Eldgos líklega hafið í Grímsvötnum 1. nóvember 2004 00:01 "Það er margt sem bendir til þess að gos sé hafið í eða við Grímsvötn. Við vitum ekki mikið meira um það í bili, hvort það er enn ofan í vatninu sjálfu eða undir ís, eða hvort það hefur brotið sér leið upp. Þetta er á mjög svipuðum slóðum og eldgosið í Grímsvötnum 1998," sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands í kvöld. Í framhaldi af vaxandi jarðskjálftum undanfarna daga og sérstaklega í dag, hófst samfelld hrina jarðskjálfta og óróa upp úr klukkan 20 í kvöld. Töldu menn líklegt að þar með hefði eldgos hafist í Grímsvötnum. Veðurstofan fylgist grannt með framvindunni og Samhæfingarstöð almannavarna var opnuð í kvöld vegna gossins. Flugmálastjórn, Vegagerðin, lögreglustjórinn í Vík og lögreglustjórinn á Höfn í Hornafirði hafa verið upplýstir um stöðu mála. "Við höfum ekki séð nein merki goss í radar en ef gosið brýst upp á yfirborðið og nær nokkurri hæð má sjá gosmökkinn í radar. Það er reyndar alls ekki víst að neitt að ráði sé farið að koma upp, þetta er trúlega undir jökli ennþá. Við teljum þó rétt að skýra frá þessu fyrr en síðar," sagði Ragnar Stefánsson. "Það hafa sést mjög smá gos á þessum slóðum en það er ómögulegt á þessari stundu að segja nokkuð til um stærð gossins. Hins vegar höfum við verið að búast við því að Grímsvötnin færu af stað. Landmælingar hafa sýnt að Grímsfjall hefur verið að þenjast út og okkur fannst því líklegt að þegar vötnin hefðu tæmt sig í þessu hlaupi, sem hófst fyrir nokkrum dögum, mundi létta það mikið þrýstingi ofan af kvikunni að hún myndi ná upp á yfirborðið," sagði Ragnar Stefánsson. Síðast varð gos í Grímsvötnum árið 1998, þá náði gosmökkurinn allt að tíu kílómetra hæð. Gunnar Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni sagði í samtali við Fréttablaðið í dag, að ef svipaðar aðstæður skapist núna geti það vissulega haft áhrif á flugumferð sem þurfi að taka mið af gosmökknum. Samhæfingarstöð almannavarna hefur í kvöld beint flugumferð frá Suðvesturhorninu. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
"Það er margt sem bendir til þess að gos sé hafið í eða við Grímsvötn. Við vitum ekki mikið meira um það í bili, hvort það er enn ofan í vatninu sjálfu eða undir ís, eða hvort það hefur brotið sér leið upp. Þetta er á mjög svipuðum slóðum og eldgosið í Grímsvötnum 1998," sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands í kvöld. Í framhaldi af vaxandi jarðskjálftum undanfarna daga og sérstaklega í dag, hófst samfelld hrina jarðskjálfta og óróa upp úr klukkan 20 í kvöld. Töldu menn líklegt að þar með hefði eldgos hafist í Grímsvötnum. Veðurstofan fylgist grannt með framvindunni og Samhæfingarstöð almannavarna var opnuð í kvöld vegna gossins. Flugmálastjórn, Vegagerðin, lögreglustjórinn í Vík og lögreglustjórinn á Höfn í Hornafirði hafa verið upplýstir um stöðu mála. "Við höfum ekki séð nein merki goss í radar en ef gosið brýst upp á yfirborðið og nær nokkurri hæð má sjá gosmökkinn í radar. Það er reyndar alls ekki víst að neitt að ráði sé farið að koma upp, þetta er trúlega undir jökli ennþá. Við teljum þó rétt að skýra frá þessu fyrr en síðar," sagði Ragnar Stefánsson. "Það hafa sést mjög smá gos á þessum slóðum en það er ómögulegt á þessari stundu að segja nokkuð til um stærð gossins. Hins vegar höfum við verið að búast við því að Grímsvötnin færu af stað. Landmælingar hafa sýnt að Grímsfjall hefur verið að þenjast út og okkur fannst því líklegt að þegar vötnin hefðu tæmt sig í þessu hlaupi, sem hófst fyrir nokkrum dögum, mundi létta það mikið þrýstingi ofan af kvikunni að hún myndi ná upp á yfirborðið," sagði Ragnar Stefánsson. Síðast varð gos í Grímsvötnum árið 1998, þá náði gosmökkurinn allt að tíu kílómetra hæð. Gunnar Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni sagði í samtali við Fréttablaðið í dag, að ef svipaðar aðstæður skapist núna geti það vissulega haft áhrif á flugumferð sem þurfi að taka mið af gosmökknum. Samhæfingarstöð almannavarna hefur í kvöld beint flugumferð frá Suðvesturhorninu.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira