Baráttuglatt íslenskt lið tapaði 14. ágúst 2004 00:01 Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Aþenu með fjórum mörkum, 30-34, gegn heimsmeisturum Króata í gær. Íslenska liðið gafst aldrei upp í leiknum þótt Króatar virtust nokkrum sinnum vera að stinga af og barátta íslensku strákanna hélt þeim inni í leiknum. Það var nokkur getumunur á liðunum og Króatar höfðu mun minna fyrir hlutunum. Króatar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-16, en náðu mest sex marka forskoti í tvígang í seinni hálfleik. „Maður er aldrei ánægður með að tapa og að mínu mati vantaði herslumuninn hjá okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson dapur eftir leikinn. „Við fórum oft og illa að ráði okkar. Þessi mistök voru dýr og komu þegar við fengum tækifæri til þess að komast inn í leikinn.“ Íslenska liðið fékk allt of mörg hraðaupphlaupmörk á sig og markvarslan var svo gott sem engin. Þrátt fyrir það voru margir ljósir punktar í leik liðsins. „Þrátt fyrir að markvarslan hafi verið lítil fannst mér vörnin standa sig mjög vel. Sóknarleikurinn var líka á köflum mjög góður. Það var margt jákvætt í þessu en mistök okkar urðu okkur að falli,“ sagði Guðmundur en hann var sammála því að það væri allt annar bragur á leik íslenska liðsins. „Það er mjög góður andi í liðinu og menn eru að berjast til síðasta blóðdropa út leikinn og það er gott veganesti upp á framhaldið. Mér finnst við eiga helling inni og við ætlum að berjast áfram og gefa okkur alla í þetta.“ Ólafur Stefánsson var að venju miðpunktur sóknarleiksins og átti þátt í 20 af 30 mörkum liðsins, skoraði átta sjálfur og átti að auki 12 stoðsendingar. Guðjón Valur Sigurðsson var án nokkurs vafa besti leikmaður íslenska liðsins en hann átti sannkallaðan stórleik. Því miður þá dugði stórleikur hans ekki til að þessu sinni. „Þrátt fyrir úrslitin þá var þetta fínn leikur hjá okkur. Við börðumst allan tímann og gáfum okkur alla í þetta. Án þess að ég sé að lofa heimsmeistarana of mikið þá eru þeir heimsmeistarar og þeir sýndu mátt sinn í dag þegar við nálguðumst þá,“ sagði Guðjón Valur og bætti við að mörg mistök voru liðinu dýr. „Við réttum þeim boltann og þeir fá fjölda marka nánast gefins hjá okkur. Annars var fínt að spila hérna og við getum lært helling af þessu,“ sagði Guðjón Valur sem skoraði 7 mörk og fiskaði að auki 4 víti í leiknum. Ísland–Króatía 30–34 (12–16)Leikmenn Skot/víti-Mörk (stoðs.) Ólafur Stefánsson 8/2-15/3 (12) Guðjón Valur Sigurðsson 7-9 (1) Sigfús Sigurðsson 5-7 (0) Jaliesky Garcia Padron 5-14 (2) Einar Örn Jónsson 2-2 (1) Róbert Gunnarsson 1/1-2/2 (0) Dagur Sigurðsson 1-4 (3) Snorri Steinn Guðjónsson 1-4 (1) Gylfi Gylfason 0-1 (2) Ásgeir Örn Hallgrímsson 0-1 (0) Markverðir Skot/víti-varin (hlutfall) Guðmundur Hrafnkelsson 1-19/1 (5%) Roland Valur Eradze 6-22/1 (27%) Tölfræðin Ísland–KróatíaHraðaupphlaupsmörk: 7–11 (Guðjón 3, Sigfús 2, Ólafur, Garcia). Vítanýting (fiskuð): 3 af 5 (Guðjón 4, ÓIafur). Varin skot í vörn: 2–7 (Guðjón, Sigfús). Tapaðir boltar: 15–12 Brottvísanir (í mín): 16–18 Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Aþenu með fjórum mörkum, 30-34, gegn heimsmeisturum Króata í gær. Íslenska liðið gafst aldrei upp í leiknum þótt Króatar virtust nokkrum sinnum vera að stinga af og barátta íslensku strákanna hélt þeim inni í leiknum. Það var nokkur getumunur á liðunum og Króatar höfðu mun minna fyrir hlutunum. Króatar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-16, en náðu mest sex marka forskoti í tvígang í seinni hálfleik. „Maður er aldrei ánægður með að tapa og að mínu mati vantaði herslumuninn hjá okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson dapur eftir leikinn. „Við fórum oft og illa að ráði okkar. Þessi mistök voru dýr og komu þegar við fengum tækifæri til þess að komast inn í leikinn.“ Íslenska liðið fékk allt of mörg hraðaupphlaupmörk á sig og markvarslan var svo gott sem engin. Þrátt fyrir það voru margir ljósir punktar í leik liðsins. „Þrátt fyrir að markvarslan hafi verið lítil fannst mér vörnin standa sig mjög vel. Sóknarleikurinn var líka á köflum mjög góður. Það var margt jákvætt í þessu en mistök okkar urðu okkur að falli,“ sagði Guðmundur en hann var sammála því að það væri allt annar bragur á leik íslenska liðsins. „Það er mjög góður andi í liðinu og menn eru að berjast til síðasta blóðdropa út leikinn og það er gott veganesti upp á framhaldið. Mér finnst við eiga helling inni og við ætlum að berjast áfram og gefa okkur alla í þetta.“ Ólafur Stefánsson var að venju miðpunktur sóknarleiksins og átti þátt í 20 af 30 mörkum liðsins, skoraði átta sjálfur og átti að auki 12 stoðsendingar. Guðjón Valur Sigurðsson var án nokkurs vafa besti leikmaður íslenska liðsins en hann átti sannkallaðan stórleik. Því miður þá dugði stórleikur hans ekki til að þessu sinni. „Þrátt fyrir úrslitin þá var þetta fínn leikur hjá okkur. Við börðumst allan tímann og gáfum okkur alla í þetta. Án þess að ég sé að lofa heimsmeistarana of mikið þá eru þeir heimsmeistarar og þeir sýndu mátt sinn í dag þegar við nálguðumst þá,“ sagði Guðjón Valur og bætti við að mörg mistök voru liðinu dýr. „Við réttum þeim boltann og þeir fá fjölda marka nánast gefins hjá okkur. Annars var fínt að spila hérna og við getum lært helling af þessu,“ sagði Guðjón Valur sem skoraði 7 mörk og fiskaði að auki 4 víti í leiknum. Ísland–Króatía 30–34 (12–16)Leikmenn Skot/víti-Mörk (stoðs.) Ólafur Stefánsson 8/2-15/3 (12) Guðjón Valur Sigurðsson 7-9 (1) Sigfús Sigurðsson 5-7 (0) Jaliesky Garcia Padron 5-14 (2) Einar Örn Jónsson 2-2 (1) Róbert Gunnarsson 1/1-2/2 (0) Dagur Sigurðsson 1-4 (3) Snorri Steinn Guðjónsson 1-4 (1) Gylfi Gylfason 0-1 (2) Ásgeir Örn Hallgrímsson 0-1 (0) Markverðir Skot/víti-varin (hlutfall) Guðmundur Hrafnkelsson 1-19/1 (5%) Roland Valur Eradze 6-22/1 (27%) Tölfræðin Ísland–KróatíaHraðaupphlaupsmörk: 7–11 (Guðjón 3, Sigfús 2, Ólafur, Garcia). Vítanýting (fiskuð): 3 af 5 (Guðjón 4, ÓIafur). Varin skot í vörn: 2–7 (Guðjón, Sigfús). Tapaðir boltar: 15–12 Brottvísanir (í mín): 16–18
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira