Boðaði forstjóra á fundi 30. október 2004 00:01 Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sem var markaðsstjóri Olíufélagsins ESSO, á þeim tíma sem olíufélögin stunduðu ólögmætt samráð, tók meðal annars þátt í að boða forstjóra félaganna á fund, þar sem rætt var um sameiginlega stefnu í útboðsmálum. Hann segist hins vegar ekki hafa haft vitneskju um náið samstarf forstjóranna. Þórólfur Árnason, borgarstjóri, var framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins ESSO í fjögur og hálft ár, eða frá árinu 1993 til 1998, en rannsókn á ólögmætu samráði olíufélaganna nær yfir tímabilið 1993 til loka ársins 2001. Samkeppnissráð hefur sektað hvert stóru olíufélaganna þriggja um einn 1,1 milljarð króna, en talið er að ólöglegur ávinningur félaganna hafi numið að minnsta kosti sex og hálfum milljarði króna. Olíufélagið ESSO fær 45% afslátt af stjórnvaldssektinni, vegna samstarfs við Samkeppnissyfirvöld um að leysa málið, og er því gert að greiða 605 milljónir í vegna ólöglegs samráðs. OLÍS fær 20% frádrátt og greiðir 880 milljónir en Skeljungur fær engan afslátt. Í ákvörðun samkeppnisráðs koma fram um 500 tilvik ólögmæta samráðs á því tímabili sem hefur verið til rannsóknar um verð og verðmyndun, útboð, gerð tilboða og um markaðsskiptingu, en Samkeppnisráð telur að í samfelldu samráði olíufélaganna hafi meðal annars falist samráð um verðbreytingar á eldsneyti, samráð um aðgerðir til að auka álagningu og samráð vegna útboða tiltekinna viðskiptavina. Gekk samráðið svo langt að félögin ráðfærðu sig hvert við annað um jólagjafir til starfsmanna. Forsvarmenn Olíufélagsins upplýstu Samkeppnisstofnun um að forstjóri Skeljungs hefði átt frumkvæði að því að félögin hefðu með sér samráð, meðal annars vegna útboða Reykjavíkurborgar og Landhelgisgæslunnar. Þáttur Þórólfs Árnasonar varðar samráð vegna útboða. Þórólfur segir að margt í ákvörðun samkeppnisráðs komi sér fyrir sjónir í fyrsta skipti. Hann segir að þarna hafi augljóslega átt sér stað víðtækt samráð um langt skeið, en að öðru leyti sé ekki rétt að hann tjái sig mikið um málið, enda séu lögmenn félaganna að fara yfir þau. Þórólfur segir hins vegar að hann hafi manna mest sagt frá sínu starfi og hafi upplýst alla þá sem til sín hafi leitað, þar á meðal Samkeppnisstofnun. Hann segir að í skýrslunni séu augljóslega atriði sem menn verði hissa yfir og það gildi einnig um hann. Í skýrslunni sé margt sem hann sé að sjá í fyrsta skipti, þar á meðal þau miklu samskipti sem verið hafi á milli forstjóra fyrirtækjanna. Þórólfur segist ekki hafa vitað af þessum samskiptum. Í 966 síðna skýrslu samkeppnisráðs er hins vegar meðal annars greint frá tölvupóstsendingu Þórólfs til Geirs Magnússonar, fyrrverandi forstjóra Ólíufélagsins, þar sem segir orðrétt: „ Eftir þreifingar skeljungsmanna um sameiginlega stefnu í útboðsmálum bað ég um tillögu frá þeim, sem forstjórar get rætt. Friðrik Stefánsson hjá Skeljungi er ekki tilbúinn með tillögu, hann ræddi við Kristinn Björnsson sem vill að forstjórar hittist fyrst til að ræða hvort grundvöllur sé. Getur þú fundað með forstjórunum n.k. þriðjudag, 2. júlí? Mér skilst að bæði Einar og Kristinn geti þá." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sem var markaðsstjóri Olíufélagsins ESSO, á þeim tíma sem olíufélögin stunduðu ólögmætt samráð, tók meðal annars þátt í að boða forstjóra félaganna á fund, þar sem rætt var um sameiginlega stefnu í útboðsmálum. Hann segist hins vegar ekki hafa haft vitneskju um náið samstarf forstjóranna. Þórólfur Árnason, borgarstjóri, var framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins ESSO í fjögur og hálft ár, eða frá árinu 1993 til 1998, en rannsókn á ólögmætu samráði olíufélaganna nær yfir tímabilið 1993 til loka ársins 2001. Samkeppnissráð hefur sektað hvert stóru olíufélaganna þriggja um einn 1,1 milljarð króna, en talið er að ólöglegur ávinningur félaganna hafi numið að minnsta kosti sex og hálfum milljarði króna. Olíufélagið ESSO fær 45% afslátt af stjórnvaldssektinni, vegna samstarfs við Samkeppnissyfirvöld um að leysa málið, og er því gert að greiða 605 milljónir í vegna ólöglegs samráðs. OLÍS fær 20% frádrátt og greiðir 880 milljónir en Skeljungur fær engan afslátt. Í ákvörðun samkeppnisráðs koma fram um 500 tilvik ólögmæta samráðs á því tímabili sem hefur verið til rannsóknar um verð og verðmyndun, útboð, gerð tilboða og um markaðsskiptingu, en Samkeppnisráð telur að í samfelldu samráði olíufélaganna hafi meðal annars falist samráð um verðbreytingar á eldsneyti, samráð um aðgerðir til að auka álagningu og samráð vegna útboða tiltekinna viðskiptavina. Gekk samráðið svo langt að félögin ráðfærðu sig hvert við annað um jólagjafir til starfsmanna. Forsvarmenn Olíufélagsins upplýstu Samkeppnisstofnun um að forstjóri Skeljungs hefði átt frumkvæði að því að félögin hefðu með sér samráð, meðal annars vegna útboða Reykjavíkurborgar og Landhelgisgæslunnar. Þáttur Þórólfs Árnasonar varðar samráð vegna útboða. Þórólfur segir að margt í ákvörðun samkeppnisráðs komi sér fyrir sjónir í fyrsta skipti. Hann segir að þarna hafi augljóslega átt sér stað víðtækt samráð um langt skeið, en að öðru leyti sé ekki rétt að hann tjái sig mikið um málið, enda séu lögmenn félaganna að fara yfir þau. Þórólfur segir hins vegar að hann hafi manna mest sagt frá sínu starfi og hafi upplýst alla þá sem til sín hafi leitað, þar á meðal Samkeppnisstofnun. Hann segir að í skýrslunni séu augljóslega atriði sem menn verði hissa yfir og það gildi einnig um hann. Í skýrslunni sé margt sem hann sé að sjá í fyrsta skipti, þar á meðal þau miklu samskipti sem verið hafi á milli forstjóra fyrirtækjanna. Þórólfur segist ekki hafa vitað af þessum samskiptum. Í 966 síðna skýrslu samkeppnisráðs er hins vegar meðal annars greint frá tölvupóstsendingu Þórólfs til Geirs Magnússonar, fyrrverandi forstjóra Ólíufélagsins, þar sem segir orðrétt: „ Eftir þreifingar skeljungsmanna um sameiginlega stefnu í útboðsmálum bað ég um tillögu frá þeim, sem forstjórar get rætt. Friðrik Stefánsson hjá Skeljungi er ekki tilbúinn með tillögu, hann ræddi við Kristinn Björnsson sem vill að forstjórar hittist fyrst til að ræða hvort grundvöllur sé. Getur þú fundað með forstjórunum n.k. þriðjudag, 2. júlí? Mér skilst að bæði Einar og Kristinn geti þá."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira