Sorphirðugjöld hækka um þriðjung 17. september 2004 00:01 Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka um 30 prósent, nái tillögur nefndar um mótun stefnu í úrgangsmálum fram að ganga. Þeir sem sætta sig við sorphreinsun á hálfsmánaðarfresti geta hins vegar lækkað sorphirðugjöldin um 35 prósent frá því sem nú er. Tillögurnar voru kynntar í borgarráði á fimmtudag. Sorphirðugjöld fara úr 7.460 í 9.700 krónur á ári. Þau lækka hins vegar um helming með minni tíðni og fara þá í 4.850 krónur. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að komið verði til móts við fólk sem kýs minni sorphirðu með bættu aðgengi að grenndargámastöðvum. Björk Vilhelmsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að hækkunin sé hluti af landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem samþykkt hafi verið á Alþingi. "Við erum búin að binda okkur með alþjóðasamningum um að minnka sorp," segir hún og bætir við að fyrirhugaðar breytingar séu skref í þá átt. Borgarráð hefur þegar staðfest stefnumörkun nefndarinnar um að hætta hirðingu fyrirtækjasorps um næstu áramót. Tillögurnar nú ná hins vegar til heimilissorps. "Í samræmi við þá stefnumótun löggjafans að sorphirðugjöld endurspegli kostnað við sorphirðuna, er lagt til að niðurgreiðslu þjónustunnar verði hætt og verð vikulegrar sorphirðu hækki um 30 prósent. Hins vegar bjóðist fólki 50 prósenta afsláttur af sorphirðugjöldum sætti það sig við að tunnurnar séu tæmdar sjaldnar," segir í tilkynningu borgarinnar. Björk segir þá framsetningu borgarinnar að verið sé að lækka sorphirðugjöld raunhæfa því grenndargámakerfi borgarinnar sé öflugt. "Þar getur fólk skilað inn dagblöðum og fernum. Þegar fram í sækir hönnum við svo grenndargámastöðvarnar með það að markmiði að fjölga flokkum og svo erum við auðvitað með endurvinnslustöðvar Sorpu og margt fleira," segir hún og vonast til að nokkuð stór hópur geti nýtt sér lægri sorphirðugjöld. Ekki liggja þó fyrir áætlanir um hversu stór sá hópur er, en ætla má að barnmargar fjölskyldur eigi einna verst með að draga úr sorpi frá heimilum sínum. "Okkur ber að láta sorphirðugjöldin dekka meðalraunkostnað af sorphirðunni," segir Björk og áréttar að hækkunin sé ekki ákvörðun nefndarinnar. "Þetta er bara það sem okkur bar að gera." Björk Vilhelmsdóttir Björk segir að fyrirséður sé einhver samdráttur hjá sorphirðudeild borgarinnar þegar en ekki komi þó til uppsagna fastráðinna starfsmanna. Síðustu ár hefur fólk verið lausráðið og hægt verði að úrelda bíla sem komnir séu til ára sinna. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka um 30 prósent, nái tillögur nefndar um mótun stefnu í úrgangsmálum fram að ganga. Þeir sem sætta sig við sorphreinsun á hálfsmánaðarfresti geta hins vegar lækkað sorphirðugjöldin um 35 prósent frá því sem nú er. Tillögurnar voru kynntar í borgarráði á fimmtudag. Sorphirðugjöld fara úr 7.460 í 9.700 krónur á ári. Þau lækka hins vegar um helming með minni tíðni og fara þá í 4.850 krónur. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að komið verði til móts við fólk sem kýs minni sorphirðu með bættu aðgengi að grenndargámastöðvum. Björk Vilhelmsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að hækkunin sé hluti af landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem samþykkt hafi verið á Alþingi. "Við erum búin að binda okkur með alþjóðasamningum um að minnka sorp," segir hún og bætir við að fyrirhugaðar breytingar séu skref í þá átt. Borgarráð hefur þegar staðfest stefnumörkun nefndarinnar um að hætta hirðingu fyrirtækjasorps um næstu áramót. Tillögurnar nú ná hins vegar til heimilissorps. "Í samræmi við þá stefnumótun löggjafans að sorphirðugjöld endurspegli kostnað við sorphirðuna, er lagt til að niðurgreiðslu þjónustunnar verði hætt og verð vikulegrar sorphirðu hækki um 30 prósent. Hins vegar bjóðist fólki 50 prósenta afsláttur af sorphirðugjöldum sætti það sig við að tunnurnar séu tæmdar sjaldnar," segir í tilkynningu borgarinnar. Björk segir þá framsetningu borgarinnar að verið sé að lækka sorphirðugjöld raunhæfa því grenndargámakerfi borgarinnar sé öflugt. "Þar getur fólk skilað inn dagblöðum og fernum. Þegar fram í sækir hönnum við svo grenndargámastöðvarnar með það að markmiði að fjölga flokkum og svo erum við auðvitað með endurvinnslustöðvar Sorpu og margt fleira," segir hún og vonast til að nokkuð stór hópur geti nýtt sér lægri sorphirðugjöld. Ekki liggja þó fyrir áætlanir um hversu stór sá hópur er, en ætla má að barnmargar fjölskyldur eigi einna verst með að draga úr sorpi frá heimilum sínum. "Okkur ber að láta sorphirðugjöldin dekka meðalraunkostnað af sorphirðunni," segir Björk og áréttar að hækkunin sé ekki ákvörðun nefndarinnar. "Þetta er bara það sem okkur bar að gera." Björk Vilhelmsdóttir Björk segir að fyrirséður sé einhver samdráttur hjá sorphirðudeild borgarinnar þegar en ekki komi þó til uppsagna fastráðinna starfsmanna. Síðustu ár hefur fólk verið lausráðið og hægt verði að úrelda bíla sem komnir séu til ára sinna.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira