Innlent
Dómur fyrir stuld á 1031 krónu
25 ára gamall maður var í dag dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að stela matvörum að verðmæti 1031 króna í verslun 11-11 við Skúlagötu í ágúst síðastliðnum. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil og því kom ekki til álita að skilorðsbinda refsinguna. Hinn ákærði var jafnframt dæmdur til að greiða allan sakarkostnað.