Erlent

Bandaríkin betur stödd

George Bush Bandaríkjaforseti segist þess fullviss að Bandaríkin séu betur stödd nú en fyrir fjórum árum, bæði í innanríkismálum og utanríkismálum. Þessu lýsti forsetinn yfir í spjallþætti Larry King í gær þar sem hann sagði einnig að heimurinn væri öruggari staður eftir fjögurra ára setu sína á forsetastóli. Bush sagði fimmtíu milljónir manna, sem lifað hefðu við örbirgð og ill mannréttindi fyrir fjórum árum, búa nú í þjóðfélögum þar sem lýðræði væri að komast á. Lönd eins og Pakistan og Líbía, sem hafi verið ógn við heimsfriðinn fyrir nokkrum árum, séu nú bandamenn í stríðinu við hryðjuverkamenn. Síðan er bara að bíða og sjá hvort kjósendur vestra hafi sömu sýn á þessi mál og forsetinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×