Stófelldar kerfisbreytingar 13. október 2005 14:41 Tillögur Reykjavíkurlistans um stórfelldar breytingar á stjórnkerfi borgarinnar eru nú til óformlegrar umfjöllunar meðal borgarfulltrúa. Þar er meðal annars lögð til sameining menningarmála og íþrótta- og tómstundamála og sameining fræðsluráðs og leikskólaráðs. Þá er lagt til að embætti borgarlögmanns og borgarritara verði lögð niður auk Innkaupastofnunar Reykjavíkur og Aflvaka. Búist er við að endanlegar tillögur um þetta liggi fyrir í næsta mánuði. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður stjórnkerfisnefndar Reykjavíkurborgar, segir að unnið sé að tillögum um sameiningu fjölmargra nefnda og sviða. "Það er verið að skoða allt stjórnkerfið, þar á meðal ráðhúsið og einstaka skrifstofur og nefndir." Dagur segir að sameining íþróttamála og menningarmála sé þar á meðal. Nefndirnir séu býsna margar og borgarkerfið óþarflega flókið. "Fólk á ekki að þurfa masterspróf í stjórnsýslufræðum til að skilja stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þess vegna viljum við einfalda það og gera kerfið skilvirkara. Það er engum greiði gerður með því að hafa nefndirnar of smáar. Við þannig kringumstæður fer of mikill tími í samráðsfundi nefnda og þeim gefst ekki tækifæri til að einbeita sér að stefnumörkun og framtíðarsýn." Dagur segir að markmiðið sé eingöngu að einfalda hlutina því það sé ekki vitað hvort breytingarnar leiði til sparnaðar fyrir borgina, komi þær til framkvæmdar. Forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar sem blaðið náði tali af segjast óánægðir með hugmyndirnar. Verið sé að búa til svo stórar stjórnsýslueiningar að þær kunni að missa sjónar á markmiðum þessara ólíku málaflokka. Þá þótti öðrum sem núverandi fyrirkomulag virkaði vel og því væri lítil ástæða til breytinga. Pólitísk samstaða mun vera um sumar tillögur Reykjavíkurlistans. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks munu þó vera ósáttir við sumt sem þar kemur fram, þar á meðal sameiningu íþróttamála og menningarmála. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Tillögur Reykjavíkurlistans um stórfelldar breytingar á stjórnkerfi borgarinnar eru nú til óformlegrar umfjöllunar meðal borgarfulltrúa. Þar er meðal annars lögð til sameining menningarmála og íþrótta- og tómstundamála og sameining fræðsluráðs og leikskólaráðs. Þá er lagt til að embætti borgarlögmanns og borgarritara verði lögð niður auk Innkaupastofnunar Reykjavíkur og Aflvaka. Búist er við að endanlegar tillögur um þetta liggi fyrir í næsta mánuði. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður stjórnkerfisnefndar Reykjavíkurborgar, segir að unnið sé að tillögum um sameiningu fjölmargra nefnda og sviða. "Það er verið að skoða allt stjórnkerfið, þar á meðal ráðhúsið og einstaka skrifstofur og nefndir." Dagur segir að sameining íþróttamála og menningarmála sé þar á meðal. Nefndirnir séu býsna margar og borgarkerfið óþarflega flókið. "Fólk á ekki að þurfa masterspróf í stjórnsýslufræðum til að skilja stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þess vegna viljum við einfalda það og gera kerfið skilvirkara. Það er engum greiði gerður með því að hafa nefndirnar of smáar. Við þannig kringumstæður fer of mikill tími í samráðsfundi nefnda og þeim gefst ekki tækifæri til að einbeita sér að stefnumörkun og framtíðarsýn." Dagur segir að markmiðið sé eingöngu að einfalda hlutina því það sé ekki vitað hvort breytingarnar leiði til sparnaðar fyrir borgina, komi þær til framkvæmdar. Forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar sem blaðið náði tali af segjast óánægðir með hugmyndirnar. Verið sé að búa til svo stórar stjórnsýslueiningar að þær kunni að missa sjónar á markmiðum þessara ólíku málaflokka. Þá þótti öðrum sem núverandi fyrirkomulag virkaði vel og því væri lítil ástæða til breytinga. Pólitísk samstaða mun vera um sumar tillögur Reykjavíkurlistans. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks munu þó vera ósáttir við sumt sem þar kemur fram, þar á meðal sameiningu íþróttamála og menningarmála.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira