Innlent

Uppsagnir vegna stjórnkerfisbreytinga

Starfsfólki Aflvaka og Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur verið sagt upp störfum vegna breytinga á stjórnkerfi borgarinnar. Ellefu manns vinna hjá stofnununum en þær verða lagðar niður að hluta og færðar á skrifstofu borgarstjóra vegna stjórnkerfisbreytinganna. Uppsagnirnar taka gildi 1. febrúar á næsta ári. Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur, segir uppsagnirnar blóðtöku. Starfsfólk borgarinnar sé að reyna að átta sig á því hvaða afleiðingar stjórnkerfisbreytingarnar kunni að hafa. Umræðan hafi ekki verið mikil fram að þessu um hvað þær þýði fyrir hinn almenna starfsmann og fyrir þjónustuna. "Óneitanlega ríkir ótti, undrun og vantrú hjá fólki um gildi þessara breytinga. En ég ætla ekki að dæma um það. Við reynum bara að koma fólki til aðstoðar sem missir vinnuna til að gera þeim þetta eins létt og hægt er."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×