Ákveðið í samráði við kennara 1. nóvember 2004 00:01 Kennarar urðu öskureiðir í morgun þegar fréttist að sveitarfélögin ætluðu ekki að greiða laun fyrir nóvember. Í Valhúsaskóla voru börnin send heim til sín aftur. Stefán Jón Hafstein segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í samráði við kennaraforystuna. Fallið hefur verið frá þessari fyrirætlan í öllum stærstu sveitarfélögunum. Sveitarstjórnarmenn segja að þetta hafi verið ákveðið á föstudag í samráði við forystu kennara sem ekki hafi gert neinar athugasemdir. Þetta hafi einungis verið skuldajöfnun. Kennarar hafi fengið greidd laun út september en hætt vinnu vegna verkfallsins þann tuttugasta. Spurður hvort það hefði ekki sent hlýlegri skilaboð til kennara að greiða launin út strax í morgun segir Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, að það sé verið að senda „hlýleg skilaboð“ hér og nú. Skipt hafi verið um skoðun þegar í ljós kom að þetta hafi ekki verið það sem kennarar áttu von á. Aðspurður hvort viðbrögð kennara hafa komið sér á óvart segir Stefán að svo virðist sem grasrótin hugsi stundum öðruvísi en forystan. Ákveðið var skömmu fyrir hádegi að hverfa frá þessu og greiða kennurum full grunnlaun fyrir nóvember. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segist túlka þetta sem mistök því það standi skýrt í lögum að það beri að greiða laun fyrsta virka dag í hverjum mánuði. Það kæmi honum ekki á óvart að þessi mistök hefðu áhrif á atkvæðagreiðsluna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara því fólk hefði orðið mjög reitt í dag. Vetrarfrí á Seltjarnarnesi áttu að hefjast samkvæmt námskrá í dag en hafði verið blásið af og kennarar samþykkt að vinna það af sér í yfirvinnu. Þeir hættu hins vegar snarlega við þegar tíðindin voru ljós. Í Valhúsaskóla féll því kennsla alveg niður. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Kennarar urðu öskureiðir í morgun þegar fréttist að sveitarfélögin ætluðu ekki að greiða laun fyrir nóvember. Í Valhúsaskóla voru börnin send heim til sín aftur. Stefán Jón Hafstein segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í samráði við kennaraforystuna. Fallið hefur verið frá þessari fyrirætlan í öllum stærstu sveitarfélögunum. Sveitarstjórnarmenn segja að þetta hafi verið ákveðið á föstudag í samráði við forystu kennara sem ekki hafi gert neinar athugasemdir. Þetta hafi einungis verið skuldajöfnun. Kennarar hafi fengið greidd laun út september en hætt vinnu vegna verkfallsins þann tuttugasta. Spurður hvort það hefði ekki sent hlýlegri skilaboð til kennara að greiða launin út strax í morgun segir Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, að það sé verið að senda „hlýleg skilaboð“ hér og nú. Skipt hafi verið um skoðun þegar í ljós kom að þetta hafi ekki verið það sem kennarar áttu von á. Aðspurður hvort viðbrögð kennara hafa komið sér á óvart segir Stefán að svo virðist sem grasrótin hugsi stundum öðruvísi en forystan. Ákveðið var skömmu fyrir hádegi að hverfa frá þessu og greiða kennurum full grunnlaun fyrir nóvember. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segist túlka þetta sem mistök því það standi skýrt í lögum að það beri að greiða laun fyrsta virka dag í hverjum mánuði. Það kæmi honum ekki á óvart að þessi mistök hefðu áhrif á atkvæðagreiðsluna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara því fólk hefði orðið mjög reitt í dag. Vetrarfrí á Seltjarnarnesi áttu að hefjast samkvæmt námskrá í dag en hafði verið blásið af og kennarar samþykkt að vinna það af sér í yfirvinnu. Þeir hættu hins vegar snarlega við þegar tíðindin voru ljós. Í Valhúsaskóla féll því kennsla alveg niður.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira