Sjálfstæðismanni ekki sætt 2. nóvember 2004 00:01 „Þetta er verra en ég hélt,“ segir Davíð Oddsson um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Ef hann eða einhver annar Sjálfsstæðismaður væri borgarstjóri hefði þeim ekki verið sætt í embætti. Þegar samráð olíufélaganna komst fyrst í hámæli fyrir rúmu ári hélt þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, blaðamannafund og lýsti hann því að málið liti skelfilega út. Hann segist nú ekki ætla að láta sem hann hafi lesið hina þúsund blaðsíðna endanlegu skýrslu en að það sem hann hafi séð sé verra en hann vænti. Hann segir vilja manna til að vinna svona alltof mikinn og vonar að svona hugarfar sé að breytast í landinu. Rætt hefur verið um ábyrgð stjórnmálamanna í tengslum við olíuhneykslið. Sumir hafa talið að Sólveig Pétursdóttir hafi verið látin hætta sem dómsmálaráðherra vegna hlutdeildar eiginmanns hennar í málinu. Davíð segir svo ekki vera og telur varasamt að tengja Sólveigu við málið vegna hjónabands. Þá hefur verið rætt um þátt Þórólfs Árnasonar borgarstjóra sem var framkvæmdastjóri markaðssviðs ESSÓ frá 1993-1998. Hans er víða getið í skýrslunni, meðal annars í tengslum við samráð í útboðum til Reykjavíkurborgar og lögreglunnar. Þórólfur segir sjálfur að erfitt sé að segja hvenær hann hafi farið að gruna að ekki væri allt með felldu í starfsemi olíufélaganna. Hann hafi t.a.m. ekki haft fundargerðir eða minnispunkta forstjóranna fyrr en hann reyndi að upplýsa málið uppi í Samkeppnisstofnun. Eins og komið hefur fram hefur erfiðlega gengið að fá fulltrúa R-listans til að ræða málið við Stöð 2. Ágætt er þá að rifja upp orð Ingibjargar Sólrúnar frá því í fyrra, nánar tiltekið í fréttum Stöðvar 2 þann 31. júlí 2003. Þá sagði hún orrahríðina sem Þórólfur gengi í gegnum meiri en hún væri ef hann gegndi öðru starfi. Hún kvaðst jafnframt efast um að hann hefði þegið starf borgarstjóra ef hann hefði vitað að málið kæmi upp með þessum hætti. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Þetta er verra en ég hélt,“ segir Davíð Oddsson um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Ef hann eða einhver annar Sjálfsstæðismaður væri borgarstjóri hefði þeim ekki verið sætt í embætti. Þegar samráð olíufélaganna komst fyrst í hámæli fyrir rúmu ári hélt þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, blaðamannafund og lýsti hann því að málið liti skelfilega út. Hann segist nú ekki ætla að láta sem hann hafi lesið hina þúsund blaðsíðna endanlegu skýrslu en að það sem hann hafi séð sé verra en hann vænti. Hann segir vilja manna til að vinna svona alltof mikinn og vonar að svona hugarfar sé að breytast í landinu. Rætt hefur verið um ábyrgð stjórnmálamanna í tengslum við olíuhneykslið. Sumir hafa talið að Sólveig Pétursdóttir hafi verið látin hætta sem dómsmálaráðherra vegna hlutdeildar eiginmanns hennar í málinu. Davíð segir svo ekki vera og telur varasamt að tengja Sólveigu við málið vegna hjónabands. Þá hefur verið rætt um þátt Þórólfs Árnasonar borgarstjóra sem var framkvæmdastjóri markaðssviðs ESSÓ frá 1993-1998. Hans er víða getið í skýrslunni, meðal annars í tengslum við samráð í útboðum til Reykjavíkurborgar og lögreglunnar. Þórólfur segir sjálfur að erfitt sé að segja hvenær hann hafi farið að gruna að ekki væri allt með felldu í starfsemi olíufélaganna. Hann hafi t.a.m. ekki haft fundargerðir eða minnispunkta forstjóranna fyrr en hann reyndi að upplýsa málið uppi í Samkeppnisstofnun. Eins og komið hefur fram hefur erfiðlega gengið að fá fulltrúa R-listans til að ræða málið við Stöð 2. Ágætt er þá að rifja upp orð Ingibjargar Sólrúnar frá því í fyrra, nánar tiltekið í fréttum Stöðvar 2 þann 31. júlí 2003. Þá sagði hún orrahríðina sem Þórólfur gengi í gegnum meiri en hún væri ef hann gegndi öðru starfi. Hún kvaðst jafnframt efast um að hann hefði þegið starf borgarstjóra ef hann hefði vitað að málið kæmi upp með þessum hætti.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira