Hætta á öskufalli í byggð 2. nóvember 2004 00:01 Flugumferð hefur verið beint suður fyrir Ísland í nótt vegna gosmakkar frá eldgosinu. Mest hætta á öskufalli í byggð er sem stendur norðaustur af eldstöðinni, eins og í Vopnafirði. Víðir Reynisson, verkefnafulltrúi Almannavarna, segir hættu ekki stafa af gosinu að svo stöddu. Veginum yfir Skeiðarársand hafi þó verið lokað í nótt í öryggisskyni. Samkvæmt rennslismælum hefur rennslið í Skeiðará ekkert aukist umfram það hlaup sem í ánni er eftir að gosið hófst. Búist er þó við meira hlaupi. Víðir segir erfitt að fullyrða hvort brýrnar á sandinum séu í hættu en sé gosið inni í vötnunum er ekki mikil hætta á því. Flugvél frá Flugmálastjórn með vísindamönnum innanborðs er á flugi yfir Grímsvötnum til að reyna að átta sig á því hvar gosið er nákvæmlega. Þær fréttir bárust nýlega frá vélinni, sem er nú yfir gosstöðvunum, að mökkurinn sé rúmir þrettán kílómetrar á hæð í augnablikinu. Við fyrstu athugun er talið að gosið sé suðvestur af Grímsvötnum. Af ótta við að aska sé að berast til norðausturs hefur áætlunarflugi til Egilsstaða verið frestað þar til hægt verður að kanna aðsætður í björtu. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra lét loka þjóðveginum um Skeiðarársand á miðnætti af ótta við að Skeiðarárhlaupið kunni að vaxa en svo hefur ekki gerst enn. Vegurinn hefur því verið opnaður aftur. Talið er að Skeiðarárhlaupið hafi létt svo á fargi yfir gosstöðvunum að gosefni hafi átt greiðan aðgang upp úr jarðskorpunni þannig að hlaupið hafi komið gosinu af stað. Mikil og stöðug skjalftavirkni hófst um áttaleytið í gærkvöldi en hjaðnaði svo rétt fyrir tíu sem gefur til kynna að þá hafi eldgosið náð upp úr íshellunni. Slæmt skyggni hefur verið á vettvangi í nótt en eldglæringar sáust frá Egilsstöðum og Kárahnjúkum í nótt. Ekki hafa enn borist fréttir af öskufalli en Grímsvötn eru í Vatnajökli vestanverðum. Aukafréttatími verður á Stöð 2 klukkan 12.30. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Flugumferð hefur verið beint suður fyrir Ísland í nótt vegna gosmakkar frá eldgosinu. Mest hætta á öskufalli í byggð er sem stendur norðaustur af eldstöðinni, eins og í Vopnafirði. Víðir Reynisson, verkefnafulltrúi Almannavarna, segir hættu ekki stafa af gosinu að svo stöddu. Veginum yfir Skeiðarársand hafi þó verið lokað í nótt í öryggisskyni. Samkvæmt rennslismælum hefur rennslið í Skeiðará ekkert aukist umfram það hlaup sem í ánni er eftir að gosið hófst. Búist er þó við meira hlaupi. Víðir segir erfitt að fullyrða hvort brýrnar á sandinum séu í hættu en sé gosið inni í vötnunum er ekki mikil hætta á því. Flugvél frá Flugmálastjórn með vísindamönnum innanborðs er á flugi yfir Grímsvötnum til að reyna að átta sig á því hvar gosið er nákvæmlega. Þær fréttir bárust nýlega frá vélinni, sem er nú yfir gosstöðvunum, að mökkurinn sé rúmir þrettán kílómetrar á hæð í augnablikinu. Við fyrstu athugun er talið að gosið sé suðvestur af Grímsvötnum. Af ótta við að aska sé að berast til norðausturs hefur áætlunarflugi til Egilsstaða verið frestað þar til hægt verður að kanna aðsætður í björtu. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra lét loka þjóðveginum um Skeiðarársand á miðnætti af ótta við að Skeiðarárhlaupið kunni að vaxa en svo hefur ekki gerst enn. Vegurinn hefur því verið opnaður aftur. Talið er að Skeiðarárhlaupið hafi létt svo á fargi yfir gosstöðvunum að gosefni hafi átt greiðan aðgang upp úr jarðskorpunni þannig að hlaupið hafi komið gosinu af stað. Mikil og stöðug skjalftavirkni hófst um áttaleytið í gærkvöldi en hjaðnaði svo rétt fyrir tíu sem gefur til kynna að þá hafi eldgosið náð upp úr íshellunni. Slæmt skyggni hefur verið á vettvangi í nótt en eldglæringar sáust frá Egilsstöðum og Kárahnjúkum í nótt. Ekki hafa enn borist fréttir af öskufalli en Grímsvötn eru í Vatnajökli vestanverðum. Aukafréttatími verður á Stöð 2 klukkan 12.30.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira