Dæmdur í 15 mánaða fangelsi
Tvítugur karlmaður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tólf mánuðir eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Málsatvik eru þau að árásarmaðurinn stakk annan mann fjórum sinnum með hnífi, í áflogum utan við skemmtistaðinn Broadway, svo af hlutust fjögur 2-8 sentímetra djúp sár: eitt framan á brjóstkassa vinstra megin, annað aftan á vinstri öxl og tvö vinstra megin á baki. Dómurinn tók tillit til aldurs árásarmannsins þegar hann framdi brotið en þá var hann átján ára, auk þess sem hann hafði ekki áður sætt refsingu svo að kunnugt væri.