóst að Alþingi hafi valdmörk og að þingveldið sé ekki algilt heldur hafi forsetinn einnig hlutverki að gegna.."Embætti þjóðkjörins forseta var beinlínis sett upp til að vega á móti stjórnmálavaldinu til dæmis í tilfelli þar sem valdið gæti komist algjörlega á hendur eins eða tveggja flokksforingja sem ná algjörum tökum á auðsveipu og ístöðulitlu þingi," segir Ólafur "Þjóðin hefur á undanförnum vikum orðið vitni að alvarlegu hegðunarvandamál að hálfu lítillar og uppivöðslusamrar klíku og þeirri klíku hafa nú verið kenndir þeir mannasiðir að hún veit hér eftir: "Svona gerir maður ekki"," segir Ólafur Hannibalsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×