Léttlestarkerfi ekki raunhæft 17. desember 2004 00:01 Léttlestarkerfi er ekki raunhæfur kostur á höfuðborgarsvæðinu við óbreyttar aðstæður, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðismenn telja eðlilegra að efla stórlega vannýtt strætisvagnakerfi þar sem sætanýtingin sé aðeins um 10 prósent. VSÓ-ráðgjöf vann skýrslu fyrir Reykjavíkurborg um kosti og galla þess að koma á léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu og var hún kynnt fyrir samgöngunefnd borgarinnar fyrr í vikunni. Meginniðurstaðan var sú að stofnkostnaður við slíkt almenningssamgangnakerfi yrði um 25 milljarðar króna og að árlegur kostnaður léttlestanna yrði sex og hálfur milljarður króna. Til samanburðar nemur kostnaður við nýtt leiðakerfi Strætós um 2,7 milljörðum króna en árlegur kostnaður núverandi strætisvagnakerfis er metinn á rösklega tvo milljarða. Kjartan Magnússon, fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að skýrsla sýni að hugmyndir Reykjavíkurlistans um léttlestirnar séu fullkomlega óraunhæfar og óábyrgar. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar borgarinnar, bendir á að samgöngunefnd hafi verið einhuga í því að láta athuga möguleikann á léttlestarkerfinu og því séu viðbrögð minnihlutans við niðurstöðum ráðgjafaskýrslunnar kyndug. Hins vegar er kostnaðurinn meiri en gert var ráð fyrir í uppphafi og leiðin því varla fær við óbreyttar aðstæður að sögn Árna. Sjálfstæðismenn hafa bent á að nær væri að styrkja strætisvagnakerfið í borginni, sem sé sé stórlega vannýtt, þar sem sætanýting sé aðeins í kringum 10 prósent. Kjartan Magnússon segir að fyrir vextina af fjárfestingu vegna sporvagnakerfis væri unnt að standa straum af tvöföldun fjölda strætisvagna í borginni. Formaður samgöngunefndar segir að ekki verði hjá því komist að styrkja almenningssamgöngur. Þær séu 4-5% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu og mikilvægt sé að auka hlutdeild þeirra, fyrst og fremst vegna þess að ekki er rými til að taka við auknum umferðarþunga einkabíla. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Léttlestarkerfi er ekki raunhæfur kostur á höfuðborgarsvæðinu við óbreyttar aðstæður, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðismenn telja eðlilegra að efla stórlega vannýtt strætisvagnakerfi þar sem sætanýtingin sé aðeins um 10 prósent. VSÓ-ráðgjöf vann skýrslu fyrir Reykjavíkurborg um kosti og galla þess að koma á léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu og var hún kynnt fyrir samgöngunefnd borgarinnar fyrr í vikunni. Meginniðurstaðan var sú að stofnkostnaður við slíkt almenningssamgangnakerfi yrði um 25 milljarðar króna og að árlegur kostnaður léttlestanna yrði sex og hálfur milljarður króna. Til samanburðar nemur kostnaður við nýtt leiðakerfi Strætós um 2,7 milljörðum króna en árlegur kostnaður núverandi strætisvagnakerfis er metinn á rösklega tvo milljarða. Kjartan Magnússon, fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að skýrsla sýni að hugmyndir Reykjavíkurlistans um léttlestirnar séu fullkomlega óraunhæfar og óábyrgar. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar borgarinnar, bendir á að samgöngunefnd hafi verið einhuga í því að láta athuga möguleikann á léttlestarkerfinu og því séu viðbrögð minnihlutans við niðurstöðum ráðgjafaskýrslunnar kyndug. Hins vegar er kostnaðurinn meiri en gert var ráð fyrir í uppphafi og leiðin því varla fær við óbreyttar aðstæður að sögn Árna. Sjálfstæðismenn hafa bent á að nær væri að styrkja strætisvagnakerfið í borginni, sem sé sé stórlega vannýtt, þar sem sætanýting sé aðeins í kringum 10 prósent. Kjartan Magnússon segir að fyrir vextina af fjárfestingu vegna sporvagnakerfis væri unnt að standa straum af tvöföldun fjölda strætisvagna í borginni. Formaður samgöngunefndar segir að ekki verði hjá því komist að styrkja almenningssamgöngur. Þær séu 4-5% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu og mikilvægt sé að auka hlutdeild þeirra, fyrst og fremst vegna þess að ekki er rými til að taka við auknum umferðarþunga einkabíla.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira