Hafa hótanir áhrif á kjósendur? 31. október 2004 00:01 Þegar hryðjuverkaforinginn Osama bin Laden birtist á sjónvarpsskjánum um heim allan í lok síðustu viku og hafði uppi hótanir um frekari árásir á Bandaríkin veltu margir því fyrir sér hvað raunverulega vekti fyrir honum. Margir spurðu hvort hann væri að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs sem fram fara á morgun. Var hann ef til vill að reyna að hræða kjósendur frá því að styðja Bush og fá þá til að kjósa John Kerry? Í því sambandi rifjaðist upp atvikið á Spáni í sumar þegar Al kaída vann mannskætt hryðjuverk í Madríd þegar gengið var til þingkosninga þar í landi. Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um svör við þessum spurningum. En ljóst er að sé það ætlunin að hræða kjósendur frá stuðningi við Bush er bin Laden á villigötum. Það er einmitt á sviði hryðjuverkanna sem Bush nýtur mun meira trausts kjósenda en Kerry. Menn treysta honum betur en Kerry til að verja Bandaríkin fyrir Al kaída. Hótanirnar gætu því haft þveröfug áhrif. Og einhverjar skoðanakannanir munu einmitt hafa sýnt fylgissveiflu yfir til Bush eftir að myndbandið með ávarpi bin Ladens var birt. Getur þá verið að hryðjuverkaforinginn vilji að Bush sigri eða er hann bara svona mikill kjáni? Eða er myndbandið jafnvel samsæri Bush-manna? Þetta síðast nefnda hljómar fjarstæðukennt en samt lét hinn kunni fréttaskýrandi og fyrrum aðalfréttaþulur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, Walter Cronkite, þau orð falla á CNN um helgina að líklega væri Karl Rove, helsti hugmyndafræðingur Bush forseta, heilinn á bak við birtingu myndbandsins. Engir aðrir hafa þó orðið til þess að taka undir þau ummæli. Þau sýna kannski helst hitann og taugaveiklunina á lokaspretti kosningabaráttunnar. Líklega stendur bin Laden á sama um það hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Hann er áreiðanlega jafn lítið hrifinn af báðum forsetaframbjóðendunum, Bush og Kerry. Og hann er enginn kjáni. Sennilega vakir það fyrst og fremst fyrir honum með myndbandinu að nota tækifærið, það besta sem hann gat fengið, til að hafa í frammi hinn hefðbundna hatursáróður sinn gegn vestrænni menningu og þjóðskipulagi. Bin Laden hugsar í senn sögulega og til framtíðar og þess vegna er ólíklegt að hann eyði miklu púðri í skammtímamál eins og þau hver er forseti Bandaríkjanna þetta árið eða hitt. Hann vill hins vegar vekja ugg og óhugnað, efa og óvissu á Vesturlöndum. Hann vill eyða vestrænu þjóðfélagskerfi enda hefur hann sagt gildismati þess stríð á hendur. Markmið hans er að koma á íslömsku miðaldaþjóðfélagi og í því skyni eru öll meðul leyfileg að hans mati. Sumum finnst að fjölmiðlar eigi ekki að birta myndband eins og það sem Osama bin Laden sendi frá sér. Með því séu Vesturlandabúar að grafa sína eigin gröf. Bent er á að hryðjuverkasamtök séu ekki eins og hver og önnur lýðræðisleg stjórnmálasamtök sem rétt eigi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í fjölmiðlum. En í rauninni er ómögulegt að fylgja slíkri stefnu eftir í lýðræðisþjóðfélagi. Ekki er um neina miðstýringu fjölmiðla að ræða. Fjölmiðlar skipta þúsundum og dreifileiðir efnis eru óteljandi. Hætt er við að tilraun til ritskoðunar efnis af þessu tagi mundi leiða til þess að alls konar hviksögur færu á kreik. Það gæti aftur leitt af sér ótta og ólgu. Lýðræðisþjóðfélagið stendur að ýmsu leyti berskjaldað gagnvart þeim sem vilja notfæra sér leikreglur þess til að koma því á kné. Hryðjuverkamenn af skóla íslamskrar miðaldastefnu eru ekki fyrstir til að reyna það. Nasistar og kommúnistar hafa reynt hið sama, stundum með árangri. Baráttan gegn slíkum öflum verður því ávallt mikilvægur þáttur í stjórnmálum lýðræðisríkjanna.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar hryðjuverkaforinginn Osama bin Laden birtist á sjónvarpsskjánum um heim allan í lok síðustu viku og hafði uppi hótanir um frekari árásir á Bandaríkin veltu margir því fyrir sér hvað raunverulega vekti fyrir honum. Margir spurðu hvort hann væri að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs sem fram fara á morgun. Var hann ef til vill að reyna að hræða kjósendur frá því að styðja Bush og fá þá til að kjósa John Kerry? Í því sambandi rifjaðist upp atvikið á Spáni í sumar þegar Al kaída vann mannskætt hryðjuverk í Madríd þegar gengið var til þingkosninga þar í landi. Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um svör við þessum spurningum. En ljóst er að sé það ætlunin að hræða kjósendur frá stuðningi við Bush er bin Laden á villigötum. Það er einmitt á sviði hryðjuverkanna sem Bush nýtur mun meira trausts kjósenda en Kerry. Menn treysta honum betur en Kerry til að verja Bandaríkin fyrir Al kaída. Hótanirnar gætu því haft þveröfug áhrif. Og einhverjar skoðanakannanir munu einmitt hafa sýnt fylgissveiflu yfir til Bush eftir að myndbandið með ávarpi bin Ladens var birt. Getur þá verið að hryðjuverkaforinginn vilji að Bush sigri eða er hann bara svona mikill kjáni? Eða er myndbandið jafnvel samsæri Bush-manna? Þetta síðast nefnda hljómar fjarstæðukennt en samt lét hinn kunni fréttaskýrandi og fyrrum aðalfréttaþulur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, Walter Cronkite, þau orð falla á CNN um helgina að líklega væri Karl Rove, helsti hugmyndafræðingur Bush forseta, heilinn á bak við birtingu myndbandsins. Engir aðrir hafa þó orðið til þess að taka undir þau ummæli. Þau sýna kannski helst hitann og taugaveiklunina á lokaspretti kosningabaráttunnar. Líklega stendur bin Laden á sama um það hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Hann er áreiðanlega jafn lítið hrifinn af báðum forsetaframbjóðendunum, Bush og Kerry. Og hann er enginn kjáni. Sennilega vakir það fyrst og fremst fyrir honum með myndbandinu að nota tækifærið, það besta sem hann gat fengið, til að hafa í frammi hinn hefðbundna hatursáróður sinn gegn vestrænni menningu og þjóðskipulagi. Bin Laden hugsar í senn sögulega og til framtíðar og þess vegna er ólíklegt að hann eyði miklu púðri í skammtímamál eins og þau hver er forseti Bandaríkjanna þetta árið eða hitt. Hann vill hins vegar vekja ugg og óhugnað, efa og óvissu á Vesturlöndum. Hann vill eyða vestrænu þjóðfélagskerfi enda hefur hann sagt gildismati þess stríð á hendur. Markmið hans er að koma á íslömsku miðaldaþjóðfélagi og í því skyni eru öll meðul leyfileg að hans mati. Sumum finnst að fjölmiðlar eigi ekki að birta myndband eins og það sem Osama bin Laden sendi frá sér. Með því séu Vesturlandabúar að grafa sína eigin gröf. Bent er á að hryðjuverkasamtök séu ekki eins og hver og önnur lýðræðisleg stjórnmálasamtök sem rétt eigi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í fjölmiðlum. En í rauninni er ómögulegt að fylgja slíkri stefnu eftir í lýðræðisþjóðfélagi. Ekki er um neina miðstýringu fjölmiðla að ræða. Fjölmiðlar skipta þúsundum og dreifileiðir efnis eru óteljandi. Hætt er við að tilraun til ritskoðunar efnis af þessu tagi mundi leiða til þess að alls konar hviksögur færu á kreik. Það gæti aftur leitt af sér ótta og ólgu. Lýðræðisþjóðfélagið stendur að ýmsu leyti berskjaldað gagnvart þeim sem vilja notfæra sér leikreglur þess til að koma því á kné. Hryðjuverkamenn af skóla íslamskrar miðaldastefnu eru ekki fyrstir til að reyna það. Nasistar og kommúnistar hafa reynt hið sama, stundum með árangri. Baráttan gegn slíkum öflum verður því ávallt mikilvægur þáttur í stjórnmálum lýðræðisríkjanna.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar