Erlent

Kosningaeftirlit í Bandaríkjunum

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu ætlar að vera með kosningaeftirlit í bandarísku forsetakosningunum. Íslensk kona verður í forsvari fyrir eftirlitið. Fjölmargir þingmenn kröfðust þess að alþjoðlegt eftirlit yrði með kosningunum efttr reysluna í síðustu kosningunum en þá tók nokkrar vikur úrskurða hver væri sigurvegari kosninganna. Stjórnvöld Í Bandaríkjunum buðu ÖSE að koma en margir sökuðu repúblikanaflokk George Bush, forseta um svik og að flokkurinn hefði nýtt sér vanþekkingu kjósenda með flóknum kosningaaðferðum. Urður Gunnarsdóttir er talsmaður kosningaeftirlits ÖSE og hún segir að fulltrúum stofnunarinnar hafi þótt full ástæða til að fara á staðinn eftir að hópur eftirlitsmanna skrifaði stutta skýrslu um forsetakosningarnar árið 2000. Flestir muna eflaust eftir því að nokkrar vikur tók að úrskurða sigurvegara kosninganna vegna atkvæða í Flórída. Margir töldu að Repúblikanaflokkur Georges Bush, og bróðir hans sem er ríkisstjóri í Flórída, hefðu kerfisbundið misnotað kosningaaðferðir til að útiloka atkvæði frá minnihlutahópum. ÖSE segir hins vegar að ónæg þjálfun í tengslum við fjölmörg kosningakerfi hafi ef til vill verið helsta vandamálið í Flórída og annars staðar. Urður segir að ýmislegt hafi verið gert til batnaðar síðan í síðustu kosningum en þó sé margt sem eigi eftir að lagfæra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×