Innlent

Davíðs skipar virðingarsess

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands lauk lofsorði á störf þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í ráðuneytunum sem þeir yfirgáfu um miðjan síðasta mánuð. Sagði forsetinn að Davíð Oddsson myndi skipa "sérstakan virðingarsess í annálum þings og þjóðar." Forsetinn gerði veikindi Davíðs að umtalsefni: „Það er þraut að glíma við erfið og margþætt veikindi en eðliskostir, staðfesta og bjartsýni sem hann býr yfir í ríkum mæli eru haldgott veganesti. Þegar Alþingi kemur nú saman væntum við öll að hann geti innan tíðar tekið sem fyrr fullan þátt í störfum þingsins," sagði Ólafur Ragnar. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra var ekki viðstaddur setningu Alþingis en hann mun ókominn heim frá útlöndum. Hann hefur dvalist í Slóveníu í tíu daga. Davíð er væntanlegur heim um helgina og verður viðstaddur umræður um stefnuræðu ríkisstjórnarinnar á mánudag.    



Fleiri fréttir

Sjá meira


×