Innlent

Breytingar frumvarpsins samþykktar

Breytingar allsherjarnefndar á fjölmiðlafrumvarpinu voru samþykktar við aðra umræðu á Alþingi í gærkvöld með 31 atkvæði stjórnarliða. 28 sátu hjá en fjórir greiddu ekki atkvæði. Þriðja og síðasta umræða hefst nú klukkan tíu og má því búast við að frumvarpið verði endanlega afgreitt síðar í dag. Þar með verða fjölmiðlalögin, sem forseti Íslands synjaði staðfestingar, felld úr gildi án þess að önnur komi í staðinn. Þó verða gerðar breytingar á skipan útvarpsréttarnefndar. Forseti Íslands fær síðan þessi nýju lög til staðfestingar og kemur þá í ljós á næstu dögum hvort hann staðfestir þau með undirskrift eða vísar þeim einnig til þjóðarinnar, eins og fyrri fjölmiðlalögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×