Af hverju sigraði Bush? Guðmundur Magnússon skrifar 5. nóvember 2004 00:01 Úrslit forsetakosninganna á Bandaríkjunum á þriðjudaginn komu mörgum hér á landi og annars staðar í Evrópu á óvart. Yfirburðasigur George W. Bush var ekki það sem Evrópubúar höfðu átt von á. Sú mynd sem stór hluti evrópskra fjölmiðla og álitsgjafa hafði að undanförnu dregið upp af þróun mála í Bandaríkjunum benti til þess að John Kerry yrði kjörinn forseti. Talað var um að ekkert mark væri takandi á skoðanakönnunum því þær næðu ekki til unga fólksins og ýmissa minnihlutahópa. Sumir nefndu í því sambandi að unga fólkið væri ekki skráð fyrir fastlínusíma; könnunarfyrirtækin hringdu ekki í farsíma þessarar kynslóðar og misstu því af viðhorfum hennar. Þegar fréttist af mikilli kjörsókn ungra kjósenda á kjördag og utan kjörfundar þótti það eindregið benda til þess að Kerry hefði byr í seglin.Og álitsgjafarnir þreyttust ekki á að tala af lítilli virðingu um siðferðis- og trúarviðhorf stuðningsmanna Bush; þetta væri jaðarhópur í þjóðfélaginu sem hefði orðið viðskila við frjálsyndisþróun síðustu ára. Veruleikinn vestanhafs var allt annar. Það sýna úrslit kosninganna. Bush var endurkjörinn forseti með milljón fleiri atkvæðum en Kerry. Enginn Bandaríkjaforseti fyrr og síður hefur fengið jafn mörg atkvæði. Í skilningi lýðræðis er umboð hans afdráttarlausara og skýrara en nokkurs fyrirrennara hans. Flokkur Bush, Repúblikanar, náði meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings, öldungadeildinni og fulltrúadeildinni. Stuðningur við flokkinn jókst verulega um land allt. Mál sem Repúblikanar báru fyrir brjósti, svo sem andstaða við hjónabönd samkynhneigðra, fengu meðbyr alls staðar þar sem um þau var kosið. Tíu ríki spurðu kjósendur hvort þeir vildu samþykkja að samkynhneigðir stofnuðu til hjónabands. Alls staðar var svar mikils meirihluta neitandi. Kosningarnar fóru ekki aðeins fram í íhaldssömum "sveitahéruðum" miðríkjanna heldur í ríki eins og Ohio þar sem "nútímaleg borgarmenning" er ríkjandi. Rétt er að hafa í huga í þessu sambandi að í niðurstöðunum felst ekki endilega andúð eða fordómar gagnvart samkynhneigð sem slíkri eða sambúð homma og lesbía heldur fyrst og fremst stuðningur við hjónabandið sem kristilega stofnun sem rúmar aðeins karl og konu. Sú skoðun meirihluta Evrópubúa að heimurinn yrði ótryggari ef Bush yrði endurkjörinn fékk ekki hljómgrunn meðal Bandaríkjamanna. Hin mikla kjörsókn, sem fjölmiðlar töldu í fyrstu merki um að nú yrði Íraksstefnunni hafnað með eftirminnilegum hætti, reyndist stuðningsyfirlýsing við hryðjuverkastríð forsetans og viðleitnina hans til að koma á lýðræði í Miðausturlöndum með róttækum aðgerðum eins og innrásinni í Írak. Og í efnahagsmálum er ekki annað að sjá en kjósendur hafi verið sáttir við hagvöxtinn á kjörtímabili Bush en hann hefur verið um 3,7% á ári. Atvinnustefnu Kerrys, sem m.a. fól í sér höft á útflutning starfa og ýmiss konar hömlur á viðskiptalífið, var hafnað.George W. Bush sigraði í forsetakosningunum vegna þess að stefna hans og hugmyndir átti meiri hljómgrunn meðal bandarísku þjóðarinnar en stefna og hugmyndir Johns Kerry. Það var ekkert kosningasvindl, engar brellur, ekkert samsæri; svona eru Bandaríkin árið 2004. Bent hefur verið á að sá stuðningur sem Bush fékk í kosningunum hefði ekki þurft að koma á óvart ef fjölmiðlar og álitsgjafar þeirra hefðu sett sig inn í raunverulega þróun bandarísks þjóðfélags undanfarinn áratug eða svo. Allt frá upphafi tíunda áratugarins hafa kjósendur verið að greiða atkvæði "með fótunum" eins og stundum er sagt; þeir hafa verið að flytjast í stórum hópum úr frjálslyndu ríkjunum þar sem demókratar hafa ráðið lögum og lofum og til ríkja þar sem íhaldssamari gildi eru í heiðri höfð. Þessi