Hafa hótanir áhrif á kjósendur? 31. október 2004 00:01 Þegar hryðjuverkaforinginn Osama bin Laden birtist á sjónvarpsskjánum um heim allan í lok síðustu viku og hafði uppi hótanir um frekari árásir á Bandaríkin veltu margir því fyrir sér hvað raunverulega vekti fyrir honum. Margir spurðu hvort hann væri að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs sem fram fara á morgun. Var hann ef til vill að reyna að hræða kjósendur frá því að styðja Bush og fá þá til að kjósa John Kerry? Í því sambandi rifjaðist upp atvikið á Spáni í sumar þegar Al kaída vann mannskætt hryðjuverk í Madríd þegar gengið var til þingkosninga þar í landi. Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um svör við þessum spurningum. En ljóst er að sé það ætlunin að hræða kjósendur frá stuðningi við Bush er bin Laden á villigötum. Það er einmitt á sviði hryðjuverkanna sem Bush nýtur mun meira trausts kjósenda en Kerry. Menn treysta honum betur en Kerry til að verja Bandaríkin fyrir Al kaída. Hótanirnar gætu því haft þveröfug áhrif. Og einhverjar skoðanakannanir munu einmitt hafa sýnt fylgissveiflu yfir til Bush eftir að myndbandið með ávarpi bin Ladens var birt. Getur þá verið að hryðjuverkaforinginn vilji að Bush sigri eða er hann bara svona mikill kjáni? Eða er myndbandið jafnvel samsæri Bush-manna? Þetta síðast nefnda hljómar fjarstæðukennt en samt lét hinn kunni fréttaskýrandi og fyrrum aðalfréttaþulur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, Walter Cronkite, þau orð falla á CNN um helgina að líklega væri Karl Rove, helsti hugmyndafræðingur Bush forseta, heilinn á bak við birtingu myndbandsins. Engir aðrir hafa þó orðið til þess að taka undir þau ummæli. Þau sýna kannski helst hitann og taugaveiklunina á lokaspretti kosningabaráttunnar. Líklega stendur bin Laden á sama um það hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Hann er áreiðanlega jafn lítið hrifinn af báðum forsetaframbjóðendunum, Bush og Kerry. Og hann er enginn kjáni. Sennilega vakir það fyrst og fremst fyrir honum með myndbandinu að nota tækifærið, það besta sem hann gat fengið, til að hafa í frammi hinn hefðbundna hatursáróður sinn gegn vestrænni menningu og þjóðskipulagi. Bin Laden hugsar í senn sögulega og til framtíðar og þess vegna er ólíklegt að hann eyði miklu púðri í skammtímamál eins og þau hver er forseti Bandaríkjanna þetta árið eða hitt. Hann vill hins vegar vekja ugg og óhugnað, efa og óvissu á Vesturlöndum. Hann vill eyða vestrænu þjóðfélagskerfi enda hefur hann sagt gildismati þess stríð á hendur. Markmið hans er að koma á íslömsku miðaldaþjóðfélagi og í því skyni eru öll meðul leyfileg að hans mati. Sumum finnst að fjölmiðlar eigi ekki að birta myndband eins og það sem Osama bin Laden sendi frá sér. Með því séu Vesturlandabúar að grafa sína eigin gröf. Bent er á að hryðjuverkasamtök séu ekki eins og hver og önnur lýðræðisleg stjórnmálasamtök sem rétt eigi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í fjölmiðlum. En í rauninni er ómögulegt að fylgja slíkri stefnu eftir í lýðræðisþjóðfélagi. Ekki er um neina miðstýringu fjölmiðla að ræða. Fjölmiðlar skipta þúsundum og dreifileiðir efnis eru óteljandi. Hætt er við að tilraun til ritskoðunar efnis af þessu tagi mundi leiða til þess að alls konar hviksögur færu á kreik. Það gæti aftur leitt af sér ótta og ólgu. Lýðræðisþjóðfélagið stendur að ýmsu leyti berskjaldað gagnvart þeim sem vilja notfæra sér leikreglur þess til að koma því á kné. Hryðjuverkamenn af skóla íslamskrar miðaldastefnu eru ekki fyrstir til að reyna það. Nasistar og kommúnistar hafa reynt hið sama, stundum með árangri. Baráttan gegn slíkum öflum verður því ávallt mikilvægur þáttur í stjórnmálum lýðræðisríkjanna.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Þegar hryðjuverkaforinginn Osama bin Laden birtist á sjónvarpsskjánum um heim allan í lok síðustu viku og hafði uppi hótanir um frekari árásir á Bandaríkin veltu margir því fyrir sér hvað raunverulega vekti fyrir honum. Margir spurðu hvort hann væri að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs sem fram fara á morgun. Var hann ef til vill að reyna að hræða kjósendur frá því að styðja Bush og fá þá til að kjósa John Kerry? Í því sambandi rifjaðist upp atvikið á Spáni í sumar þegar Al kaída vann mannskætt hryðjuverk í Madríd þegar gengið var til þingkosninga þar í landi. Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um svör við þessum spurningum. En ljóst er að sé það ætlunin að hræða kjósendur frá stuðningi við Bush er bin Laden á villigötum. Það er einmitt á sviði hryðjuverkanna sem Bush nýtur mun meira trausts kjósenda en Kerry. Menn treysta honum betur en Kerry til að verja Bandaríkin fyrir Al kaída. Hótanirnar gætu því haft þveröfug áhrif. Og einhverjar skoðanakannanir munu einmitt hafa sýnt fylgissveiflu yfir til Bush eftir að myndbandið með ávarpi bin Ladens var birt. Getur þá verið að hryðjuverkaforinginn vilji að Bush sigri eða er hann bara svona mikill kjáni? Eða er myndbandið jafnvel samsæri Bush-manna? Þetta síðast nefnda hljómar fjarstæðukennt en samt lét hinn kunni fréttaskýrandi og fyrrum aðalfréttaþulur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, Walter Cronkite, þau orð falla á CNN um helgina að líklega væri Karl Rove, helsti hugmyndafræðingur Bush forseta, heilinn á bak við birtingu myndbandsins. Engir aðrir hafa þó orðið til þess að taka undir þau ummæli. Þau sýna kannski helst hitann og taugaveiklunina á lokaspretti kosningabaráttunnar. Líklega stendur bin Laden á sama um það hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Hann er áreiðanlega jafn lítið hrifinn af báðum forsetaframbjóðendunum, Bush og Kerry. Og hann er enginn kjáni. Sennilega vakir það fyrst og fremst fyrir honum með myndbandinu að nota tækifærið, það besta sem hann gat fengið, til að hafa í frammi hinn hefðbundna hatursáróður sinn gegn vestrænni menningu og þjóðskipulagi. Bin Laden hugsar í senn sögulega og til framtíðar og þess vegna er ólíklegt að hann eyði miklu púðri í skammtímamál eins og þau hver er forseti Bandaríkjanna þetta árið eða hitt. Hann vill hins vegar vekja ugg og óhugnað, efa og óvissu á Vesturlöndum. Hann vill eyða vestrænu þjóðfélagskerfi enda hefur hann sagt gildismati þess stríð á hendur. Markmið hans er að koma á íslömsku miðaldaþjóðfélagi og í því skyni eru öll meðul leyfileg að hans mati. Sumum finnst að fjölmiðlar eigi ekki að birta myndband eins og það sem Osama bin Laden sendi frá sér. Með því séu Vesturlandabúar að grafa sína eigin gröf. Bent er á að hryðjuverkasamtök séu ekki eins og hver og önnur lýðræðisleg stjórnmálasamtök sem rétt eigi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í fjölmiðlum. En í rauninni er ómögulegt að fylgja slíkri stefnu eftir í lýðræðisþjóðfélagi. Ekki er um neina miðstýringu fjölmiðla að ræða. Fjölmiðlar skipta þúsundum og dreifileiðir efnis eru óteljandi. Hætt er við að tilraun til ritskoðunar efnis af þessu tagi mundi leiða til þess að alls konar hviksögur færu á kreik. Það gæti aftur leitt af sér ótta og ólgu. Lýðræðisþjóðfélagið stendur að ýmsu leyti berskjaldað gagnvart þeim sem vilja notfæra sér leikreglur þess til að koma því á kné. Hryðjuverkamenn af skóla íslamskrar miðaldastefnu eru ekki fyrstir til að reyna það. Nasistar og kommúnistar hafa reynt hið sama, stundum með árangri. Baráttan gegn slíkum öflum verður því ávallt mikilvægur þáttur í stjórnmálum lýðræðisríkjanna.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar