Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar 21. nóvember 2025 14:30 Sl. þriðjudaginn samþykkti borgarstjórn einróma stefnu um Fjölmenningarborgina Reykjavík. Stefnan er afskaplega stutt og teknókratísk. En samt er hún á sinn hátt nýstárleg og róttæk. Hún byggir nefnilega á einföldu prinsippi – hér býr ekki bara fullt af fólki af erlendum uppruna í borginni, það á heima hér. Þau eru ekki útlendingar frá morgni til kvölds. Þau eru íbúar Laugardals, þau nota strætó, eiga hund eða kött, fara í fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sækja um leyfi fyrir yfirbyggðar svalir eða leita logandi ljósar að viðráðanlegu leiguhúsnæði, þau fá vikulegan pistil frá bekkjarkennara barnanna sinna, þau stofna hverfisbúð, þau eru á biðlista um NPA-samning, þau eru pirruð yfir holum í gangstéttum og bíða eftir tæmingu á ruslatunnunum sínum. Þau eru Pólverjar, Úkraínubúar eða Palestínumenn. Sumir þeirra eru líka Íslendingar en öll eru þau Reykvíkingar. Þau borga útsvar. Tæplega 80% nýrra útsvarsgreiðenda er fólk af erlendum uppruna og ekki fá þau afslátt ef þjónustan er þeim ekki aðgengileg. Atvinnuþátttaka innflytjenda er með því hæsta sem þekkist og hærra en hjá innfæddum. Þau vinna störf sem allt okkar hagkerfið byggir á, bæði láglaunastörf í ferðaþjónustu eða ummönnun og sérfræðistörf á Landspítala, í háskólanum eða hátæknifyrirtækjum. Stefnan byggir á prinsippum um inngildingu sem er á engan hátt ógnandi eða róttæk. Hún tekur ekkert í burtu, hún einfaldlega ber virðingu fyrir að fólk sé fjölbreytt og tryggir með virkum hætti að loka ekki á það. Að leyfa þeim að vera virkir þátttakendur í borgarsamfélaginu, að byggja sitt líf á hæfileikunum sínum og njóta sín til fulls, að fá að taka þátt í öllu sem borgin hefur fram að færa. Að nota strætó og eiga hund eða kött, að búa í mannsæmandi umhverfi, að fara á bókasafn og finna þar bók sem mann langar að lesa og getur lesið, að nota ábendingavefinn til að krefjast betra lýsingu á hjólastígum, að fara með börnin sín út í Viðey á sunnudögum. Svið borgarinnar eru mislangt komin í þessum efnum. Betra má nú en duga skal en borgin hefur lengi verið leiðandi og framsækin til dæmis í íslenskukennslu fyrir börn af erlendum uppruna eða stuðningi við þátttöku þeirra í íþróttum og hvetjum við þeirri vinnu áfram. En núna skuldbindir stefnan öll svið borgarinnar, hvort það sé Velferðar-, Skóla- og frístundasvið, Umhverfis- og skipulagssvið eða Skrifstofu viðburða og samskipta að setja upp innflytjendagleraugun, djúpgreina hvernig starfið þeirra sem atvinnurekandi, þjónustuveitandi eða samstarfsaðili er tengt þessum hópi, hvort innflytjendur hafi virkilega sama aðgang að þeirra starfssviði, fá viðeigandi þjónustu og hvort starfsfólk borgarinnar sé með þekkingu og færni til að vinna fyrir borgarbúana alla. Í framhaldinu munu sviðin svo leggja fram sínar áætlanir í þessum málaflokki og á næstu 4 árum verður þessu fylgt eftir af hálfu Mannréttindaskrifstofu árlega. Stefnan er komin í samráðsgátt og borgarbúar geta skoðað hana þar og koma með ábendingar hér. Borgin vinnur fyrir Reykvíkinga af öllum uppruna. Róttækara er það nú ekki. Höfundur er formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Fjölmenning Innflytjendamál Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Sl. þriðjudaginn samþykkti borgarstjórn einróma stefnu um Fjölmenningarborgina Reykjavík. Stefnan er afskaplega stutt og teknókratísk. En samt er hún á sinn hátt nýstárleg og róttæk. Hún byggir nefnilega á einföldu prinsippi – hér býr ekki bara fullt af fólki af erlendum uppruna í borginni, það á heima hér. Þau eru ekki útlendingar frá morgni til kvölds. Þau eru íbúar Laugardals, þau nota strætó, eiga hund eða kött, fara í fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sækja um leyfi fyrir yfirbyggðar svalir eða leita logandi ljósar að viðráðanlegu leiguhúsnæði, þau fá vikulegan pistil frá bekkjarkennara barnanna sinna, þau stofna hverfisbúð, þau eru á biðlista um NPA-samning, þau eru pirruð yfir holum í gangstéttum og bíða eftir tæmingu á ruslatunnunum sínum. Þau eru Pólverjar, Úkraínubúar eða Palestínumenn. Sumir þeirra eru líka Íslendingar en öll eru þau Reykvíkingar. Þau borga útsvar. Tæplega 80% nýrra útsvarsgreiðenda er fólk af erlendum uppruna og ekki fá þau afslátt ef þjónustan er þeim ekki aðgengileg. Atvinnuþátttaka innflytjenda er með því hæsta sem þekkist og hærra en hjá innfæddum. Þau vinna störf sem allt okkar hagkerfið byggir á, bæði láglaunastörf í ferðaþjónustu eða ummönnun og sérfræðistörf á Landspítala, í háskólanum eða hátæknifyrirtækjum. Stefnan byggir á prinsippum um inngildingu sem er á engan hátt ógnandi eða róttæk. Hún tekur ekkert í burtu, hún einfaldlega ber virðingu fyrir að fólk sé fjölbreytt og tryggir með virkum hætti að loka ekki á það. Að leyfa þeim að vera virkir þátttakendur í borgarsamfélaginu, að byggja sitt líf á hæfileikunum sínum og njóta sín til fulls, að fá að taka þátt í öllu sem borgin hefur fram að færa. Að nota strætó og eiga hund eða kött, að búa í mannsæmandi umhverfi, að fara á bókasafn og finna þar bók sem mann langar að lesa og getur lesið, að nota ábendingavefinn til að krefjast betra lýsingu á hjólastígum, að fara með börnin sín út í Viðey á sunnudögum. Svið borgarinnar eru mislangt komin í þessum efnum. Betra má nú en duga skal en borgin hefur lengi verið leiðandi og framsækin til dæmis í íslenskukennslu fyrir börn af erlendum uppruna eða stuðningi við þátttöku þeirra í íþróttum og hvetjum við þeirri vinnu áfram. En núna skuldbindir stefnan öll svið borgarinnar, hvort það sé Velferðar-, Skóla- og frístundasvið, Umhverfis- og skipulagssvið eða Skrifstofu viðburða og samskipta að setja upp innflytjendagleraugun, djúpgreina hvernig starfið þeirra sem atvinnurekandi, þjónustuveitandi eða samstarfsaðili er tengt þessum hópi, hvort innflytjendur hafi virkilega sama aðgang að þeirra starfssviði, fá viðeigandi þjónustu og hvort starfsfólk borgarinnar sé með þekkingu og færni til að vinna fyrir borgarbúana alla. Í framhaldinu munu sviðin svo leggja fram sínar áætlanir í þessum málaflokki og á næstu 4 árum verður þessu fylgt eftir af hálfu Mannréttindaskrifstofu árlega. Stefnan er komin í samráðsgátt og borgarbúar geta skoðað hana þar og koma með ábendingar hér. Borgin vinnur fyrir Reykvíkinga af öllum uppruna. Róttækara er það nú ekki. Höfundur er formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun