Úrskurðaður í gæsluvarðhald 30. september 2004 00:01 Karlmaður um þrítugt var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni, amfetamíni og LSD. Þar með sitja sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm hér á landi og tveir í Hollandi. Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í gær var handtekinn í gærmorgun. Hann er um þrítugt, búsettur í Reykjavík og hefur lítið komið við sögu fíkniefnamála áður. Ásgeir Karlsson, sem fer með rannsókn málsins, segir ekki ljóst enn hver hlutur hans sé í málinu en hann segir rannsókn málsins ganga ágætlega. Upphaf málsins má rekja aftur til marsmánaðar þegar þrjú kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni fundustu um borð í Dettifossi. Í júlí fannst svo rúmlega helmingi stærri sending af amfetamíni í sama skipi. Alls fannst því rúmur tugur kílóa af amfetamíni og kókaíni í þessum tveimur sendingum. Enginn var handtekinn í tengslum við þessa fundi. Um miðjan september var svo hald lagt á 2000 skammta af LSD og var karlmaður í Vestmannaeyjum þá handtekinn. Í kjölfarið voru tveir karlmenn og ein kona handtekin í Reykjavík. Öðrum karlanna var sleppt úr haldi en hin tvö úrskurðuð í gæsluvarðhald. Nokkrum dögum síðar var karlmaður handtekinn í höfuðborginni og úrskurðaður í gæsluvarðhald og í gær var svo einn karl til viðbótar úrskurðaður í gæsluvarðhald sem fyrr segir. Hér á landi sitja því fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við þetta stóra fíkniefnamál. Til viðbótar sitja tveir Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Hollandi. Krafist hefur verið framsals yfir öðrum þeirra. Ekki eru enn vísbendingar um að hinn sem situr í gæsluvarðhaldi ytra tengist smyglinu og því hefur ekki verið farið fram á að hann verði framseldur hingað til lands. Hann hefur áður verið framseldur í tengslum við hvarf Valgeirs Víðissonar fyrir áratug. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Karlmaður um þrítugt var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni, amfetamíni og LSD. Þar með sitja sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm hér á landi og tveir í Hollandi. Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í gær var handtekinn í gærmorgun. Hann er um þrítugt, búsettur í Reykjavík og hefur lítið komið við sögu fíkniefnamála áður. Ásgeir Karlsson, sem fer með rannsókn málsins, segir ekki ljóst enn hver hlutur hans sé í málinu en hann segir rannsókn málsins ganga ágætlega. Upphaf málsins má rekja aftur til marsmánaðar þegar þrjú kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni fundustu um borð í Dettifossi. Í júlí fannst svo rúmlega helmingi stærri sending af amfetamíni í sama skipi. Alls fannst því rúmur tugur kílóa af amfetamíni og kókaíni í þessum tveimur sendingum. Enginn var handtekinn í tengslum við þessa fundi. Um miðjan september var svo hald lagt á 2000 skammta af LSD og var karlmaður í Vestmannaeyjum þá handtekinn. Í kjölfarið voru tveir karlmenn og ein kona handtekin í Reykjavík. Öðrum karlanna var sleppt úr haldi en hin tvö úrskurðuð í gæsluvarðhald. Nokkrum dögum síðar var karlmaður handtekinn í höfuðborginni og úrskurðaður í gæsluvarðhald og í gær var svo einn karl til viðbótar úrskurðaður í gæsluvarðhald sem fyrr segir. Hér á landi sitja því fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við þetta stóra fíkniefnamál. Til viðbótar sitja tveir Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Hollandi. Krafist hefur verið framsals yfir öðrum þeirra. Ekki eru enn vísbendingar um að hinn sem situr í gæsluvarðhaldi ytra tengist smyglinu og því hefur ekki verið farið fram á að hann verði framseldur hingað til lands. Hann hefur áður verið framseldur í tengslum við hvarf Valgeirs Víðissonar fyrir áratug.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira