Stjórnarandstaðan elur á falsvonum 9. nóvember 2004 00:01 Stjórnarandstaðan hvetur ríkið til að treysta tekjustofna sveitarfélaga svo að unnt sé að ná samningum við kennara. Menntamálaráðherra fullyrðir að slíkt myndi ógna stöðugleikanum og sakar stjórnarandstöðuna um að ala á falsvonum. Á Alþingi voru menn vissulega sammála um alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin. Þá greindi hins vegar verulega á um hver bæri ábyrgðina og hvað væri nú til ráða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði allt tal um að ríkið eigi að setja meiri pening inn í kennaradeiluna óábyrgt og frekar í ætt við tækifærismennsku. Það væri skammgóður vermir á lausn deilunnar fyrir samningsaðila því stöðugleiki í efnahagsmálum væri allra mál og umsamdar kauphækkanir yrðu étnar strax upp af verðbólgu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði lausatök ríkisstjórnarinnar og forsætisráðherra á efnahagsmálunum hafa leitt til þess að verðbólgan sé farin úr böndunum. Það væri ein af ástæðum þess að kennarar hafi ekki treyst sér til að samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara og sagði Össur stjórnina því eiga töluvert stóra sök á því að þannig hafi farið. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ríkisstjórnina eiga að koma með yfirlýsingu um að hún ætli að treysta tekjustofna sveitarfélaganna því á slíkri yfirlýsingu verði deilan leyst. Menntamálaráðherra óskaði í kjölfarið eftir samræmi í málflutningi stjórnarandstöðunnar í stað þess að ala á falsvonum. Hún endurtók að það leysti ekki deiluna að setja meiri pening inn í deiluna og sagði svo málflutning stjórnarndstöðunnar ekki boðlegan. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Stjórnarandstaðan hvetur ríkið til að treysta tekjustofna sveitarfélaga svo að unnt sé að ná samningum við kennara. Menntamálaráðherra fullyrðir að slíkt myndi ógna stöðugleikanum og sakar stjórnarandstöðuna um að ala á falsvonum. Á Alþingi voru menn vissulega sammála um alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin. Þá greindi hins vegar verulega á um hver bæri ábyrgðina og hvað væri nú til ráða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði allt tal um að ríkið eigi að setja meiri pening inn í kennaradeiluna óábyrgt og frekar í ætt við tækifærismennsku. Það væri skammgóður vermir á lausn deilunnar fyrir samningsaðila því stöðugleiki í efnahagsmálum væri allra mál og umsamdar kauphækkanir yrðu étnar strax upp af verðbólgu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði lausatök ríkisstjórnarinnar og forsætisráðherra á efnahagsmálunum hafa leitt til þess að verðbólgan sé farin úr böndunum. Það væri ein af ástæðum þess að kennarar hafi ekki treyst sér til að samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara og sagði Össur stjórnina því eiga töluvert stóra sök á því að þannig hafi farið. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ríkisstjórnina eiga að koma með yfirlýsingu um að hún ætli að treysta tekjustofna sveitarfélaganna því á slíkri yfirlýsingu verði deilan leyst. Menntamálaráðherra óskaði í kjölfarið eftir samræmi í málflutningi stjórnarandstöðunnar í stað þess að ala á falsvonum. Hún endurtók að það leysti ekki deiluna að setja meiri pening inn í deiluna og sagði svo málflutning stjórnarndstöðunnar ekki boðlegan.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira