Krefst fjögurra ára fangelsis 30. september 2004 00:01 Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl. Ein líkamsárasanna var sérstaklega hættuleg en þá réðst Stefán á sextán ára pilt. Pilturinn segir Stefán hafa slegið sig á kjaftinn og í magann og að lokum hafi hann sparkað í magann á honum þar sem hann lá í gólfinu. Stefán hefur játað tvö högg af þremur. Vitnisburðir í hinum tveimur líkamsárásunum eru mjög á reiki. Vitni muna ýmist ekki eftir hvað gerðist, segjast ekki hafa verið á staðnum eða ber ekki saman um hvað gerst hafi. Stefán Logi segist sjálfur ekki muna neitt vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Síðasta líkamsárásin var gegn ungri konu og segist Stefán ekkert muna en neitar árásinni þar sem hann hafi aldrei lagt hendur á kvenmann. Verjandi Stefáns segir hann hafa átt erfiða æsku og foreldrar hans hafi ekki verið góðar fyrirmyndir. Kvöldsögur frá föður Stefáns hafi fjallað um ofbeldi og drykkju. Stefán var á reynslulausn þegar hann var handtekinn vegna líkamsárásanna en ekki fékkst gæsluvarðhald eftir þá fyrstu. Verjandinn segir lögreglu hafa farið fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna en það ekki gengið eftir enda Stefán þá búinn að játa brotið að mestu. Eftir hinar árásirnar hafi hann hins vegar verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sem farið hafi verið fram á vegna hagsmuna almennings. Verjandinn segir Stefán hafa beðið fangelsismálayfirvöld um að fá að ljúka afplánun í meðferð en honum hafi verið neitað vegna agabrota. "Hann fékk ekki hjálp af því að hann hafði verið óþekkur en hann hefur verið óþekkur allt sitt líf," sagði verjandinn. Þegar hann hafi svo losnað út fyrir um ári síðan hafi hann reynt að standa sig enda nýorðinn faðir. Um áramótin hafi fíknin fellt hann og eftir það hafi allt farið til verri vegar. Stefán á langan afbrotaferil að baki og hlaut meðal annars tveggja ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás á heimili sínu á Skeljagranda árið 2002, auk annarrar líkamsárásar sem hann framdi sama dag. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira
Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl. Ein líkamsárasanna var sérstaklega hættuleg en þá réðst Stefán á sextán ára pilt. Pilturinn segir Stefán hafa slegið sig á kjaftinn og í magann og að lokum hafi hann sparkað í magann á honum þar sem hann lá í gólfinu. Stefán hefur játað tvö högg af þremur. Vitnisburðir í hinum tveimur líkamsárásunum eru mjög á reiki. Vitni muna ýmist ekki eftir hvað gerðist, segjast ekki hafa verið á staðnum eða ber ekki saman um hvað gerst hafi. Stefán Logi segist sjálfur ekki muna neitt vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Síðasta líkamsárásin var gegn ungri konu og segist Stefán ekkert muna en neitar árásinni þar sem hann hafi aldrei lagt hendur á kvenmann. Verjandi Stefáns segir hann hafa átt erfiða æsku og foreldrar hans hafi ekki verið góðar fyrirmyndir. Kvöldsögur frá föður Stefáns hafi fjallað um ofbeldi og drykkju. Stefán var á reynslulausn þegar hann var handtekinn vegna líkamsárásanna en ekki fékkst gæsluvarðhald eftir þá fyrstu. Verjandinn segir lögreglu hafa farið fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna en það ekki gengið eftir enda Stefán þá búinn að játa brotið að mestu. Eftir hinar árásirnar hafi hann hins vegar verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sem farið hafi verið fram á vegna hagsmuna almennings. Verjandinn segir Stefán hafa beðið fangelsismálayfirvöld um að fá að ljúka afplánun í meðferð en honum hafi verið neitað vegna agabrota. "Hann fékk ekki hjálp af því að hann hafði verið óþekkur en hann hefur verið óþekkur allt sitt líf," sagði verjandinn. Þegar hann hafi svo losnað út fyrir um ári síðan hafi hann reynt að standa sig enda nýorðinn faðir. Um áramótin hafi fíknin fellt hann og eftir það hafi allt farið til verri vegar. Stefán á langan afbrotaferil að baki og hlaut meðal annars tveggja ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás á heimili sínu á Skeljagranda árið 2002, auk annarrar líkamsárásar sem hann framdi sama dag.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira