Lágreist brú besti kosturinn 22. nóvember 2004 00:01 Skipulagsstofnun hefur fallist á lagningu Sundabrautar í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum brautarinnar. Stofnunin telur að að uppfylltum ákveðnum skilyrðum muni brautin ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Kærufrestur vegna úrskurðarins er til 29. desember. Í skýrslunni eru umhverfisáhrif þriggja kosta með mismunandi útfærslum metin. Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að lágreist brú yfir Kleppsvík sé vænlegasti kosturinn. Svokölluð eyjaleið, sem Vegagerðin hefur lagt áherslu á, er talin síðri kostur sem og hábrú yfir sundin, sem borgaryfirvöld hafa rennt hýru auga til. Þá eru botngöng einnig talin síðri kostur en lágreista brúin. Ef lágreista brúin verður fyrir valinu mun hún liggja á milli tveggja landfyllinga við Gelgjutanga og Gufuneshöfða. Brúin verður átta metra há og mun tengjast 400 metra löngum jarðgöngum sem munu liggja í gegnum Gufuneshöfðann. Munurinn á þessari leið og eyjaleiðinni er í meginatriðum sá að á eyjaleiðinni verður lítil manngerð eyja í Elliðavogi sem tengir saman tvær stuttar brýr. Skipulagsstofnun telur að lágreista brúin sé ótvírætt betri kostur en eyjaleiðin þar sem hún muni hafa minni áhrif á lax, fugla og annað lífríki í Grafar- og Elliðavogi. Lágreista brúin er hins vegar 800 til 1.400 milljónum króna dýrari en eyjaleiðin og kostar á bilinu 8,1 til 8,7 milljarða króna. Hábrúin, sem kostar á bilinu 11,6 til 12,2 milljarða króna, er talin geta haft neikvæð áhrif á nýtingu hafnarsvæðis Sundahafnar nema hún verði 55 metra há. Helstu ókostirnir sem Skipulagsstofnun sér við hábrúna er að vegna veðurs er talið að hún verði lokuð í allt að 50 klukkustundir á ári. Enn fremur er hún ekki talin góður kostur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur vegna veghalla og veðurs. Botngöngin, sem kosta um 13,5 milljarða króna, munu setja nýtingu hafnarsvæðisins töluverðar skorður nema þau verði grafin að minnsta kosti 11,5 metra niður í sjávarbotninn. Skipulagsstofnun telur að göngin kunni að hafa verulega neikvæð áhrif á lífríki Kleppsvíkur á framkvæmdatímanum. Mengandi efni í botnseti geti þyrlast upp og borist um víkina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá er það einnig ókostur að göngin munu ekki þjóna gangandi og hjólandi umferð. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur fallist á lagningu Sundabrautar í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum brautarinnar. Stofnunin telur að að uppfylltum ákveðnum skilyrðum muni brautin ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Kærufrestur vegna úrskurðarins er til 29. desember. Í skýrslunni eru umhverfisáhrif þriggja kosta með mismunandi útfærslum metin. Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að lágreist brú yfir Kleppsvík sé vænlegasti kosturinn. Svokölluð eyjaleið, sem Vegagerðin hefur lagt áherslu á, er talin síðri kostur sem og hábrú yfir sundin, sem borgaryfirvöld hafa rennt hýru auga til. Þá eru botngöng einnig talin síðri kostur en lágreista brúin. Ef lágreista brúin verður fyrir valinu mun hún liggja á milli tveggja landfyllinga við Gelgjutanga og Gufuneshöfða. Brúin verður átta metra há og mun tengjast 400 metra löngum jarðgöngum sem munu liggja í gegnum Gufuneshöfðann. Munurinn á þessari leið og eyjaleiðinni er í meginatriðum sá að á eyjaleiðinni verður lítil manngerð eyja í Elliðavogi sem tengir saman tvær stuttar brýr. Skipulagsstofnun telur að lágreista brúin sé ótvírætt betri kostur en eyjaleiðin þar sem hún muni hafa minni áhrif á lax, fugla og annað lífríki í Grafar- og Elliðavogi. Lágreista brúin er hins vegar 800 til 1.400 milljónum króna dýrari en eyjaleiðin og kostar á bilinu 8,1 til 8,7 milljarða króna. Hábrúin, sem kostar á bilinu 11,6 til 12,2 milljarða króna, er talin geta haft neikvæð áhrif á nýtingu hafnarsvæðis Sundahafnar nema hún verði 55 metra há. Helstu ókostirnir sem Skipulagsstofnun sér við hábrúna er að vegna veðurs er talið að hún verði lokuð í allt að 50 klukkustundir á ári. Enn fremur er hún ekki talin góður kostur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur vegna veghalla og veðurs. Botngöngin, sem kosta um 13,5 milljarða króna, munu setja nýtingu hafnarsvæðisins töluverðar skorður nema þau verði grafin að minnsta kosti 11,5 metra niður í sjávarbotninn. Skipulagsstofnun telur að göngin kunni að hafa verulega neikvæð áhrif á lífríki Kleppsvíkur á framkvæmdatímanum. Mengandi efni í botnseti geti þyrlast upp og borist um víkina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá er það einnig ókostur að göngin munu ekki þjóna gangandi og hjólandi umferð.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira