Erlent

Viðræðum lýkur eftir árið 2014

Evrópusambandið getur ekki lokið aðildarviðræðum við Tyrki fyrr en eftir árið 2014. Fyrst þarf að skipuleggja fjármál sambandsins eftir þann tíma og ekki fyrr en að því loknu verður hægt að klára viðræðurnar. Í skýrslu frá Evrópusambandinu sem birtist í dag kemur fram að Tyrkir verði að samþykkja sjálfstæði Kýpurbúa og tímabundnar takmarkanir á flutningi vinnuafls til annarra Evrópusambandslanda, eigi þeir að fá inngöngu í sambandið. Í skýrslunni er þó einnig tekið fram að margt hafi batnað mjög í Tyrklandi undanfarin misseri og þeim umbótum sem átt hafi sér stað er fagnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×