Jónas neitar allri sök 18. október 2004 00:01 Einn sakborninga í líkfundarmálinu neitar allri sök. Hinum sakborningunum tveimur ber að mestu leyti saman um að allir þrír hafi átt þátt í að koma líki Vaidasar Júsevicsíusar fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir að hafa þátt í að flytja fíkniefni til landsins, ekki komið Vaidasi til hjálpar þegar hann var orðinn fárveikur og loks fyrir að hafa komið líkinu fyrir í Neskaupsstaðarhöfn þann 8. febrúar síðastliðinn. Tveimur sakborninganna, Grétari Sigurðssyni og Tómasi Malakauskas, ber í megindráttum saman um atburðarásina. Þeir segja að Vaidas hafi komið hingað til lands mánudaginn 2. febrúar með 200 grömm af amfetamíni innvortis. Ekki hafi gengið að koma efninu niður af honum þrátt fyrir að notast hafi verið við lyf og annað til að auðvelda honum það og Vaidas hafi orðið æ veikari þegar leið á vikuna. Hann lést svo föstudaginn 6. febrúar. Samkvæmt vitnisburði mannanna flaug Grétar þá austur í Neskaupsstað, þaðan sem hann er, en Tómas og þriðji sakborningurinn, Jónas Ingi Ragnarsson, fóru akandi austur. Það var mikið frost í jörðu og því brugðu þeir á það ráð að koma líkinu fyrir í netagerðarhöfninni svokölluðu. Vitnisburður Jónasar Inga er á allt aðra lund. Hann kannast ekkert við að Vaidas hafi yfir höfuð verið á heimili Tómasar þessa fimm daga sem honum fór versnandi þar til hann lést, hvað þá að hafa ekið með líkið austur ásamt Tómasi. Hann segir tilgang ferðalags þeirra út á land upphaflega hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Ferðalagið vatt svo upp á sig segir Jónas og fyrir röð tilviljana enduðu þeir austur í Neskaupsstað. Hann segist á engan hátt hafa orðið þess var þegar Grétar og Tómas losuðu sig við líkið í höfnina og segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar það gerðist. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir, bundið keðjur um það og bobbinga til að það sykki í sjóinn. Aðalmeðferð málsins heldur áfram nú síðdegis. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Einn sakborninga í líkfundarmálinu neitar allri sök. Hinum sakborningunum tveimur ber að mestu leyti saman um að allir þrír hafi átt þátt í að koma líki Vaidasar Júsevicsíusar fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir að hafa þátt í að flytja fíkniefni til landsins, ekki komið Vaidasi til hjálpar þegar hann var orðinn fárveikur og loks fyrir að hafa komið líkinu fyrir í Neskaupsstaðarhöfn þann 8. febrúar síðastliðinn. Tveimur sakborninganna, Grétari Sigurðssyni og Tómasi Malakauskas, ber í megindráttum saman um atburðarásina. Þeir segja að Vaidas hafi komið hingað til lands mánudaginn 2. febrúar með 200 grömm af amfetamíni innvortis. Ekki hafi gengið að koma efninu niður af honum þrátt fyrir að notast hafi verið við lyf og annað til að auðvelda honum það og Vaidas hafi orðið æ veikari þegar leið á vikuna. Hann lést svo föstudaginn 6. febrúar. Samkvæmt vitnisburði mannanna flaug Grétar þá austur í Neskaupsstað, þaðan sem hann er, en Tómas og þriðji sakborningurinn, Jónas Ingi Ragnarsson, fóru akandi austur. Það var mikið frost í jörðu og því brugðu þeir á það ráð að koma líkinu fyrir í netagerðarhöfninni svokölluðu. Vitnisburður Jónasar Inga er á allt aðra lund. Hann kannast ekkert við að Vaidas hafi yfir höfuð verið á heimili Tómasar þessa fimm daga sem honum fór versnandi þar til hann lést, hvað þá að hafa ekið með líkið austur ásamt Tómasi. Hann segir tilgang ferðalags þeirra út á land upphaflega hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Ferðalagið vatt svo upp á sig segir Jónas og fyrir röð tilviljana enduðu þeir austur í Neskaupsstað. Hann segist á engan hátt hafa orðið þess var þegar Grétar og Tómas losuðu sig við líkið í höfnina og segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar það gerðist. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir, bundið keðjur um það og bobbinga til að það sykki í sjóinn. Aðalmeðferð málsins heldur áfram nú síðdegis.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira