Erlent

100 dagar til kosninga

John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segist staðráðinn í að sannfæra kjósendur um það á næstu þremur mánuðum að hann sé betur til þess fallinn að verja landið gegn hryðjuverkum heldur en George Bush. Kerry telur þá 100 daga sem nú eru til kosninga nægan tíma til að sannfæra fólkið í Bandaríkjunum um ágæti stefnu sinnar í öryggismálum. Kerry, sem nú ferðast um Bandaríkin endilöng til að dreifa boðskap sínum, verður formlega útnefndur forsetaframbjoðandi demókrata á flokksþingi þeirra sem hefst á mánudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×