Jónas neitar allri sök 18. október 2004 00:01 Einn sakborninga í líkfundarmálinu neitar allri sök. Hinum sakborningunum tveimur ber að mestu leyti saman um að allir þrír hafi átt þátt í að koma líki Vaidasar Júsevicsíusar fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir að hafa þátt í að flytja fíkniefni til landsins, ekki komið Vaidasi til hjálpar þegar hann var orðinn fárveikur og loks fyrir að hafa komið líkinu fyrir í Neskaupsstaðarhöfn þann 8. febrúar síðastliðinn. Tveimur sakborninganna, Grétari Sigurðssyni og Tómasi Malakauskas, ber í megindráttum saman um atburðarásina. Þeir segja að Vaidas hafi komið hingað til lands mánudaginn 2. febrúar með 200 grömm af amfetamíni innvortis. Ekki hafi gengið að koma efninu niður af honum þrátt fyrir að notast hafi verið við lyf og annað til að auðvelda honum það og Vaidas hafi orðið æ veikari þegar leið á vikuna. Hann lést svo föstudaginn 6. febrúar. Samkvæmt vitnisburði mannanna flaug Grétar þá austur í Neskaupsstað, þaðan sem hann er, en Tómas og þriðji sakborningurinn, Jónas Ingi Ragnarsson, fóru akandi austur. Það var mikið frost í jörðu og því brugðu þeir á það ráð að koma líkinu fyrir í netagerðarhöfninni svokölluðu. Vitnisburður Jónasar Inga er á allt aðra lund. Hann kannast ekkert við að Vaidas hafi yfir höfuð verið á heimili Tómasar þessa fimm daga sem honum fór versnandi þar til hann lést, hvað þá að hafa ekið með líkið austur ásamt Tómasi. Hann segir tilgang ferðalags þeirra út á land upphaflega hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Ferðalagið vatt svo upp á sig segir Jónas og fyrir röð tilviljana enduðu þeir austur í Neskaupsstað. Hann segist á engan hátt hafa orðið þess var þegar Grétar og Tómas losuðu sig við líkið í höfnina og segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar það gerðist. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir, bundið keðjur um það og bobbinga til að það sykki í sjóinn. Aðalmeðferð málsins heldur áfram nú síðdegis. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira
Einn sakborninga í líkfundarmálinu neitar allri sök. Hinum sakborningunum tveimur ber að mestu leyti saman um að allir þrír hafi átt þátt í að koma líki Vaidasar Júsevicsíusar fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir að hafa þátt í að flytja fíkniefni til landsins, ekki komið Vaidasi til hjálpar þegar hann var orðinn fárveikur og loks fyrir að hafa komið líkinu fyrir í Neskaupsstaðarhöfn þann 8. febrúar síðastliðinn. Tveimur sakborninganna, Grétari Sigurðssyni og Tómasi Malakauskas, ber í megindráttum saman um atburðarásina. Þeir segja að Vaidas hafi komið hingað til lands mánudaginn 2. febrúar með 200 grömm af amfetamíni innvortis. Ekki hafi gengið að koma efninu niður af honum þrátt fyrir að notast hafi verið við lyf og annað til að auðvelda honum það og Vaidas hafi orðið æ veikari þegar leið á vikuna. Hann lést svo föstudaginn 6. febrúar. Samkvæmt vitnisburði mannanna flaug Grétar þá austur í Neskaupsstað, þaðan sem hann er, en Tómas og þriðji sakborningurinn, Jónas Ingi Ragnarsson, fóru akandi austur. Það var mikið frost í jörðu og því brugðu þeir á það ráð að koma líkinu fyrir í netagerðarhöfninni svokölluðu. Vitnisburður Jónasar Inga er á allt aðra lund. Hann kannast ekkert við að Vaidas hafi yfir höfuð verið á heimili Tómasar þessa fimm daga sem honum fór versnandi þar til hann lést, hvað þá að hafa ekið með líkið austur ásamt Tómasi. Hann segir tilgang ferðalags þeirra út á land upphaflega hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Ferðalagið vatt svo upp á sig segir Jónas og fyrir röð tilviljana enduðu þeir austur í Neskaupsstað. Hann segist á engan hátt hafa orðið þess var þegar Grétar og Tómas losuðu sig við líkið í höfnina og segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar það gerðist. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir, bundið keðjur um það og bobbinga til að það sykki í sjóinn. Aðalmeðferð málsins heldur áfram nú síðdegis.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira