Innlent

Stjórnaskipti í Heimdalli

Bolli Thoroddsen, 23 ára verkfræðinemi, var kjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi þess í gær. Bolli hlaut 495 atkvæði en Helga Árnadóttir, sem einnig var í kjöri, 396. Tvær fylkingar hafa tekist á um völdin í Heimdalli undanfarin ár og naut Helga stuðnings fráfarandi stjórnar. Má því segja að ný öfl hafi tekið við stjórnartaumunum í félaginu. Meðal áhersluatriða Bolla og hans fólks í kosningabaráttunni var að fjölga Heimdellingum svo félagið gæti haft raunverulegt vægi í þjóðmálaumræðunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×