ríki leggja áherslu á lága skatta og takmörkuð ríkisumsvif og þar svífa yfir vötnum hefðbundin, "gamaldags" siðferðisviðmið og kristin trúarviðhorf. Flutningur kjósenda hefur síðan leitt til þess að kjörmönnum þessara ríkja hefur fjölgað og þar með hefur aukist vægi þeirra í forsetakosningum. Það hefur vakið athygli margra í Evrópu að kannanir sýna að Bandaríkjamenn eru kirkjurækin þjóð. Það þykir fréttnæmt á Íslandi og víðar í Evrópu - og jafnvel sönnun um trúarlegt ofstæki - að stór hluti fólks vestra sæki kirkju einu sinni í viku. En getur ekki verið að undrun okkar og hneykslun í þessu efni segi meira um okkur en Bandaríkjamenn? Hvað ætli til dæmis herra Karli Sigurbjörnssyni biskupi okkar þyki um kirkjusókinina vestanhafs? Skyldi hann vera sár, gramur og hneykslaður? Ætli það! Athyglisvert er að margir þeirra sem komast í uppnám yfir kirkjusókn Johns og Mary vestanhafs eru áhyggjufullir - jafnvel sárir - yfir fordómum Vesturlandabúa gagnvart trúarlífi í ríkjum múslima. Þetta fólk talar um nauðsyn þess að skilja Íslam; átta sig á framandi menningarheimi og viðurkenna að hægt sé að sjá hlutina öðruvísi en við erum alin upp við. En þegar Bandaríkin eiga í hlut virðist þetta sjónarhorn gleymast. Sennilega er fátt þýðingarmeira fyrir framtíðarsamskipti Evrópu og Bandaríkjanna en að við lærum að skilja og átta okkur á hvað er raunverulega að gerast vestanhafs. Gætum þess að láta ekki óskhyggju álitsgjafanna - virðingarverð eins og hún getur verið - blinda okkur sýn. Reynum að átta okkur á því hvers vegna Bandaríkjamenn hugsa eins og þeir gera. Við kunnum að vera ósammála - og það jafnvel mjög - þeim viðhorfum sem kosningarnar sýndu að uppi eru meðal hins almenna Bandaríkjamanns en við ættum ekki að halda áfram að afgreiða þau sem jaðarhugmyndir oftækisfulls minnihluta, enda segja staðreyndirnar annað.gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Úrslit forsetakosninganna á Bandaríkjunum á þriðjudaginn komu mörgum hér á landi og annars staðar í Evrópu á óvart. Yfirburðasigur George W. Bush var ekki það sem Evrópubúar höfðu átt von á. Sú mynd sem stór hluti evrópskra fjölmiðla og álitsgjafa hafði að undanförnu dregið upp af þróun mála í Bandaríkjunum benti til þess að John Kerry yrði kjörinn forseti. Talað var um að ekkert mark væri takandi á skoðanakönnunum því þær næðu ekki til unga fólksins og ýmissa minnihlutahópa. Sumir nefndu í því sambandi að unga fólkið væri ekki skráð fyrir fastlínusíma; könnunarfyrirtækin hringdu ekki í farsíma þessarar kynslóðar og misstu því af viðhorfum hennar. Þegar fréttist af mikilli kjörsókn ungra kjósenda á kjördag og utan kjörfundar þótti það eindregið benda til þess að Kerry hefði byr í seglin.Og álitsgjafarnir þreyttust ekki á að tala af lítilli virðingu um siðferðis- og trúarviðhorf stuðningsmanna Bush; þetta væri jaðarhópur í þjóðfélaginu sem hefði orðið viðskila við frjálsyndisþróun síðustu ára. Veruleikinn vestanhafs var allt annar. Það sýna úrslit kosninganna. Bush var endurkjörinn forseti með milljón fleiri atkvæðum en Kerry. Enginn Bandaríkjaforseti fyrr og síður hefur fengið jafn mörg atkvæði. Í skilningi lýðræðis er umboð hans afdráttarlausara og skýrara en nokkurs fyrirrennara hans. Flokkur Bush, Repúblikanar, náði meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings, öldungadeildinni og fulltrúadeildinni. Stuðningur við flokkinn jókst verulega um land allt. Mál sem Repúblikanar báru fyrir brjósti, svo sem andstaða við hjónabönd samkynhneigðra, fengu meðbyr alls staðar þar sem um þau var kosið. Tíu ríki spurðu kjósendur hvort þeir vildu samþykkja að samkynhneigðir stofnuðu til hjónabands. Alls staðar var svar mikils meirihluta neitandi. Kosningarnar fóru ekki aðeins fram í íhaldssömum "sveitahéruðum" miðríkjanna heldur í ríki eins og Ohio þar sem "nútímaleg borgarmenning" er ríkjandi. Rétt er að hafa í huga í þessu sambandi að í niðurstöðunum felst ekki endilega andúð eða fordómar gagnvart samkynhneigð sem slíkri eða sambúð homma og lesbía heldur fyrst og fremst stuðningur við hjónabandið sem kristilega stofnun sem rúmar aðeins karl og konu. Sú skoðun meirihluta Evrópubúa að heimurinn yrði ótryggari ef Bush yrði endurkjörinn fékk ekki hljómgrunn meðal Bandaríkjamanna. Hin mikla kjörsókn, sem fjölmiðlar töldu í fyrstu merki um að nú yrði Íraksstefnunni hafnað með eftirminnilegum hætti, reyndist stuðningsyfirlýsing við hryðjuverkastríð forsetans og viðleitnina hans til að koma á lýðræði í Miðausturlöndum með róttækum aðgerðum eins og innrásinni í Írak. Og í efnahagsmálum er ekki annað að sjá en kjósendur hafi verið sáttir við hagvöxtinn á kjörtímabili Bush en hann hefur verið um 3,7% á ári. Atvinnustefnu Kerrys, sem m.a. fól í sér höft á útflutning starfa og ýmiss konar hömlur á viðskiptalífið, var hafnað.George W. Bush sigraði í forsetakosningunum vegna þess að stefna hans og hugmyndir átti meiri hljómgrunn meðal bandarísku þjóðarinnar en stefna og hugmyndir Johns Kerry. Það var ekkert kosningasvindl, engar brellur, ekkert samsæri; svona eru Bandaríkin árið 2004. Bent hefur verið á að sá stuðningur sem Bush fékk í kosningunum hefði ekki þurft að koma á óvart ef fjölmiðlar og álitsgjafar þeirra hefðu sett sig inn í raunverulega þróun bandarísks þjóðfélags undanfarinn áratug eða svo. Allt frá upphafi tíunda áratugarins hafa kjósendur verið að greiða atkvæði "með fótunum" eins og stundum er sagt; þeir hafa verið að flytjast í stórum hópum úr frjálslyndu ríkjunum þar sem demókratar hafa ráðið lögum og lofum og til ríkja þar sem íhaldssamari gildi eru í heiðri höfð. Þessi ríki leggja áherslu á lága skatta og takmörkuð ríkisumsvif og þar svífa yfir vötnum hefðbundin, "gamaldags" siðferðisviðmið og kristin trúarviðhorf. Flutningur kjósenda hefur síðan leitt til þess að kjörmönnum þessara ríkja hefur fjölgað og þar með hefur aukist vægi þeirra í forsetakosningum. Það hefur vakið athygli margra í Evrópu að kannanir sýna að Bandaríkjamenn eru kirkjurækin þjóð. Það þykir fréttnæmt á Íslandi og víðar í Evrópu - og jafnvel sönnun um trúarlegt ofstæki - að stór hluti fólks vestra sæki kirkju einu sinni í viku. En getur ekki verið að undrun okkar og hneykslun í þessu efni segi meira um okkur en Bandaríkjamenn? Hvað ætli til dæmis herra Karli Sigurbjörnssyni biskupi okkar þyki um kirkjusókinina vestanhafs? Skyldi hann vera sár, gramur og hneykslaður? Ætli það! Athyglisvert er að margir þeirra sem komast í uppnám yfir kirkjusókn Johns og Mary vestanhafs eru áhyggjufullir - jafnvel sárir - yfir fordómum Vesturlandabúa gagnvart trúarlífi í ríkjum múslima. Þetta fólk talar um nauðsyn þess að skilja Íslam; átta sig á framandi menningarheimi og viðurkenna að hægt sé að sjá hlutina öðruvísi en við erum alin upp við. En þegar Bandaríkin eiga í hlut virðist þetta sjónarhorn gleymast. Sennilega er fátt þýðingarmeira fyrir framtíðarsamskipti Evrópu og Bandaríkjanna en að við lærum að skilja og átta okkur á hvað er raunverulega að gerast vestanhafs. Gætum þess að láta ekki óskhyggju álitsgjafanna - virðingarverð eins og hún getur verið - blinda okkur sýn. Reynum að átta okkur á því hvers vegna Bandaríkjamenn hugsa eins og þeir gera. Við kunnum að vera ósammála - og það jafnvel mjög - þeim viðhorfum sem kosningarnar sýndu að uppi eru meðal hins almenna Bandaríkjamanns en við ættum ekki að halda áfram að afgreiða þau sem jaðarhugmyndir oftækisfulls minnihluta, enda segja staðreyndirnar annað.gm@frettabladid.is
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun