„Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. nóvember 2025 22:02 Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. vísir/Bjarni Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ljóst að fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru verði að hafa afleiðingar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kemur saman á morgun. Meðal þess sem verður til umræðu hjá nefndinni eru málefni Ríkislögreglustjóra í ljósi viðskipta og fjárútláta embættisins til ráðgjafafyrirtækisins Intru sem hafa verið töluvert til umfjöllunar undanfarið. Eini starfsmaður og eigandi Intru hlaut 160 milljónir með virðisaukaskatti frá embættinu á fimm árum. Dómsmálaráðherra kannar málið enn frekar. Hún svaraði því ekki beinum orðum hvort ríkislögreglustjóri njóti trausts í embætti fyrir helgi. Formaður nefndarinnar segist líta málið alvarlegum augum og útilokar ekki að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri verði kölluð fyrir nefndina. „Enda höfum við lengi haft áhyggjur af því að svona mál séu í gangi innan stjórnsýslu ríkisins og það er aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé. Hver króna er króna okkar skattgreiðenda.“ Hann segist hafa áhyggjur af því að fleiri álíka mál séu til staðar á öðrum stigum stjórnsýslunnar. Hann hvetur dómsmálaráðherra til að skoða málið til hlítar. Mistök voru gerð og ríkislögreglustjóri beri ábyrgð. „Það er það sem við getum ekki búið við. Hvort sem það er ríkislögreglustjóri eða aðrir embættismenn að það sé ekki farið rétt með opinbert fjármagn og það hafi engar afleiðingar. Því þá getum við aldrei komið í veg fyrir svona hluti.“ Nefndarmaður Flokks fólksins segir ríkisstjórnina og stjórnarandstöðuna vera samstíga í málinu. „Ég held að það skipti miklu máli fyrir orðsporið og trúverðugleika lögreglunnar að klára þetta mál fljótt og vel. Finnst þér að dómsmálaráðherra eigi að beita sér í þessu máli gagnvart ríkislögreglustjóra? „Já, það gefur auga leið. Auðvitað hefur hún ýmis ráð í höndum sér og ég ætla ekkert að fjalla um það en þetta er auðvitað mál sem skiptir verulega miklu máli.“ Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Lögreglan Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kemur saman á morgun. Meðal þess sem verður til umræðu hjá nefndinni eru málefni Ríkislögreglustjóra í ljósi viðskipta og fjárútláta embættisins til ráðgjafafyrirtækisins Intru sem hafa verið töluvert til umfjöllunar undanfarið. Eini starfsmaður og eigandi Intru hlaut 160 milljónir með virðisaukaskatti frá embættinu á fimm árum. Dómsmálaráðherra kannar málið enn frekar. Hún svaraði því ekki beinum orðum hvort ríkislögreglustjóri njóti trausts í embætti fyrir helgi. Formaður nefndarinnar segist líta málið alvarlegum augum og útilokar ekki að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri verði kölluð fyrir nefndina. „Enda höfum við lengi haft áhyggjur af því að svona mál séu í gangi innan stjórnsýslu ríkisins og það er aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé. Hver króna er króna okkar skattgreiðenda.“ Hann segist hafa áhyggjur af því að fleiri álíka mál séu til staðar á öðrum stigum stjórnsýslunnar. Hann hvetur dómsmálaráðherra til að skoða málið til hlítar. Mistök voru gerð og ríkislögreglustjóri beri ábyrgð. „Það er það sem við getum ekki búið við. Hvort sem það er ríkislögreglustjóri eða aðrir embættismenn að það sé ekki farið rétt með opinbert fjármagn og það hafi engar afleiðingar. Því þá getum við aldrei komið í veg fyrir svona hluti.“ Nefndarmaður Flokks fólksins segir ríkisstjórnina og stjórnarandstöðuna vera samstíga í málinu. „Ég held að það skipti miklu máli fyrir orðsporið og trúverðugleika lögreglunnar að klára þetta mál fljótt og vel. Finnst þér að dómsmálaráðherra eigi að beita sér í þessu máli gagnvart ríkislögreglustjóra? „Já, það gefur auga leið. Auðvitað hefur hún ýmis ráð í höndum sér og ég ætla ekkert að fjalla um það en þetta er auðvitað mál sem skiptir verulega miklu máli.“
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Lögreglan Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira