Fækka slysum um 80-90% 29. nóvember 2004 00:01 Talið er að vel hönnuð mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fækki slysum þar um 80-90 prósent. Á Umferðarþingi, sem haldið var af Umferðarstofu og Umferðarráði, var samþykkt að skora á borgaryfirvöld í Reykjavík að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í gerð mislægra gatnamóta. Um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar fara um 85 þúsund bílar á sólarhring. Á síðasta ári var breyting gerð á umferðarljósunum sem hefur skilað sér í færri slysum á fólki en þrátt fyrir það eru þau enn talin mestu slysagatnamót landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra tryggingarfélaga hefur tjónum enda fjölgað frá því breytingarnar voru gerðar. Enn verða um 110 slys ár hvert við gagnamótin þar sem 42 slasast. Meðaltjón á þessum gatnamótum kostar tryggingafélögin 78 milljónir á ári og ætla má að kostnaður þess sem tjónunum valda sé um 25 milljónir. Til viðbótar má bæta við 65-70 milljóna króna kostnaði sem þjóðfélagið ber. Það gera um 170 milljónir króna á ári. Ef sami árangur næðist með mislægum gatnamótum við Kringlumýrarbraut og Miklubraut og á þeim stöðum þar sem slík gatnamót hafa verið gerð er áætlað að fjöldi tjóna færi úr 110 niður í níu og að slysum á fólki myndi fækka úr 42 í þrjú. Þar er til dæmis vísað til gatnamóta við Miklubraut og Reykjanesbraut þar sem tjónum fækkaði úr 98 á ári í sjö. Formaður samgöngunefndar, Árni Þór Sigurðsson, segir að slys á fólki séu þær tölur sem borgaryfirvöld byggi sína stefnumótun á. Með það að leiðarljósi hefur borgarstjórn ákveðið að fara í framkvæmdir við gatnamótin sem fela meðal annars í sér að komið verði upp beygjuljósum í allar áttir og fjölgun akreina. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir er um 200 milljónir króna, eða aðeins brotabrot af þeirri upphæð sem mislæg gatnamót myndu kosta. Auk þess að vera dýr segir formaður samgöngunefndar að á það hafi verið bent að þau yrðu ljót, myndu einungis flytja til umferðarhnúta og valda auknum umferðarþunga og hraða. Þrátt fyrir þær úrtölur hefur hugmyndum um mislæg gatnamót ekki verið ýtt út af borðinu hjá borgaryfirvöldum sem halda umhverfismati slíkra gatnamóta til streitu, þótt óvíst sé að þau verði nokkurn tíma að veruleika. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Talið er að vel hönnuð mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fækki slysum þar um 80-90 prósent. Á Umferðarþingi, sem haldið var af Umferðarstofu og Umferðarráði, var samþykkt að skora á borgaryfirvöld í Reykjavík að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í gerð mislægra gatnamóta. Um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar fara um 85 þúsund bílar á sólarhring. Á síðasta ári var breyting gerð á umferðarljósunum sem hefur skilað sér í færri slysum á fólki en þrátt fyrir það eru þau enn talin mestu slysagatnamót landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra tryggingarfélaga hefur tjónum enda fjölgað frá því breytingarnar voru gerðar. Enn verða um 110 slys ár hvert við gagnamótin þar sem 42 slasast. Meðaltjón á þessum gatnamótum kostar tryggingafélögin 78 milljónir á ári og ætla má að kostnaður þess sem tjónunum valda sé um 25 milljónir. Til viðbótar má bæta við 65-70 milljóna króna kostnaði sem þjóðfélagið ber. Það gera um 170 milljónir króna á ári. Ef sami árangur næðist með mislægum gatnamótum við Kringlumýrarbraut og Miklubraut og á þeim stöðum þar sem slík gatnamót hafa verið gerð er áætlað að fjöldi tjóna færi úr 110 niður í níu og að slysum á fólki myndi fækka úr 42 í þrjú. Þar er til dæmis vísað til gatnamóta við Miklubraut og Reykjanesbraut þar sem tjónum fækkaði úr 98 á ári í sjö. Formaður samgöngunefndar, Árni Þór Sigurðsson, segir að slys á fólki séu þær tölur sem borgaryfirvöld byggi sína stefnumótun á. Með það að leiðarljósi hefur borgarstjórn ákveðið að fara í framkvæmdir við gatnamótin sem fela meðal annars í sér að komið verði upp beygjuljósum í allar áttir og fjölgun akreina. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir er um 200 milljónir króna, eða aðeins brotabrot af þeirri upphæð sem mislæg gatnamót myndu kosta. Auk þess að vera dýr segir formaður samgöngunefndar að á það hafi verið bent að þau yrðu ljót, myndu einungis flytja til umferðarhnúta og valda auknum umferðarþunga og hraða. Þrátt fyrir þær úrtölur hefur hugmyndum um mislæg gatnamót ekki verið ýtt út af borðinu hjá borgaryfirvöldum sem halda umhverfismati slíkra gatnamóta til streitu, þótt óvíst sé að þau verði nokkurn tíma að veruleika.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira